Aðeins úr hinni áttinni

Það er enginn skortur á heimsendaspádómum og bölsýni. Þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf.

Ég vil hins vegar hvetja þá sem vilja til að heimsækja reglulega síðuna HumanProgress.org en þar eru bara sagðar jákvæðar fréttir. Til dæmis er þarna frétt sem fagnar útrýmingu svokallaðrar "extreme poverty" og önnur sem bendir á að helmingur jarðarbúa geti núna kallað sig miðstétt eða ríkari.

Það er full ástæða til að ríghalda í bjartsýnina þótt veðrið breytist og múslímar haldi áfram að brytja hvern annan niður með vopnum sem þeir fá send frá Bandaríkjunum og Rússlandi.


mbl.is Varar við skelfilegum afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að líta okkur nær væri gaman ef fleiri landar okkar myndu stundum horfa á innlenda þætti ss. Landann og N4. Og sjá alla þá sem eru að vera og gera á jákvæðan hátt; njóta landsins, lífsins og tækifæranna.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2018 kl. 21:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir sem vinna að uppbyggilegum verkefnum og starfa í anda jákvæðni og hógværðar eru um leið ekki alltaf að trana sér fram og heimta athygli fjölmiðla. Aðrir - svo sem stjórnmálamenn og sumir háskólaprófessorar - telja sig geta upphafið sjálfa sig með því að tala niður til annarra og heimsins alls. Og þeir fá athyglina enda eru blaðamenn af þeirra sauðahúsi upp til hópa.

Geir Ágústsson, 17.10.2018 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband