Opið hlaðborð fyrir vini og bandamenn

Bragginn var og er opið hlaðborð fyrir vini og bandamenn meirihluta borgarstjórnar. 

Það er ýmislegt svona sem veldur því að stærsta sveitarfélag landsins safnar skuldum í blússandi góðæri í mestu mögulegu skattheimtu, og íbúarnir eru meðal þeirra óánægðustu í landinu með þjónustu sveitarfélags síns.

Bragginn er sennilega bara toppurinn á ísjakanum sem mun aldrei verða afhjúpaður. Menn skýla sér á bak við það að engar reglur segi þetta eða hitt í stað þess að stunda bara heiðarlega stjórnsýslu og hætta að einblína á hvað má eða ekki skv. lögum.

Hluti af ísjakanum er stofnun allskyns embætta og ráða sem veita vinum og bandamönnum öruggar tekjur djúpt í stjórnkerfi borgarinnar. Það verður ekki auðvelt að sópa því út.

Hluti af ísjakanum eru líka allskyns skýrslur um hitt og þetta, svo sem svona eða hinseginn strætó, á sérakreinum eða ekki. 

TodmobileHluti af ísjakanum eru líka allskyns ferðalög útvaldra einstaklinga til útlanda þar sem menn skoða allskyns framkvæmdir í stað þess að lesa sér bara til um þær á netinu.

Kjósendum ætlar ekki að ganga vel að losa sig við þessa innræktuðu vitleysu. Er það því að kenna að aðrir valkostir eru ekki eins líkamlega aðlaðandi og borgarstjóri að mati kjósenda eða luma margir kjósendur á gamalli andúð á tónlist Todmobile? Eða halda menn að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert enn verr, og ef svo er, á hvaða raunverulegu dæmum er sú skoðun byggð?


mbl.is Brotið gegn innkaupareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég hef sýnt fram á hér áður með hlekki á ársreikninga er Reykjavík ekki að safna skuldum. Þær hafa lækkað verulega á undanförnum árum. Rekstur borgarinnar á síðasta ári sýndi góðan hagnað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.10.2018 kl. 20:08

2 identicon

Opnara bókhald í rafrænu formi. Aksturspeningar þingmann snarlækkuðu þegar þeir urðu opinberir, t.d.

Höddi (IP-tala skráð) 19.10.2018 kl. 07:41

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það var ekki þessi hlekkur væntanlega:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/18/skuldir_i_borginni_aukast/

Menn að byggja alltof seint og þar með verður allt of dýrt.

En kannski er hægt að kreista mismuninn úr OR, sem getur þá enn síður fært niður gjaldskrár.

Rvk. er rekin á óheiðarlegan og ósjálfbæran hátt.

Geir Ágústsson, 19.10.2018 kl. 10:16

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Komdu endilega með þessa hlekki Ásmundur. Því það er ekki annað að sjá á því sem Geir bendir á en að skuldir borgarinnar hafi aukist um 60 milljarða síðan 2010. Það er lækkun í lagi!

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2018 kl. 15:36

5 identicon

Þorsteinn, ársreikningar borgarinnar eru aðgengilegir á vefsíðu borgarinnar. Þar kemur fram að heildarskuldir og skuldbindingar eru lægri 2017 en 2010 í krónum talið. Þegar leiðrétt hefur verið vegna verðlags er munurinn mjög mikill.

Skuldir borgarsjóðs, sem er aðeins hluti af skuldum borgarinnar, voru 184 milljarðar 2017 en voru 128 milljarðar 2010. Það er auðvitað fráleitt að bera saman upphæðir frá 2010 og 2017. Þegar leiðrétt hefur verið vegna verðlags er munurinn lítill.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2018 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband