Mánudagur, 15. október 2018
Hugmyndir að heimasíðum
Núna hefur einhver tekið sig til og gert skattaupplýsingar allra Íslendinga aðgengilegar á netinu (ekki er rétt að tala um tekjuupplýsingar).
Miklu grófari innrás í einkalíf fólks er varla hægt að hugsa sér, en þó get ég boðið upp á hugmyndir.
Hægt væri að setja upp myndavélar í öllum baðklefum sundlauga og íþróttahúsa og taka þar myndir af kynfærum fólks og setja á netið og gera aðgengilegar gegn greiðslu. Í tilviki kvenfólks þyrftu myndavélar sennilega að vera staðsettar í gólfinu til að ná sem bestum myndum.
Hið sama væri hægt að gera á hótelherbergjum. Þar er líka meiri von til að ná myndum af typpum í fullri reisn og setja á netið.
Síðan væri hægt að verða sér úti um myndir tannlækna af gini fólks og setja á netið. Hver hefur eitthvað á móti því að sýna umheiminum tannviðgerðina sína?
Sjúkrasögum fólks mætti koma á netið með einföldum hætti því þær eru nú þegar til á rafrænu formi. Þá getur enginn falið veikleika sína fyrir yfirvöldum og atvinnurekendum.
Úr því verið er að birta upplýsingar um greiðslu skatta ætti líka að birta upplýsingar um þá sem þiggja skattfé: Öryrkja, aldraða, barnafjölskyldur, skuldara, bændur, listamenn og alla opinbera starfsmenn.
Skattaupplýsingasíðan gæti verið fyrsta skrefið í átt að algjöru gegnsæi samfélagsins þar sem enginn fær að halda neinu út af fyrir sjálfan sig. Þannig má uppræta glæpi, draga úr tortryggni og fræða samborgara sína um sjálfan sig með einföldum og fljótlegum hætti. Með eða án samþykkis. Eða bara án samþykkis.
Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Athugasemdir
Það getur verið varasamt að gefa þessum snuðrurum hugmyndir. Aldrei að vita nema þeir taki upp á að framkvæma þær.
Ragnhildur Kolka, 15.10.2018 kl. 13:55
Upplýsingar um skattgreiðslur hér á Íslandi eru engan veginn einkamál hvers og eins.
Þessar upplýsingar hafa legið frammi á skattstofum hérlendis í nokkra daga á ári hverju.
Og í Noregi eru þessar upplýsingar á Netinu allt árið.
Þetta eru ekki myndir af kynfærum öfgahægrikarla og -kerlinga sem leikið hafa í klámmyndum.
Og stórmerkilegt að þessar greiðslur séu feimnismál.
Allir greiða skatta og allir þiggja einhvers konar bætur frá ríkinu, til að mynda húsnæðisbætur, og að lokum fá menn ellilífeyri frá ríkinu.
Alveg skelfilegt, allt saman.
Þorsteinn Briem, 15.10.2018 kl. 20:10
Steini,
Upplýsingar um skattgreiðslur eru eins og þú nefnir réttilega opinberar. Og þú nefnir Noreg - auðvitað. Ekki láta aðrir en Íslendingar og Norðmenn svona yfir sig ganga og því upplagt að nota Noreg sem fyrirmynd (Danmörk er varasamari fyrirmynd - áfengi í öllum verslunum og má nota lýsingarorð í efstastigi í auglýsingum!).
En hvernig væri að skola út bótalistann?
Geir Ágústsson, 15.10.2018 kl. 21:00
Annars eru skattgreiðslur sennilega ekkert feimnismál fyrir flesta. Ég hef t.d. nýlega séð marga ljósmóðirina segja frá launum sínum. En er ekki kurteisi að spurja fyrst og birta svo?
Geir Ágústsson, 15.10.2018 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.