Miðvikudagur, 10. október 2018
Jón Steinar og lektorinn
Þá er búið að kalla til leiks Jón Steinar Gunnlaugsson til að verja mál brottrekins lektors. Greyið Háskólinn í Reykjavík. Þetta er búið spil fyrir skólann. Sennilega þarf hann á endanum að greiða stórar skaðabætur nema hann falli á hnén og grátbiðji lektorinn um að snúa aftur.
Lektorinn sagði ekkert hræðilegt. Hann sagði nokkuð athyglisvert. Hann sagði að konur væru að troða sér inn á vinnustaði karlmanna og finna þeim síðan allt til foráttu. Það er engin lygi. Nú er orðið "troða" kannski ekki við hæfi - konur eru einfaldlega byrjaðar að mennta sig í meiri mæli til læknis, verkfræðings, vélvirkja og flugmanns. Það er frábært. En það þýðir ekki að ætlast til þess að vinnustaður einhvers hóps aðlagi sig að smekk og tilfinningum eins einstaklings og gera það í einum hvínandi hvelli. Ég er ekki að meina að einelti eða áreiti eigi að viðgangast. Ég er að meina að ef vinnustaður nokkur er þekktur fyrir prumpubrandarana sína þá á sá sem þolir ekki slíka brandara kannski að sækja um vinnu annars staðar eða smátt og smátt að skipta þeim bröndurum út fyrir Hafnarfjarðarbrandara. Svo einfalt er það.
Nú er ég sjálfur að vinna í fyrirtæki þar sem meirihluti starfsmanna eru karlmenn: Verkfræðingar, verkefnastjórar, vélfræðingar, verkamenn og þess háttar. Í minni deild er sá meirihluti enn frekar yfirgnæfandi (verkfræðideildin). Kvenmenn minnar deildar gætu ekki þrifist þar ef þeir væru einhverjar teprur. Þó er enginn að uppnefna þær eða blóta í sand og ösku. Þvert á móti. Þær njóta mikillar virðingar - jafnvel lotningar. Þetta eru töffarar sem sanna sig með verkum sínum en ekki með því að kvarta og kveina. Ég þekki samt nokkra kvenmenn sem gætu ekki unnið í minni deild í meira en nokkra daga áður en þeir væru roknir á dyr, öskubrjálaðir og auðvitað sármóðgaðir og búnar að kæra hvern einasta samstarfsmann fyrir einhvern nútímaglæpinn (að hafa sagt eitthvað rangt, nefnt eitthvað óviðeigandi, tjáð sig örlítið ónærgætið osfrv).
Kannski var lektorinn að meina þetta þótt hann hafi svo sagt að hann hefði ekkert upp á kvenkyns samstarfsfólk sitt að klaga. Kannski á hann vini sem vinna á bifvélaverkstæði þar sem kvenmaður nokkur sótti um starf - og fékk - til þess eins að geta móðgast sem mest. Kannski átti lektorinn samstarfsfélaga fyrir einhverjum árum sem útrýmdi öllum myndrænum dagatölum í stað þess að setja bara upp eitt slíkt að sínu skapi.
Það er rétt að kvenfólk sækir nú í auknum mæli inn á vinnustaði karlmanna. Það er frábært, en bara á meðan fólk ætlast ekki til þess að sólin skíni bara af því maður fór út á sundskýlunni einum fata.
HR komi skoðanir lektors ekki við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook
Athugasemdir
Mannauðsstýra HR er kannski vanhæf til að dæma í þessu máli þar sem hún er kona. Hélt annars að það platnám væri diploma uppá það hvernig á og má reka og ráða fólk. Hún hefur sennilega misst af einhverjum tíma þar blessunin.
Mér finnst þetta satt að segja byrjað að líkjast einhverri spegilmynd af saudi arabíu allt saman.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2018 kl. 17:42
Góður og skemmtilega skrifaður pistill
Jón Valur Jensson, 10.10.2018 kl. 17:55
Athyglisvert að lektorinn var ekki rekinn fyrir háttalag á vinnustað, þ.e. Háskólanum í Reykjavík. Heldur fyrir það að gantast í vinahópi á samfélagsmiðli, alls óháðum vinnustaðnum. Hvert erum við eiginlega komin í pempíuhættinum?
Kolbrún Hilmars, 10.10.2018 kl. 18:32
Tortryggnum reyfara unnanda gæti hæglega dottið til hugar, að rót brottreksturs Kristinns mætti í raun og veru rekja til þekktrar baráttu hans gegn tálmun og að einhver ónafngreind(ur) tálmari hafi einungis beðið rétta tækifærisins til að negla hann.
Jónatan Karlsson, 10.10.2018 kl. 21:24
Ég hlustaði á viðtal við Kristinn lektor á Sögu. Fróðlegt. Mæli með að hlustað sé á það.
http://utvarpsaga.is/uppsognin-var-gridarlegt-afall/
Ágúst H Bjarnason, 10.10.2018 kl. 23:47
Jón Steinar Gunnlaugsson í hringinn,það verður rot eða rotkel fyrir lektor.
Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2018 kl. 02:06
það er ekki til það málefni þar sem farið er offari. Þetta á líka við um kvennabaráttuna. Auðvitað á bara að fara eftir mannkostum og hæfileikum þegar ráða á starfsfólk- ekki kynferði.Konur eiga ekki að hafa forgang. Þetta er hárrétt að konur hafa verið að bola karlmönnum í burtu. Ef það er aulýst eftir starfsfólki og kona er í hópnum er það næsta víst að hún kærir til jafnréttisstofu ef hún fær ekki stöðuna. Ég hef aldrei séð karlmann kæra ef kona er tekin fram fyrir hann. Og reyndar er það svo að konur sækja síður í iðnaðarstörf og þau sem eru minna virði. Þar eru karlmenn í miklum meirihluta og ekkert kvartað yfir því að skipting starfsmanna sé ekki jöfn milli kynja. Hann er kyndugur kýrhausinn.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 12.10.2018 kl. 13:37
Þær konur sem láta ykkur karlremburnar komast upp með fyrirlitningu og dónaskap eru ekki töffarar og þær sem láta ekki bjóða sér þannig framkomu ekki teprur. Hrifning þín á undirlægjunum er sú sama og þrælahaldarans sem er ánægður með þrælinn sem ekki kvartar og tekur þátt í refsingum á hinum þrælunum. En við hverju er að búast frá verkfræðingi, það er ekki eins og þeir vaði í vitinu, fallistar úr guðfræði sem pissa upp í vindinn.
Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2018 kl. 16:40
Ekki er ÉG "fallisti úr guðfræði", fekk þar mjög góða 1. einkunn.
Jón Valur Jensson, 12.10.2018 kl. 19:24
Guðfræðin er ruslakista fyrir þá sem hvorki geta lært né hugsað. Allir sem geta skammarlaust hneppt skyrtu ná. Jón Valur er prýðis gott dæmi.
Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2018 kl. 19:49
Vagn,
Þú ert óheppinn að hafa ekki kynnst kvenkyns samstarfsfélögum mínum. Þú uppnefnir þá en ég dýrka þá. Þær eru kannski heppnar að þurfa ekki að kynnast þér.
Geir Ágústsson, 12.10.2018 kl. 20:14
Vagn er gunga sem þorir ekki að koma fram undir nafni.
Alltaf auðvelt fyrir slíka vesalinga að vega að mönnum úr launsátri.
Og sjálfan sig dæmir hann harðast, þegar hann í barnaskap dæmir hér akademíska fræðigrein úr leik sem ómerkilega, megingreinar jafnt sem hliðargreinar hennar. Ekki er það heldur "Vagni" til frægðar að gera með þessum hætti lítið úr guðfræðingum fyrr og síðar, mönnum sem m.a. voru einna mestir burðarmenn íslenzkrar menningar, eins og ótal dæmi sanna, mikilvægir í ungdómsfræðslu og gáfu með margvíslegum hætti mikið af sér fyrir samfélagið, eins og sést m.a. af samantekt í Skírni um presta á Alþingi eftir Bergstein heitinn Jónsson sagnfræðing.
Jón Valur Jensson, 12.10.2018 kl. 23:18
Eins og ég sagði, prýðis gott dæmi. En þetta með færnina í að hneppa skyrtu gæti verið ofmat.
Og Geir, það er satt að ég þekki ekki samstarfsmenn þína. En ég hef kynnst fjöldanum öllum af konum sem vinna sína vinnu og eru ekki með nein vandræði þegar þeim er sýndur dónaskapur og lítilsvirðing. Það vekur víst aðdáun þína og þú telur þær heppnar sem fá notið karlrembu þinnar. Já, lífið er körlum gott þar sem konur kunna að þegja og ekkert tillit þarf að taka til þeirra.
Vagn (IP-tala skráð) 13.10.2018 kl. 01:00
Það sýnir enginn þessum kvenmönnum dónaskap. Uvernig reiknast þér það til? Talaðu við kvenkyns vwrkfræðinga, flugmenn, verkefnastjóra og vélvirkja. Ég er viss um þeir skemmti sér allir mjög vel.
Geir Ágústsson, 13.10.2018 kl. 08:03
Ég hef ekkert nema gott eitt að segja um konur á vinnumarkaðinum. Hef kynnst nokkrum gegnum mitt starf og undantekningarlítið hafa þær staðið sig jafn vel og karlmennirnir og jafn vel betur. Margur heldur mig sig ,Vagn ,og þegar þú talar af lítisvirðingu um meinta kvenfyrirlitningu annara hitti þú kannski sjálfan þig fyrir- bara á öðru sviði. Ég sé hér að ofan að þú setur ofan við guðfræðinám Jóns Vals. Ég get ekki séð að það sé neitt ómerkilegra en annað nám. Eina sem ég vil kannski setja út á er að það er sennilega ekki markaður fyrir þessa kunnáttu hér í fámenninu, svo sennilegra er að guðfræðingar ( og fleiri stéttir) sæki nám sitt erlendis.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2018 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.