Verðmætamaskínan

Íslenskur sjávarútvegur er verðmætamaskína. Ár eftir ár dælir hann milljörðum inn í landið sem eiga stóran þátt í því að halda uppi lífskjörum á Íslandi. 

Þetta gerist þrátt fyrir að sjávarútvegurinn sé skattlagður miklu meira en annar iðnaður og greiðir að jafnaði lægri arðgreiðslur en fyrirtæki í öðrum greinum.

Þetta gerist þrátt fyrir þær endalausu hömlur sem yfirvöld setja á ajávarútveginn í formi ágiskana á veiðiþoli stofna og lokun svæða.

Ástæða velgengni sjávarútvegsins er að hann hefur þrátt fyrir allt fengið stöðugt rekstrarumhverfi. Það er eina leiðin til að byggja upp til framtíðar. Í sjávarútveginum starfar stór hópur sérfræðinga sem ákveða hvað á að veiða og hvenær og hvernig, hvaða fjárfestingar þarf að fara út í til að auka afköst og hvaða tækni þarf að þróa til að gera betur. Trillukallinn með besta nef í heimi til að þefa uppi þorsk í sjó en fyrir skipulagðar veiðar allan ársins hring þarf gögn, tæki, tækni, fjárfestingar og vel þjálfað starfsfólk.

Það er í tísku að ráðast á sjávarútveginn og auðvitað má gagnrýna hann fyrir eitt og annað, en hann skilar sínu. Ferðamenn koma og fara og eyða stundum miklu og stundum litlu. Það er framleiðsla raunverulegra verðmæta sem mun fleyta Íslandi í gegnum næstu alheimskreppu, sem verður svæsin. Gleymum því ekki.


mbl.is Heiðrún svarar Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 13.10.2018 kl. 16:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 13.10.2018 kl. 16:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mars 2015:

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 13.10.2018 kl. 16:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 13.10.2018 kl. 17:04

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Já en, hvað ef ferðamennirnir hætta að koma?

Til dæmis af því að:
- Landið þeirra fór á hausinn og enginn á peninga
- Allir vilja allt í einu fara til Noregs eða Færeyja eða Grænlands
- 5000 króna hamborgararnir misbjóða fleirum og fleirum
- Íslensk flugfélög þurfa að fækka áfangastöðum til að einblína á arðbærustu leiðirnar til að borga niður skuldir
- Starfsgreinasambandið fær sínu framgengt og setur af stað launahækkanahrinu sem blæs samkeppnishæfni Íslands út af kortinu?

Er það þá nokkrum í hag að hafa vegið svo harkalega að sjávarútvegnum að hann hættir að borga stóru reikningana?

Geir Ágústsson, 13.10.2018 kl. 18:23

8 Smámynd: Starbuck

Kjararáð og hálaunafólk eru þegar búin að koma af stað launahækkanahrinu.

Starbuck, 13.10.2018 kl. 23:19

9 identicon

Rétt hjá Starbuck að kjararáð og aðrir hálaunaðir ríkisstarsmenn hafa gengið á undan, og kafað ofan í vasana hjá okkur hinum, og stolið sér meira en þeir hafa stolið áður.

Nú, eina leiðin til að leiðrétta þetta, er að leggja á sérstakan auðlegðarskatt á ríkisstarfsmenn. 
Að starfa í öruggu starfsumhverfi hjá ríkinu, skammta sér laun og tryggja sér bitlinga og frábær eftirlaun, er auðlegð sem aðrir hafa ekki aðgang að. Því ber að skattleggja þetta sérstaklega.

Auðvitað þarf að hafa sérstakt eftirlit með þessu fólki, og stofna ber sérstakt embætti auðlegðareftirlits, sem m.a. gæti sett upp myndavélar á starfsstöðvum hinna opinberu starfsmanna, sem nota má til að kanna ólöglegt brottkast á vinnustundum.

P.s.
Sjávarútvegur á Íslandi er hátækniiðnaður, sem skilar þjóðarbúinu gríðarlegar tekjur. Sjávarútvegur á Íslandi er eini útvegur í OECD sem ekki niðurgreiðir fiskveiðar og vinnslu. Hið gerspillta ESB greiðir niður fiskveiðar og vinnslu allt frá 50% af aflaverðmæti, og upp í mörg hundruð prósent.

Ferðaþjónusta er láglaunaiðnaður, subbulegur, mengandi og skemmandi fyrir náttúru Íslands. Úthýsa þarf þessum viðbjóðslega massatúrisma, sem við höfum nákvæmlega ekkert að gera við.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.10.2018 kl. 01:31

10 identicon

Hér kom allt í einu makríll í miklu magni jafnvel inn í höfnum landsins. Skilaboðin frá ESB voru þá skýr - ESB á makrílin og íslendingar mega ekki veiða hann, þegar við þetta bættist karfan um að borga skuldir óreiðumann vegna icesave ásamt blessun guðs. Þá vildi almenningur ekki í ESB þó áfengiímatvörugbúðaflkokkurinn telji það lina timburmannaeinkenni þess að berja höfðinu við steininn.

Grímur (IP-tala skráð) 14.10.2018 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband