Maðurinn sem reisti verksmiðju

Einu sinni hafði maður reist verksmiðju á landi sínu sem var fjarri öllum húsum og landbúnaði. Hann notaði kol til að knýja hana áfram. Reykháfurinn dældi skítugu ryki yfir allt land mannsins og eiturefni láku niður í grunnvatnið. Þó var enginn af nálægum landeigendum fyrir ryki né grunnvatnseitrun. Enginn varð fyrir eignaspjöllum annar en verksmiðjueigandinn. Ekki var brotið á rétti neins. 

En þetta er ekki algeng saga, heldur sú sem nú fylgir:

Maður keypti land í nágrenni við landbúnað og þorp. Hann reisti verksmiðju og notaði kol til að knýja hana. Svart rykið lagðist á nálæga akra og húsþök. Þessi maðurinn var dreginn fyrir dómstóla fyrir eignaspjöll sín og gert að stöðva þau og enn frekar að borga skaðabætur. Manninum var sagt að ef hann ætlaði sér að halda rekstri verksmiðjunnar áfram yrði hann að gera það með hætti sem ylli ekki eignaspjöllum og heilsufarsbresti nágranna hans. Hann kinkaði auðmjúkur kolli og sá fram á flókið verk að sameina iðnað og hreinlæti, en taldi það þó ekki ómögulegt verkefni.

Dómarinn var um það bil að framkvæma hamarshöggið þegar maður þýtur inn í dómsalinn:

"Ekki kveða upp úrskurðinn! Það eru komin ný lög! Það má núna dæla skít yfir eignir annarra! Iðnaður er talinn mikilvægari en eignarétturinn!"

Verksmiðjueigandinn var alsæll og aðrir í svipaðri stöðu. Iðnaður blómstraði vissulega en svart sót eyðilagði landbúnað, heilsu almennings og húseignir allra. Verksmiðjueigendur lögðu ekki á sig að finna upp leiðir til að virða eignarrétt annarra. Þeir þurftu þess ekki. Yfirvöld sveigðu af leið til að iðnaður gæti vaxið sem hraðast.

Þetta er ekki saga af laxeldi í sjó, heldur iðnbyltingunni hvar sem hún hefur skotið upp kollinum. En erum við kannski að endurtaka söguna?


mbl.is Kynnti frumvarp um laxeldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Hvar dettur þér í hug að séu notuð kol árið 2018 ? - Og hvaða fáviti myndi leyfa það ef svo væri ??

Már Elíson, 8.10.2018 kl. 15:59

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvar eru notuð kol árið 2018, spyr maðurinn.

Í Póllandi, í Bretlandi, Frakklandi... fleiri stöðum.  Sumum jafnvel utan Evrópu.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2018 kl. 18:17

3 identicon

Kísilverksmiðjurnar í Helguvík og á Bakka nota kol við framleiðsluna. Einnig járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 18:32

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú var sagan mín kannski meira ætluð sem myndlíking með sögulegri tilvísun.

Það er ýmislegt sem fylgir laxeldi í fjörðum ("sótið"), svo sem úrgangur sem fellur til á hafsbotn og ýmis efni sem menn nota til að stjórna sjúkdómum. Óbeinar afleiðingar er svo kynblöndun við villta stofna og jafnvel útrýming þeirra og smitsjúkdómar í lífríkið.

Kannski ættu menn að athuga hvers konar skaðabótaskylda gæti átt við ef veiðibændur sjá að eignir þeirra eru að rýrna í gæðum og verði, eða hvaða tryggingar ættu að tilheyra laxeldi í fjörðum.  

Geir Ágústsson, 8.10.2018 kl. 18:45

5 identicon

Fyrir einhverjum árum var ég á ferð og gisti á fínu tjaldsvæði við Mývatn. Á þaki bílsins var sjókajak mér var tjáð að ef ég hyggðist reyna að róa á Mývatni þá yrði ég umsvifalaust dregin fyrir dómara sakaður um að dreifa smitsjúkdómum í Mývatn. Slíkaa rökleysu og yfirgang er nú verið að nota til að stöðva fiskeldið

Grímur (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 19:50

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er áhugaverð samlíking. Og það er skemmtilegt að velta fyrir sér hvaða áhrif sterkari eignarréttur hefði haft á iðnbyltinguna.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2018 kl. 14:08

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það er erfitt að segja en hér er einn spádómur um fortíðina (ef svo má segja):

"The point is that this is precisely the way that the courts ruled on air pollution—pollution which is far more damaging to all of us than trampling on lawns. In this way, the government gave the green light, from the very start, to a polluting technology. It is no wonder then that this is precisely the kind of technology we have. The only remedy is to force the polluting invaders to stop their invasion, and thereby to redirect technology into nonpolluting or even antipolluting channels."

For a New Liberty: The Libertarian Manifesto, bls. 323

Mæli svo sterklega með kaflanum um Pollution (frá bls. 317). Hann vekur til umhugsunar!

Eftir 200 ár að hafa rudd veginn fyrir loftmengun reyna nú yfirvöld af veikum mætti að snúa þeirri þróun við. Nema um tíma var sótið úr dísel-bílum sérstaklega verðlaunað en á núna að refsa fyrir. Það er glapræði að treysta ríkisvaldinu fyrir loftgæðunum.

Geir Ágústsson, 10.10.2018 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband