Biluð klukka hefur stundum rétt fyrir sér

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er eins og biluð klukka. Það sem hann segir stenst yfirleitt ekki, en einu sinni á 12 tíma fresti hefur hann samt rétt fyrir sér. Og hann hefur rétt fyrir sér þegar hann afhjúpar fáránleikann í því að vera sekur við það eitt að vera ásakaður um eitthvað. Nú eða meðhöndlaður eins og sakamaður án þess að hafa fengið sín réttarhöld. Það er glatað.

Segjum sem svo að konu sé nauðgað. Það er hræðilegt. Hún fer í gegnum sársaukafullar læknisskoðanir og réttarhöld. Nauðgarinn er dæmdur sekur. Réttlætinu er fullnægt. Það var erfitt en réttlætið er ekki ókeypis.

Segjum nú sem svo að konu sé ekki nauðgað en hún ásakar mann um að hafa nauðgað sér til að koma á hann höggi. Hún fer í viðtöl hjá öllum fjölmiðlum. Hún fær stuðning á samfélagsmiðlum. Líður að réttarhöldum. Lögreglan fer að leita sannana. Hún finnur engar. Sá sem var ásakaður er Å›ýknaður en mannorð hans er í rúst. 

Hvað gerist? Jú, ásakanir um nauðgun fá á sig fyrirvara frá fólki. Fólk fer að efast um að fórnarlömb nauðgana séu að segja satt. Er eitthvað annað að baki? Hvað er það? Er þetta athyglissjúklingur? Pólitískur andstæðingur? Ofan á sársaukann við að leita réttlætisins bætist dómharka samfélagsins, og samfélagsmiðlasíður fórnarlambsins fyllast af leiðinlegum athugasemdum. 

Það blasir við að það eru fleiri en fórnarlömb nauðgana sem eru að ásaka hinn og þennan um að hafa misnotað sig kynferðislega. Það er í tísku að ásaka mann og annan um að hafa gert eitthvað af sér. Auðvitað bitnar það á hinum ýmsu karlmönnum, en fyrst og fremst bitnar svona andrúmsloft á raunverulegum fórnarlömbum nauðgara.

Sumir segja #metoo og eiga fyllilega skilið hrós fyrir hugrekkið. Aðrir segja #metoo og eiga skilið skammir fyrir athyglissýkina.

 


mbl.is Trump hæddi Ford opinberlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Magnað líka hvernig hún undirbjó þetta með margra ára fyrirvara í viðtölum við Sálfræðing. 

Jón Bjarni, 3.10.2018 kl. 12:37

2 identicon

Blasey Ford, hin umrædda kona, er sálfræðingur sjálf. 
Hún hefur ekki lagt fram nein gögn um meinta meðferð hjá öðrum sálfræðingi þar sem hún á að hafa rætt meinta nauðgun. Hún viðurkennir hinsvegar að hafa ekki talað um hæstarréttardómarann væntanlega.
Hún neitar reyndar að leggja fram gögn um meinta sálfræðimeðferð, og því er ekki hægt að taka mark á þessum þætti.

Önnur atriði í framburði hennar er jafn vafasöm, og sumt af því gæti jafnvel orðið til þess að hún hljóti dóm fyrir að hafa logið fyrir þingnefnd.

En þetta stoppar ekki #metoo skrílinn. eða aðra vinstrimenn.
Réttaröryggi er í hættu, og eina leiðin til að stöðva þessar fáránlegu nornaveiðar, er að fara að dæma þá til refsingar, sem kasta fram fullyrðingum opinberlega án þess að rannsókn þar til bærra yfirvalda hafi farið fram.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.10.2018 kl. 14:21

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir með Hilmari hér að ofan.  Svona alvarlegar (persónulegar) ásakanir eiga aldrei að birtast opinberlega fyrr en "þar til bær yfirvöld" hafa farið yfir málið og hafa svo óyggjandi sannanir fyrir sekt að málið eigi erindi fyrir dómstóla.

Kolbrún Hilmars, 3.10.2018 kl. 15:40

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Öldungardeildarþingmaðurinn Díane Feinstein sat á upplýsingunum í meira en sex vikur. Hefðu þær komið fram strax hefði verið hægt að sannreyna ásakanirnar án þess að Dr. Ford þyrfti að koma fram. Feinstein minntist ekkert á þessar ásakanir þegar hún yfirheyrði Kavanaugh fyrir nefndinni. Þeim var svo lekið þegar allt var komið í tímaþröng. 

Þessar ásakanir og meðhöndlun þeirra er eitt alsherjar loddaraspil sem sýnir hversu langt demókratar eru tilbúnir að ganga - jafnvel eyðileggja mannorð manna til að vinna pólitíska sigra.

FBI á að skila umsögn sinni í kvöld. Verður fróðlegt að heyra niðurstöðuna.

Ragnhildur Kolka, 3.10.2018 kl. 15:56

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

[Ó]holt og vont að sjá hvernig hægri konur nú keppast við að draga úr mögulegri nauðgun og gera lítíð út kynsystrum sínum þegar jafn alvarlegar ásakanir koma fram, í ást sinni á trúðnum Trump. Öðruvísi mér áður brá.

Þeir sem hafa kynnt sér málin , hlýtt á framburð téðar Ford og heyrt skýringar og mat þeirra sem hafa vit á slíkum hlutum, þá eru allir fagaðilar [BBC World] sem rætt hefur verið við sammála um að framburður Ford sé ekki vafa undirorpinn. 

Greinilegt að þið sömu konur hafið mikla reynslu á nauðgunarmálum. 

Verði ykkur sömu að góðu, með mögulegan kynferðsbrotamann og drykkjusvola sem hæstaréttadómara í USA. Augljóslega nær pólitíkin yfir allt hjá þessum sömu konum, enda væntanlega stuðningskonur þeirrar ákvörðunar að skipa hér dómara í Landsrétt út frá stjórnmálaskoðunum.

Skömmin er ykkar, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.10.2018 kl. 16:52

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigfús,

Hvenær á ásökun frá aðila A að leiða til afleiðinga fyrir aðila B? Uns sekt er sönnuð? Eða þegar það hentar pólitískum andstæðingum aðila B?

Geir Ágústsson, 3.10.2018 kl. 16:56

7 identicon

Svona hefur mál Ford sálfræðings og Kavanaugh dómara gengið fyrir sig.

1. Blasey Ford valdi sér lögfræðing í samráði við Diane Feinstein, þingmann demókrata í öldunardeildinni.
2. Diana Feinstein sagði nefndarmönnum repúblikana ekki frá ásökunum Ford, heldur lét leka málinu til Washington Post, sex vikum eftir að hún sagðist hafa fengið upplýsingarnar.
3. Með því að leka upplýsingunum eftir að nefndin hafði haldið hefðbundnar yfirheyrslur yfir dómaranum, tóks henni að búa til drullustorm sem enn stendur yfir.
4. Engin vitni staðfesta sögu Ford, þvert á móti.
5. Framburður Ford er flöktandi og óáreiðanlegur, og man hún fátt, nema það sem hún telur koma dómaranum illa, þrátt fyrir að vera meðhöfundur að grein um hvernig skal kalla fram gleymdar minningar.
6. Ford hefur að virðist logið til um margt, og er það fullyrt af fyrrum sambýlismanni.

Allt ofangreint er staðfest, að því undanskyldu hver lak upplýsingum til WP (2). Engum öðrum en Feinstein og Anna Eshoo (fulltrúadeild) þingmönnum demókrata er til að dreifa.

Nú þegar málinu er u.þ.b. að ljúka, þá kemur fram Cory Booker, annar þingmaður demókrata í öldungardeildinni, sem beitti sér hvað harðast gegn dómaranum, og segir að Trump eigi að draga tilnefninguna til baka, hvort sem dómarinn er sekur eða saklaus.

Þar með er það staðfest að þetta drullufestival vinstrimanna í Bandaríkjunum, í nafni #metoo, er pólitískt mannorðsmorð að yfirlögðu ráði.

Þar með er #metoo dautt í Bandaríkjunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.10.2018 kl. 17:11

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skil ekki alveg hvað Sigfús á við.  Þurfum við konur að stimplast sem "hægri" þótt við viljum að karlpeningur okkar njóti réttlætis?
Væri jafnvel sjálf til í að verja þig Sigfús og láta þig njóta vafans ef þörf krefði. Það gerði ég fyrir margt löngu fyrir mér ókunnan mann í Lúkasmálinu og fékk bágt fyrir. En tel ekki eftir mér að gera slíkt aftur - og aftur, ef mér sýnist svo.

Kolbrún Hilmars, 3.10.2018 kl. 17:17

9 Smámynd: Örn Einar Hansen

Magnað, vel skrifað.

Örn Einar Hansen, 3.10.2018 kl. 19:21

10 identicon

Auðvitað hefur dr. Ford rétt fyrir sér. Það var samdómaálit flestra að málflutningur hennar hefði verið mjög trúverðugur. Meira að segja taldi Trump hana mjög trúverðuga og sagði hana vera "very fine woman". Hún hefði ekki lagt þessi ósköp á sig nema vegna þess að hún taldi það borgaralega skyldu sína að segja frá reynslu sinni.

Kavanaugh hefur hins vegar eiðsvarinn ítrekað orðið uppvís að lygum. Td sagði hann aðra sem voru viðstaddir í húsinu, þegar meint nauðgunartilraun fór fram, hafa neitað því að þetta hafi gerst. Þeir sögðust ekki muna eftir því, sem er allt annað mál, og er ekkert skrítið eftir 36 ár. Aðeins einn þeirra var vitni að atburðinum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.10.2018 kl. 14:09

11 Smámynd: Már Elíson

"En þetta stoppar ekki #metoo skrílinn. eða aðra vinstrimenn..."   Segir Hilmar.... (?)

"Skil ekki alveg hvað Sigfús á við.  Þurfum við konur að stimplast sem "hægri" þótt við viljum að karlpeningur okkar (!)njóti réttlætis..?.."  Segir yfirlýst "hægri" konan Kolbrún Hilmars...(?)

Hvílíkt fíaskó, kvenfyrirlitning og mannvonska hjá þessu auma bloggliði. Svei því ! 

Már Elíson, 5.10.2018 kl. 23:22

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessu ómaklega innleggi Más hér að ofan verð ég að svara!  Þó ekki sé með öðru en að minna á að ég var á framboðslista Regnbogans árið 2013 (sem reyndar náði ekki fulltrúa á þing) en að því framboði stóð ekki HÆGRA fólk!  En ég reyni að fara ekki í pólitískt manngreinarálit; ef það gerir mig að "yfirlýstri hægri konu" þykir það mér það aðeins hægrinu til sóma.

Kolbrún Hilmars, 6.10.2018 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband