Andskotans lýðræði og heimskir kjósendur

Lýðræði má skilgreina á mjög nútímalegan hátt sem svo:

Að réttir kjósendur mæti í kjörklefann og kjósi til valda rétta fólkið.

Með því að setja fram þessa skilgreiningu er ég alls ekki að verja embættisfærslur Bandaríkjaforseta eða lýsa yfir stuðningi við hann eða lofsama persónuleika hans, lundarfar og greind.

Ég er bara að skilgreina gamalt hugtak á nútímalegri hátt sem endurspeglar betur opinbera umræðu.


mbl.is Er ekki óþekkti embættismaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bull.

Ef Trump þarf að víkja er það vegna þess að hann hefur brotið af sér. Forsetar eru ekki hafnir yfir lög. Auk þess er það hluti af lýðræðinu að hægt er að lýsa yfir vantrausti á lýðræðiskjörna fulltrúa þar á meðal forseta sem verða þá víkja að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Annars hefur Trump ekki meirihluta atkvæða á bakvið sig. Hillary fékk mun meira.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.9.2018 kl. 18:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta með meirihluta atkvæða hefur lengi vafist fyrir andstæðingum ákveðinna kosningakerfa, þ.e. ef rangur maður er kjörinn.

Dæmi 1:

http://andriki.is/2002/05/28/thridjudagur-28-mai-2002/

Dæmi 2: 

https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170329T151033.html

Geir Ágústsson, 6.9.2018 kl. 19:13

3 Smámynd: Geir Ágústsson

En já, ef menn finna löglegar leiðir til að losna við Trump og koma í staðinn varaforseta hans í stól forseta þá bara gangi þeim vel. 

Ég bíð svo spenntur eftir kosningum þar sem sigur er unninn samkvæmt reglum kosningakerfisins en þar sem sigurvegarinn afsalar sér sigrinum af því eitthvað allt annað en sjálft kosningakerfið á að vega meira.

Geir Ágústsson, 6.9.2018 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband