Föstudagur, 31. ágúst 2018
Fjölmenning og velferðarkerfið
Geta ólíkir hópar fólks búið saman í sátt og samlyndi? Er hægt að halda uppi friðsælu samfélagi mismunandi trúarbragða, siða, venja og kynþátta?
Já auðvitað.
Það er bara ekki hægt á meðan umfangsmikið velferðarkerfi er starfrækt.
Fjölmenningarsamfélag þarf að vera samfélag og samstarf hópa sem lifa af eigin verðmætasköpun en ekki annarra. Vandamálin byrja að hrannast upp þegar það er hægt að nota hið opinbera til að berja á öðrum hópum, siðum, trúarbrögðum og kynþáttum.
Það má ekki lokka valdagráðuga ofstækismenn úr holum sínum með tælandi völdum umsvifamikils opinbers valds. Þetta ættu andstæðingar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að hafa lært núna. Þeir fögnuðu hverri einustu útþenslu Obama á alríkisvaldinu og gráta nú yfir því að öll þessi völd séu komin í hendur manns sem að þeirra mati er rangur maður í stól forseta. Ef Trump hefði tekið við litlu og mjóu ríkisvaldi gæti hann ekki gert mjög mikið af sér.
Leggjum niður velferðarkerfið, lækkum skatta og gerum aðstoð við náungann að raunverulegu góðverki, en ekki bara heimtufrekju á kostnað annarra með það markmið fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig.
Langflottasti gyðingurinn í sturtuklefanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
9.8.2012:
"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.
Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.
Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.
Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland. Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.
Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.
Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.
Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.
Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.
Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu? Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?
Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."
Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands
Þorsteinn Briem, 31.8.2018 kl. 10:18
Bandaríkin eru mesta innflytjendaland heimsins, byggt af öllum þjóðum veraldarinnar, einnig frá múslímaríkjunum.
Og bandaríska þjóðin er fjölmenningarsamfélag.
Þorsteinn Briem, 31.8.2018 kl. 10:22
Top 10 countries with the largest total number of immigrants:
United States – 46,627,102 (14.3% of country total and 19.8% of world total)
Germany – 12,005,690 (14.9% of country total and 4.9% of world total)
Russia – 11,643,276 (7.7% of country total and 4.8% of global total)
Saudi Arabia – 9,060,433 (31.4% of country total and 3.9% of world total)
United Kingdom – 8,543,120 (11.3% of country total and 3.7% of world total)
United Arab Emirates – 7,826,981 (83.7% of country total and 3.4% of world total)
France – 7,784,418 (11.1% of country total and 3.1% of world total)
Canada – 7,284,069 (20.7% of country total and 3.1% of world total)
Australia – 6,763,663 (27.7% of country total and 2.8% of world total)
Spain – 5,852,953 (14% of country total and 2.8% of world total)
Þorsteinn Briem, 31.8.2018 kl. 10:25
Það ber að fara varlega með múslímana. Þeir vilja ekki bara "trúfrelsi" eins og við skiljum orðið. Þeirra trú er heilt pólitískt kerfi sem nær ekki bara yfir þá sjálfa heldur líka "trúleysingjana".
Með öðrum orðum: Múslími lítur á þitt trúleysi sem vandamál sem hann þarf að leysa, með góðu eða illu.
Múslímar eru auðvitað gott fólk og allt það en þeir mega aldrei komast í meirihluta eða lykilstöðu í stjórnmálum. Það út af fyrir sig er mjög sterk röksemdarfærsla fyrir því að halda ríkisvaldinu litlu og mjóu.
Geir Ágústsson, 31.8.2018 kl. 13:06
Annars grunar mig að Stefán Ólafsson hafi gleymt tryggingagjaldinu og ekki tekið með í reikninginn alla aukaskattana á útgerðina.
Geir Ágústsson, 31.8.2018 kl. 13:07
Blessaður Geir.
Fór að lesa blogg eftir nokkurt hlé, og að sjálfsögðu þá byrja ég á að lesa pistla þína, og það gleður mig að þú skulir vera vel virkur núna. Það er öllum hollt og gott að lesa rök þín og sjónarmið.
En erindið var nú samt það að eftir að ég las fyrirsögn þína og fyrstu þrjár málsgreinar, þá flaug sú hugsun um huga mér, að þú hefðir kannski aldrei lesið mannkynsöguna þegar þú varst í skóla, enda sagan lengi hornreka í íslensku skólakerfi.
Og þegar ég hélt áfram að lesa, þá varð sú hugsun áleitnari.
Svo ég varð að spyrja og geri það hér með.
Er sagan þér ókunnug bók??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2018 kl. 16:44
Sæll Ómar,
Þú skýtur með haglabyssu og vonar að þú hittir á veikan blett hjá mér.
Ég skal taka undir að sagan er hornreka í skólakerfinu.
Til dæmis var ekki sagt mikið frá því hvernig uppruni íslam leiddi til útrýmingar eða ánauðar stórra hópa fólks annarra trúarbragða.
Til dæmis var ekki fjallað um örlög þeirra tugmilljóna þræla sem múslímar skófluðu inn í Miðausturlönd og er ekki vottur af í dag. Eða hvar eru afkomendur svörtu þræla múslíma í Miðausturlöndum?
Til dæmis var ekki fjallað um krossferðirnar sem gagnrárás. Miklu frekar fékk maður í tilfinninguna að þær væru árás kristinna á múslíma, án ögrunar.
Til dæmis var ekki fjallað um þau svæði sem tóku inn múslíma í hinu mesta umburðarlyndi, en enduðu svo á að krjúpa fyrir Allah, með góðu eða illu, þegar múslímarnir höfðu náð völdum.
Hvaða sögu last þú?
Geir Ágústsson, 31.8.2018 kl. 19:15
He, he Geir, er ekki með byssuleyfi og skýt því ekki úr byssum, alveg satt.
Annars athyglisverðar spurningar sem menn oft spyrja þegar þeir hafa lesið söguna.
En ég get svo svarið það að átök ólíkra menningarheima eða núningur milli fólks af mismunandi þjóðerni, kviknaði ekki með tryggingarkerfi Bismarcks.
Eitthvað eldri en það.
Og þó ég lesi rökfærslu þína, þá samt sé ég ekki breytuna "velferðarkerfi" í þeim núningi sem núna fer vaxandi í heiminum. Og hvernig sem ég loka augunum og ímynda mér, þá sé ekki þann núning hverfa þó hið vestræna velferðarkerfi hverfi, jafnvel þó annarhver maður fari að ástunda góðverk og líta eftir náunganum.
En auðvita hafa ekki allir sama ímyndarafl.
Takk fyrir svarið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2018 kl. 00:19
Við tækifæri þarf ég að fjalla aðeins um muninn á frjálsum flutningum fólks til Bandaríkja nýlendutímans annars vegar og Vestur-Evrópu velferðarríkjanna hins vegar. Það er eitthvað við ókeypis peninga og samþjöppun í gettó sem hefur eitraðar afleiðingar.
Geir Ágústsson, 1.9.2018 kl. 07:00
Skil þig betur Geir, myndi samt bæði skjóta á að vissir skortur á árekstrum megi annars vegar rekja til mismunandi þéttbýlis þeirra svæða sem innflytjendur komu til, sem og að þeim sem fyrir voru í Bandaríkjunum var útrýmt að mestu leiti, restin svo lokuð inní litlum hólfum. Það væri öllum hollt að lesa þá ágætu bók, Heygðu mitt hjarta við Undað Hné.
Síðan máttu ekki gleyma að Bandaríkin í dag eru stærstu fangabúðir heimsins, hvergi sitja hlutfallslega fleiri í grjótinu en þar, og sú að ferð er einmitt notuð til að halda niðri minnihlutahóp. Ég er ekki frá því að ef sú leið væri farin í Vestur Evrópu, þá væri minni um konflikta.
Hins vegar hefur fjölmenningin gengið þokkalega vel í nágrannaríkinu Kanada, allavega ennþá. En jú þar er velferðarkerfi.
En samt held ég að það sé ekki issjú í málinu, hvorki til eða frá.
Og ég held að það sé alltaf erfitt að aðlaga hóp fólks sem á einhvern hátt virðist telja sig geta fyrirlitið þá sem fyrir eru, og jafnvel telja það skyldu sína að drepa það.
Sagan segir að það endi alltaf í átökum.
Og ekki lýgur hún.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2018 kl. 10:45
Það mætti velta fyrir sér hversu vel þú og þín fjölskylda gæti aðlagast innfæddum siðum í, segjum Saudi-Arabíu. Kannski fjölmenning+velferðarkerfi án múslíma eigi betri séns.
Geir Ágústsson, 1.9.2018 kl. 14:42
Það eru endalaust margar vangaveltur í þessu dæmi Geir, auðvitað þekkjum við dæmi um heildir þar sem ólíkar þjóðir og ólík trúarbrögð hafa lifað saman í þokkalegri sátt, til dæmis New York eða dalinn eða hvilftina þarna á Silkileiðinn sem núna er vestasta hérað Kína. Oft held ég að þá fari saman sterkt ríkis(stjórn)vald, sem heldur upp aga og reglu og sameiginlegir hagsmunir, það er til dæmis skiptir enginn við verslunarborg þar sem allt er logandi í ófriði.
En jafnvel hin friðsamasta sambúð, sem þess vegna hefur varið um aldir, fer útum þúfur ef einhver sem hefur hag af, kyndir eða ýtir undir ofstæki. Nærtæk dæmi eru ofsóknir Idi Amins gegn indverska minnihlutanum eða þegar Suharto lét drepa kínverska minnihlutann í Indónesíu. Bátafólkið frá Víetnam er svo þriðja dæmið um þar sem "nýir" valdhafar nota ofsóknir til að þjappa saman meirihlutanum, eða jafnvel til þess eins að ræna og rupla.
Allavega held ég, þó það sé skemmtileg nálgun, sem fær mann til að hugsa, að velferðarkerfið sé ekki breyta í þessu dæmi.
En þetta með búsetu meðal Saudanna, sem er líklegast sú þjóð og það ríki sem ég hef mestu skömm á,að þá teldi ég að ef ég á annað borð flytti inn, og tek það fram að ég mjög mikla skömm á því fólki sem tekur þátt í skrípaleiknum þar vegna peninga eða fjárhagslegra hagsmuna, að þá hefði ég vit á að reyna ekki að breyta siðum innfæddra.
Síðan get ég alveg ímyndað mér að fjölmenning meðal múslima gæti alveg gengið, og held að hún gangi ágætlega víða. En fjölmenning er dauðadæmd ef einhver hópur kemst upp með hatur og ofstæki í garð hinna. Síðan er það aldrei góð latína að þeir sem komi, þrengi að þeim sem fyrir eru.
En eins og ég segi, ég held að velferðarkerfið sé ekki breyta í þessu dæmi.
Takk fyrir spjallið.
Heimurinn væri ósköp daufur ef allir hugsuðu eins, og fyrir mig, af ættlegg Bjarts frá Sumarhúsum, væri það á við eilífðarvist í Víti, ef allir hugsuðu eins og ég.
Og þó það komi málinu ekkert við, þá verð ég einhvers staðar að segja það, að mér finnst að lið sem reynir ekki að spila fótbolta, eigi ekki skilið að vinna leiki.
Jafnvel þó það sé íslenskt, jafnvel þó það sé stelpur.
Og mér er sama hvað rétthugsunin segir um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2018 kl. 17:22
Ég þakka ljómandi athugasemd.
Þeir fyrirvarar sem þú setur við fjölmenningarsamfélag, þar sem múslímar eru meðal annarra, eru aldrei virtir. Um leið og múslímar ná ákveðnu vægi byrja þeir að spyrna frá sér. Í mörgum borgarhlutum Evrópu eru margir á því að sharia-löggjöfin ætti að vera tekin upp. Þú færð aldrei múslíma til að umbera samkynhneigð. Þeir starfrækja sína eigin dómstóla, t.d. fleiri tugi í Bretlandi, sem fólk tekur frekar mark á en landslögum.
En jú kannski, ef múslímar eru þessi 1-9% íbúa (magatilfinning) þá skynja þeir að það er engin stemming fyrir sharia og hommahatri og verða góðir þegnar sem senda síður peninga og börnin sín til hryðjuverkasamtaka.
En velferðarkerfi og fjölmenning eru líka slæm blanda þótt múslímar séu teknir úr myndinni. Oft verða samfélög fjölmenningarsamfélög vegna mikils aðstreymis innflytjenda yfir stuttan tíma (andstætt t.d. Bandaríkjunum sem tóku við innflytjendum í 200 ár, eða þar til velferðarkerfið var orðið svo stórt að það þurfti að skella í lás).
Núna hafa dönsku sósíaldemókratarnir tekið upp innflytjendastefnu Dansk Folkeparti (hvers stofnandi og fyrrum leiðtogi vakti ákveðin viðbrögð við heimsókn sína til Íslands í sumar). Danir eru búnir að fá nóg að því marki að lögreglan er farin að hrella saklausa borgara fyrir að búa í röngum borgarhlutum. Vonandi þurfa ekki allir að læra lexíuna á sama hátt.
Geir Ágústsson, 2.9.2018 kl. 19:39
Síðuhafi spyr:
Geta ólíkir hópar fólks búið saman í sátt og samlyndi? Er hægt að halda uppi friðsælu samfélagi mismunandi trúarbragða, siða, venja og kynþátta?
Og svarið við því er afgerandi "nei".
Íslendingar eiga eftir að vakna upp við vondan draum þegar skýjaborgin hrynur. Og þá taka fordæmingarnar við. Illu heilli erum við ekki ólík öðrum þjóðum hvað þetta varðar.
Egill Vondi, 3.9.2018 kl. 19:59
Svarið er "já" ef ríkið nógu lítið að enginn telji sig geta notað það til að umbuna sumum hópum á kostnað annarra. Held ég.
Geir Ágústsson, 3.9.2018 kl. 20:32
Það er alltaf hægt að umbuna sumum hópum á kostnað annara.
Aukinheldur þarf bara að nógu margir trúi því að það sé að gerast, óháð því hvort það sé satt. Þar sem ólíkar menningar, gildi og viðhorf leiða til ólíkra útkoma þarf ekkert meira til.
Egill Vondi, 3.9.2018 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.