Það sem blasir við ferðamönnum

Íslensk náttúra er stærsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn sem koma til landsins. Gullfoss er alltaf fallegur, íslenski hesturinn er alltaf tignarlegur og jöklarnir alltaf stórfenglegir. 

En það er fleira sem blasir við ferðamönnum. Það eru hinar mannlegu hindranir sem þeir mæta.

Þeir sjá að áfengi er ekki selt hvar sem er. Sumir láta plata sig til að kaupa pilsnerinn í von um að hann sé nægilega áfengur.

Þeir sjá að verðlag er hátt, sem má að stóru leyti skrifa á háa skatta.

Þeir sjá að það er löng röð í leigubílana og að Uber-appið neitar að hjálpa þeim. Ekki vita þeir af skutlara-síðum fésbókarinnar (kannski einhver reyni að bæta úr því?). Það er því sennilega best fyrir þá að væflast bara í göngufæri við hótelið þar til rútan kemur.

Þeir sjá að aðstaða til að hafa hægðir er víða léleg og furða sig sennilega á því að enginn standi reiðubúinn að rukka þá um tvær evrur fyrir að fá að kúka í klósett. Að fá að setja upp aðstöðu og rukka fyrir notkun hennar er yfirleitt lítið mál í flestum ríkjum en Íslendingar brjálast og tala um að það sé verið að selja landið.

Þeir sjá að alla daga nema föstudaga og laugardaga er kaffihúsum og öldurhúsum lokað eldsnemma og allir sendir heim.

Ferðamenn sjá ýmislegt og kannski þeim mun betur eftir því sem aðrir og oft betri valkostir standa þeim til boða. Allar hinar manngerðu hindranir má fjarlægja í hvelli. Mun ásóknin í ferðamenn kannski verða þess valdandi að líf Íslendinga verður frjálsara?


mbl.is Samkeppnin er að harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ferðir Íslendinga út virðast fátt hafa kennt okkur, svo hvers vegna ættu ferðir útlendinga hingað að kenna okkur nokkuð?

Ásgrímur Hartmannsson, 17.8.2018 kl. 15:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ferðir Íslendinga erlendis hafa kennt þeim alveg rosalega mikið. Þetta meina ég af fullri alvöru en hér koma nokkrar kaldhæðnar ástæður:

- Þeir vita að það borgar sig að byrja drekka um leið og komið er á flugvöllinn. Bíllinn er heima, börnin sjálfala og engin ástæða til annars. Allt þetta takmarkaða aðgengi á Íslandi gerir áfengisþorstann þeim mun sterkari

- Þeir sem ferðast til ríkra borga í Þýskalandi læra hvernig hreinar götur líta út. Þeir sem ferðast til Danmerkur læra hvernig áfengi og menning og samfélag geta fléttast yndislega vel saman. Þeir sem ferðast til Noregs eða Svíþjóðar læra að meta aðgengi að reyklausu tóbaki. Þeir sem ferðast til Póllands læra á verðlag í umhverfi lágra tolla og lítils virðisaukaskatts, og svona má e.t.v. lengi telja.

- Þeir sem dvelja í meira en nokkra daga í ríki og fylgjast aðeins með sjá að það er ekki í öllum samfélögum að fyrirferðarmikið ríkisvald gerir aumkunarverðar smásálir í opinberum embættum að stórstjörnum

Geir Ágústsson, 17.8.2018 kl. 16:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þeir sjá að verðlag er hátt, sem má að stóru leyti skrifa á háa skatta."

9.8.2012:

"Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.

Það eru einungis fimm lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.

Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland.
Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.

Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010.

Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð.

Það eru því staðlausir stafir hjá talsmönnum atvinnulífsins og hægri róttæklingum þegar þeir fullyrða að fyrirtæki séu sérstaklega skattpínd á Íslandi.

Íslensk fyrirtæki eru með einna minnstu skattlagninguna sem þekkist í hagsælli ríkjunum.

Spurningin er þá hvort atvinnurekendur telji að þeir eigi ekki að bera kostnað af hruninu?
Eiga þeir að vera stikkfrí eftir að hafa grætt óhóflega á árunum fyrir hrun og átt sjálfir stóran hluta í orsökum hrunsins?

Margir af forystumönnum atvinnulífsins þá og nú voru framarlega í útrás og braski bulláranna."

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi? - Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 17.8.2018 kl. 17:38

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er eiginlega óþolandi að lesa þennan texta hjá þér Steini, vegna handahófskenndra feitletrana, en skoðum þetta:

*"
Skattlagning á hagnað fyrirtækja er með minnsta móti á Íslandi af 34 OECD-ríkjum, þó ríkisstjórnin hafi hækkað hana úr 15% 2008 í 20% nú.


En hvernig eru tryggingagjöldin hjá þeim?  Aðstöðugjöld?  Nú þurfa til dæmis útgerðarfyrirtæki að borga spes skatt, því þau eru í útgerð, alveg óháð hagnaði.  Bara dæmi. 
Eða önnur bírókratía?  Skattur á hagnað er bara einn skattur.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.8.2018 kl. 18:59

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Geir:

"Ferðir Íslendinga erlendis hafa kennt þeim alveg rosalega mikið. [...]

- Þeir vita að það borgar sig að byrja drekka um leið og komið er á flugvöllinn. [...] Allt þetta takmarkaða aðgengi á Íslandi gerir áfengisþorstann þeim mun sterkari"

Allir virðast sjá þetta nema yfirvöld.  En þau hafa hagsmuna að gæta.  Finnst þeim.

*"- Þeir sem dvelja í meira en nokkra daga í ríki og fylgjast aðeins með sjá að það er ekki í öllum samfélögum að fyrirferðarmikið ríkisvald gerir aumkunarverðar smásálir í opinberum embættum að stórstjörnum"

Það er svolítið eins og fólkið sé fyrir ríkið, en ekki öfugt hérna.

Það er ekki "government by the people for the people," heldur "government for the government."

Þess vegna ferðast lærdómur *almennings* ekki til ríkisins.  Hef enn ekki séð neina almenna speki rata þangað upp.  Ekki í langan tíma.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.8.2018 kl. 19:05

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar skattar á fyrirtæki hérlendis voru háir, og hærri en skattar á laun, var hagnaður fyrirtækja umtalsvert lægri en eftir að þessu var breytt. Ætli þeir sem predika háa skatta á hagnað fyrirtækja hafi einhvern tíma velt því fyrir sér hvernig á þessu stóð? Og ætli þeir hafi einhvern tíma velt því fyrir sér hvað myndi gerast, yrði slík skattlagning tekin upp að nýju?

Þorsteinn Siglaugsson, 17.8.2018 kl. 22:45

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrirtæki á Íslandi eru skattpínd Steini já óhóflega. Stefndu eftirhruns-stjórnir Ísl.að því að reiða vöndinn og lumbra á þeim sem þeim þótti hafa grætt óhóflega og vera valdir að hruninu. Heimskreppa átti upptök sín í Bandaríkjunum á vakt Obama og Clinton....  

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2018 kl. 04:59

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er alveg magnað að það sé til fólk sem heldur því fram að skattlagning á Íslandi sé lág eða væg. Þetta hefur margoft verið hrakið. 

Reikningurinn vegna hrunsins var færður yfir á skattgreiðendur, af Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni (með því að láta ríkið taka á sig miklar skuldir).

Geir Ágústsson, 18.8.2018 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband