Mánudagur, 16. júlí 2018
Kirkjan: Fyrsti íslenski skattheimtumaðurinn
Á Íslandi eru margar kirkjur. Þær eru auðvitað samkomustaður kristinna manna. Um leið er íslenska kirkjan fyrsti íslenski skattheimtumaðurinn. Áður en kristni var viðtekin og tíundin tekin upp var ekki skattheimta á Íslandi. Framkvæmdavaldinu var dreift og í höndum goðanna, og bændur gátu valið á milli goða til að verja sig fyrir glæpamönnum og tala máli sínu á Alþingi.
Á þessum tíma ríkti það sem sumir kalla stjórnleysi á Íslandi, þ.e. það var ekkert ríkisvald. En stjórnleysi var það heldur ekki. Íslendingar voru án ríkisvalds í lengri tíma en Bandaríkin hafa verið uppi sem ríki í dag. Það var ekki fyrr en höfðingjar fóru að breiða út tíundina og viða að sér skatttekjum að framkvæmdavaldið fór að safnast á færri hendur og var loks afhent Noregskonungi.
Það var með öðrum orðum innleiðing fyrsta íslenska skattsins, tíundarinnar, að samþjöppun valds fór að taka við dreifðu valdi.
Þetta er áhugavert efni sem aðrir hafa gert ágæt skil, meðal annars hérna (David Friedman) og hérna (Thomas Whiston). Kirkjan sem slík er samkomustaður kristinna manna. Kirkjan sem opinber stofnun hefur sögulega séð verið hamar til að berja á almúganum með.
BBC fjallar um íslenskar kirkjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:19 | Facebook
Athugasemdir
Það var nú Alþingi sem setti tíundarlögin, ekki satt?!
Jón Valur Jensson, 16.7.2018 kl. 12:45
Hún vissulega. Wikipedia (íslenska) er með ljómandi umfjöllun um skattinn.
Geir Ágústsson, 16.7.2018 kl. 16:21
Ja, ef við hefðum nú bara tíund. En ekki sextíund...
Þorsteinn Siglaugsson, 16.7.2018 kl. 22:56
Maður bara saknar kirkjunnar.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.7.2018 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.