Í guðanna bænum, einkavæðið heilbrigðiskerfið!

Menn eru vonandi á þessari stundu að setjast alvarlega yfir áætlanir um að einkavæða heilbrigðiskerfið. Það gengur ekki að einstaka stéttir heilbrigðisstarfsmanna geti ítrekað stefnt heilsu og lífi fólks í bullandi hættu. 

Auðvitað er ekki farið vel með þessar stéttir. Heilbrigðisstarfsfólk vinnur eðli málsins samkvæmt aðallega vaktavinnu, en oft eru þær vaktir langar og of fámennar og valda miklu álagi á starfsfólk. Um það er að ég held ekki deilt. En vitið hvað - svipað ástand gildir um starfsfólk í malbikun, lögregluþjóna, öryggisverði, flatbökusendla, flugfreyjur og verkamenn í sumum verksmiðjum. Það er ekki fyrr en þetta fólk kemst í stéttarfélög eða í guðatölu með opinberum starfsmönnum sem hafa völd til að beita ofbeldi og vinnustöðvun að vandamálin byrja að skjóta upp kollinum, fyrir alla!

Ríkisvaldið á ekki að þurfa hafa þúsundir starfsmanna á sinni könnu sem safna innistæðulausum lífeyrisskuldbindingum og taka samfélagið í gíslingu á nokkra ára fresti.

Ríkið á að geta sinnt öllu því sem það lofar að sinna án þess að hafa einn einasta fastráðna starfsmann á sinnu könnu fyrir utan nokkra ritara sem sjá um að millifæra verktakagreiðslur á verktaka hins opinbera. 

Helst á ríkið auðvitað að gera miklu minna en það gerir í dag - helst ekki neitt - en á meðan stjórnmálin snúast um að veita Sigga eitthvað fyrir skattfé Bigga er hægt að gera það án opinberra starfsmanna. Og nú fer að verða áríðandi að koma á slíku fyrirkomulagi.


mbl.is „Vaknið ríkisstjórn!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í lýðræðisríkjum ræður meirihluti kjósenda og meirihlutinn hér á Íslandi vill ekki að hér verði allt einkavætt.

Hér á Norðurlöndunum er blandað hagkerfi, blanda sósíalisma og kapítalisma, sem reynst hefur best í heiminum.

En endalaust er hægt að þvarga um hversu mikill sósíalisminn og kapítalisminn eigi að vera í þannig hagkerfi.

Ef meirihluti íslenskra skattgreiðenda vill að ríkið greiði ljósmæðrum þau laun sem þær krefjast ber ríkinu að sjálfsögðu að gera það, enda kallast það lýðræði og Ísland er lýðræðisríki.

Hvort einhverjum finnst það heimskulegt er ekki aðalatriði málsins.

Þorsteinn Briem, 14.7.2018 kl. 12:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má vera. Það er líka fólk í blússandi hagsmunabaráttu að hafa áhrif á sama almenningsálit, stundum með áróðri.

Geir Ágústsson, 14.7.2018 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband