Lög um meiðyrði slæva dómgreind okkar

Það er mikið að gera hjá dómstólunum við að taka á meiðyrðamálum. Samkvæmt lögum má ekki segja hitt og þetta, gefa sumt í skyn og fullyrða annað, án þess að eiga von á stefnu fyrir dómstólum. 

En eru lög um meiðyrði gagnleg?

Í svolítilli bók eru færð rök fyrir því að svo sé ekki.

Bókin heitir Defending the Undefendable, og er aðgengileg hér sem PDF-skjal, rafbók og hljóðbók endurgjaldslaust, og hér á pappír gegn vægu gjaldi.  

Þar er kafli um meiðyrði og rógburð þar sem slíkt er varið sem hluti af tjáningarfrelsinu og endað á þessum orðum:

With the present laws prohibiting libelous falsehoods, there is a natural tendency to believe any publicized slur on someone’s character. ... If libel and slander were allowed, however, the public would not be so easily deceived.... The public would soon learn to digest and evaluate the statements of libelers and slanderers—if the latter were allowed free rein. No longer would a libeler or slanderer have the automatic power to ruin a person’s reputation.

Með öðrum orðum: Almenningur færi að hugsa gagnrýnið í stað þess að trúa öllu sem sagt er og skrifað á þeim forsendum að væri eitthvað ósatt á ferðinni þá munu dómstólar kveða upp úrskurð um slíkt. 

Þannig yrðu þeir sem fullyrða að færa fram sannanir ella eiga á hættu að vera hunsaðir. 

Þessu er öfugt farið í dag. Maður sem er ranglega ásakaður um eitthvað þarf að berjast fyrir dómstólum fyrir máli sínu, oft með ærnum tilkostnaði og fjárfestingu í tíma. Sá sem fullyrðir bíður bara rólegur heima hjá sér eftir stefnunni og almenningur trúir öllu á meðan dómstólar þegja. 

Er ekki kominn tími til að almenningur fái að spreyta sig í gagnrýnu hugarfari?


mbl.is Egill tapaði máli sínu fyrir MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mistök að kæra fyrri meinyrði, mun líkra til árangurs að kæra fyrir hatursummæli

Því þessum ummælum fylgdi mikið hatur í garð Egils

Grímur (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 09:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er bannað samkvæmt lögum hér á Íslandi að hata Egil Einarsson eða halda því opinberlega fram að hann sé fáviti.

Hins vegar getur varðað við lög að fullyrða opinberlega að einhver hafi gert eitthvað sem hann hefur ekki gert.

En nafnleysingjar eins og "Grímur" eru réttlausir í opinberri umræðu.

Þorsteinn Briem, 17.7.2018 kl. 11:27

3 identicon

Steini minn,

Sumir vinnustaðir eru með fjölmennar deildir til að fylgjast með skrifum starfsmanna og starfsmenn þess vinnustaðar hafa fengið formlegar áminningar sem er fyrsta skrefið í uppsagnarferlinu - svo ég segi ekki til nafns

Grímur (IP-tala skráð) 17.7.2018 kl. 21:17

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að þessu sinni verð ég að segja að Steini Briem hitt naglann á höfuðið ...

Alveg rétt, það er ekki hægt að banna fólki að hafa tilfynningar (hatur), né að segja frá þessum tilfinningum.  Né heldur geta lög bannað manni að hafa skoðanir (samanber, ég tel sjálfan mig vera fávita með hor í nös).

Og einnig alveg hárrétt, að "nafnleysingjar" eru algerlega 100% réttlausir.

Örn Einar Hansen, 18.7.2018 kl. 16:06

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Nafnleysi hefur kosti og ókosti. Stærsti ókosturinn er sá að nafnlausir skríbentar eiga það til að tjá sig með rassgatinu eins og Daninn orðar það (snakke med røven) - segja mikið vitleysu sem gerir fátt annað en sjúga andlega orku úr þeim sem verða fyrir gusunni.

En kostir nafnleysis eru líka til:

    • Þeir sem hefðu sleppt því að tjá sig (af ýmsum ástæðum) tjá sig frekar: Fólk í viðkvæmum stöðum, með viðkvæman málstað eða óvinsælar skoðanir. Því fleiri sem taka þátt í málefnalegri umræðu, því betra.

    • Í ýmsu samhengi getur nafnleysi leitt til þess að áherslan er á það sem er sagt, frekar en hver sagði það. Þannig er vinsælt hjá ritstjórnum dagblaða að skrifa nafnlaust (en alltaf á ábyrgð ritstjórnarinnar allrar). 

    • Nafnleysi getur tekið vopnin af yfirvöldum sem vilja beita ritskoðun. Þetta er e.t.v. ekki stórt vandamál á Íslandi (en þó vandamál), en víða er nafnleysi eina leiðin til að geta veitt yfirvöldum aðhald og breitt út upplýsingar.

    Geir Ágústsson, 18.7.2018 kl. 20:26

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband