Föstudagur, 13. júlí 2018
Ljósmćđur eru ekki vandamáliđ
Ljósmćđur standa nú í baráttu viđ ríkiđ. Kröfur ţeirra eru sagđar yfirdrifnar. Sjálfar tala ţćr um leiđréttingu en ekki launahćkkun. Uppsagnir blasa viđ. Óléttar konur hafa áhyggjur. Forsćtisráđherra hefur uppi stór orđ. Hvađ er til ráđa?
Ţađ er nauđsynlegt ađ gera sér grein fyrir ţví ađ ljósmćđur eru ekki vandamáliđ. Ţćr eru opinberir starfsmenn sem hafa sérmenntađ sig til ađ starfa fyrir ríkiđ og geta ekki fundiđ ađra atvinnurekendur. Hiđ sama gildir um hjúkrunarfrćđinga, lćkna, meinatćkna og kennara. Starfsfólk í ţessum stéttum getur ekki fariđ eitthvađ annađ ef ţađ er ósátt viđ kjörin (nema henda menntun sinni og reynslu og gerast flugliđar). Ríkiđ veit ţetta vel. Og ţótt allir tali um slćm kjör í ţessum stéttum er frambođ af fólki engu ađ síđur svo mikiđ ađ ríkiđ ţarf engu ađ kvíđa.
Vandamáliđ er rekstrarformiđ: Ríkiseinokunin.
Ljósmćđur ćttu ađ sjálfsögđu ađ vera verktakar eđa starfa hjá einkareknum fyrirtćkjum sem semja viđ bćđi heilbrigđisstofnanir og einstaklinga. Hiđ sama ćtti ađ gilda um alla ađra ţjónustu sem ríkiđ veitir í dag fyrir fé skattgreiđenda. Ríkiđ ćttu ađ bjóđa hana út eđa hćtta međ öllu ađ bjóđa hana og láta ţađ eftir einkaađilum.
Ţetta veitir sveigjanleika sem ríkiđ hefur ekki í dag. Einkaađilar hafa hvata til ađ ţróa nýjungar og úrrćđi til ađ lćkka kostnađ en um leiđ bćta ţjónustuna. Hiđ opinbera sleppur viđ ađ safna í lífeyrissjóđi fyrir allan ţennan fjölda sem starfar hjá hinu opinbera í dag (eđa skuldbinda sig án ţess ađ safna í sjóđi). Starfskjör einstakra hópa hćtta ađ setja samfélagiđ á hliđina og verđa ađ einföldu samningsatriđi milli veitenda og ţiggjenda.
Er eftir einhverju ađ bíđa? Er ekki einmitt frábćrt tćkifćri í dag til ađ bjóđa út vinnu ljósmćđra?
Uppskrift ađ óstöđugleika | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki vandinn frekar ţessi fámennu stéttarfélög sem hafa óeđlilegra sterkari samningsstöđu en ađrir vegna verkfallsvopnsins.
Hver man ekki eftir verkföllum mjólkurfrćđinganna - 20 manns sem gátu stöđvađ mjólkuriđnađinn á Íslandi.
Annars verđur fróđlegt ađ fylgjast međ verkfallsvörslu ljósmćđra og hvernig passađ er upp á ađ ađrir gangi ekki í ţeirra störf.
Grímur (IP-tala skráđ) 13.7.2018 kl. 10:23
Vćntanlega bannar enginn Grími ađ taka á móti börnum hér á Klakanum, eđa til dćmis lćknum og hjúkrunarfrćđingum, feđrum, ömmum og öfum.
Ekki heldur ađ hjúkra sćrđum á vígvelli Framsóknarflokksins, til ađ mynda Binga, hrossarćktarmönnum og öđru kúlulánsfólki, sem fengiđ hefur lán vegna óléttu.
Mörg börn hafa fćđst hér án ţess ađ ljósmćđur hafi komiđ ţar nćrri og jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir.
Hins vegar er sjálfsagt ađ ríkisvćđa báđa enda, bćđi getnađinn og fćđinguna.
Nú getur hvađa rćfill sem er orđiđ fađir, eins og dćmin sanna, sem hefur í för međ sér mikinn kostnađ fyrir ríkiđ, til ađ mynda vegna međlagsgreiđslna.
Ţorsteinn Briem, 13.7.2018 kl. 17:35
Vandamáliđ er stéttarfélagiđ, ekki annađ. Ljósmćđur eiga ađ vera í félagi hjúkrunarfrćđinga - og njóta sömu kjara og ađrir međ sérmenntun ţar. Í dag eru ţćr flokkađar sem almennir starfsmenn ríkis og bćja.
Kolbrún Hilmars, 13.7.2018 kl. 23:38
Ţađ mćtti breyta fyrirsögn fréttarinnar í: "Kröfur fjármálaráđherra uppskrift ađ ungbarnadauđa".
Jón Páll Garđarsson, 14.7.2018 kl. 08:51
Bara svo ţví sé haldiđ til haga:
Launakjörin í heilbrigđiskerfinu eru orđin jafn góđ eđa betri en í ţeim löndum sem viđ berum okkur saman viđ.
http://www.vb.is/skodun/ljosmaedur-og-varnadarord-benjamins/148440/
Geir Ágústsson, 14.7.2018 kl. 11:26
En kaupmátturinn er mun lakari en í ţeim löndum sem viđ berum okkur saman viđ. Ađ auki eru ljósmćđur á lćgstu laununum miđađ viđ menntun af öllum ţeim sem vinna í heilbrigđisgeiranum.
Jón Páll Garđarsson, 14.7.2018 kl. 15:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.