Ljósmæður eru ekki vandamálið

Ljósmæður standa nú í baráttu við ríkið. Kröfur þeirra eru sagðar yfirdrifnar. Sjálfar tala þær um leiðréttingu en ekki launahækkun. Uppsagnir blasa við. Óléttar konur hafa áhyggjur. Forsætisráðherra hefur uppi stór orð. Hvað er til ráða?

Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að ljósmæður eru ekki vandamálið. Þær eru opinberir starfsmenn sem hafa sérmenntað sig til að starfa fyrir ríkið og geta ekki fundið aðra atvinnurekendur. Hið sama gildir um hjúkrunarfræðinga, lækna, meinatækna og kennara. Starfsfólk í þessum stéttum getur ekki farið eitthvað annað ef það er ósátt við kjörin (nema henda menntun sinni og reynslu og gerast flugliðar). Ríkið veit þetta vel. Og þótt allir tali um slæm kjör í þessum stéttum er framboð af fólki engu að síður svo mikið að ríkið þarf engu að kvíða.

Vandamálið er rekstrarformið: Ríkiseinokunin. 

Ljósmæður ættu að sjálfsögðu að vera verktakar eða starfa hjá einkareknum fyrirtækjum sem semja við bæði heilbrigðisstofnanir og einstaklinga. Hið sama ætti að gilda um alla aðra þjónustu sem ríkið veitir í dag fyrir fé skattgreiðenda. Ríkið ættu að bjóða hana út eða hætta með öllu að bjóða hana og láta það eftir einkaaðilum. 

Þetta veitir sveigjanleika sem ríkið hefur ekki í dag. Einkaaðilar hafa hvata til að þróa nýjungar og úrræði til að lækka kostnað en um leið bæta þjónustuna. Hið opinbera sleppur við að safna í lífeyrissjóði fyrir allan þennan fjölda sem starfar hjá hinu opinbera í dag (eða skuldbinda sig án þess að safna í sjóði). Starfskjör einstakra hópa hætta að setja samfélagið á hliðina og verða að einföldu samningsatriði milli veitenda og þiggjenda. 

Er eftir einhverju að bíða? Er ekki einmitt frábært tækifæri í dag til að bjóða út vinnu ljósmæðra?


mbl.is Uppskrift að óstöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki vandinn frekar þessi fámennu stéttarfélög sem hafa óeðlilegra sterkari samningsstöðu en aðrir vegna verkfallsvopnsins.

Hver man ekki eftir verkföllum mjólkurfræðinganna - 20 manns sem gátu stöðvað mjólkuriðnaðinn á Íslandi.

Annars verður fróðlegt að fylgjast með verkfallsvörslu ljósmæðra og hvernig passað er upp á að aðrir gangi ekki í þeirra störf.

Grímur (IP-tala skráð) 13.7.2018 kl. 10:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Væntanlega bannar enginn Grími að taka á móti börnum hér á Klakanum, eða til dæmis læknum og hjúkrunarfræðingum, feðrum, ömmum og öfum.

Ekki heldur að hjúkra særðum á vígvelli Framsóknarflokksins, til að mynda Binga, hrossaræktarmönnum og öðru kúlulánsfólki, sem fengið hefur lán vegna óléttu.

Mörg börn hafa fæðst hér án þess að ljósmæður hafi komið þar nærri og jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir.

Hins vegar er sjálfsagt að ríkisvæða báða enda, bæði getnaðinn og fæðinguna.

Nú getur hvaða ræfill sem er orðið faðir, eins og dæmin sanna, sem hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir ríkið, til að mynda vegna meðlagsgreiðslna.

Þorsteinn Briem, 13.7.2018 kl. 17:35

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandamálið er stéttarfélagið, ekki annað.  Ljósmæður eiga að vera í félagi hjúkrunarfræðinga - og njóta sömu kjara og aðrir með sérmenntun þar.  Í dag eru þær flokkaðar sem almennir starfsmenn ríkis og bæja.

Kolbrún Hilmars, 13.7.2018 kl. 23:38

4 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Það mætti breyta fyrirsögn fréttarinnar í: "Kröfur fjármálaráðherra uppskrift að ungbarnadauða".

Jón Páll Garðarsson, 14.7.2018 kl. 08:51

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Bara svo því sé haldið til haga:

Launakjörin í heilbrigðiskerfinu eru orðin jafn góð eða betri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við.

http://www.vb.is/skodun/ljosmaedur-og-varnadarord-benjamins/148440/

Geir Ágústsson, 14.7.2018 kl. 11:26

6 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

En kaupmátturinn er mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Að auki eru ljósmæður á lægstu laununum miðað við menntun af öllum þeim sem vinna í heilbrigðisgeiranum.

Jón Páll Garðarsson, 14.7.2018 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband