Kostnaður og aðhald

Ísland er hluti af varnarbandalagi. Út á það þarf svo sem ekki að setja. Ísland er herlaust en Rússland er það ekki. Ekki viljum við að Pútín sendi eins og einn Jörund hundadagakonung til Íslands sem hertekur landið með nokkrum fallbyssum, er það?

Varnarbandalagið er hins vegar ekki bara það. Það er líka pólitískt bandalag sem hefur þanið út hlutverk sitt langt umfram að bara verja landamæri. Að hluta má kenna stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum um. Þar starfa öflugir hópar sem vilja endilega að Bandaríkin stundi vopnaskak um víða veröld af ýmsum ástæðum, sumum yfirlýstum og öðrum ekki. Stundum tekst að lokka varnarbandalagið með í þær vegferðir, t.d. í Líbýu (til að koma í veg fyrir að landið hætti að nota dollar í olíuviðskiptum sínum) og fyrrum Júgóslavíu (af mannúðarástæðum). Þannig geta Bandaríkin sparað sér einhverja hermenn og jafnvel einhvern kostnað. 

Reikningurinn fyrir þessu brölti er hins vegar orðinn himinhár og Bandaríkin hafa borgað megnið af honum. Núna vilja sumir segja stopp. Og það er gott.

Ef íslenskir skattgreiðendur fá að borga fyrir bröltið er líklegra en ella að þeir verði tortryggnari á tilgang þess og hvetji íslensk yfirvöld til að beita neitunarvaldi sínu innan þess (eitthvað sem margir bjuggust við að Vinstri-grænir myndu gera í tilviki Líbýu, en úr því rættist ekki). Hið sama gildir um Dani, Þjóðverja og aðra. Það ætti að veita ákveðið aðhald og halda aftur af hernaðaraðgerðum bandalagsins.

Ef íslenskir skattgreiðendur og stjórnmálamenn þurfa að hætta að líta á varnarbandalagið sem tekjulind og þess í stað sem útgjaldalið er hugsanlegt að þeir einbeiti sér frekar að raunverulegri verðmætasköpun.

Bandaríkjaforseti talaði í sinni kosningabaráttu um að draga úr stríðsrekstri um víða veröld. Í verki hefur það tal reynst frekar innantómt, en kannski hann sé með bakþanka. Með því að senda reikninginn vegna varnarbandalagsins í auknum mæli á aðila þess er vonandi að fæðast eðlilegt aðhald sem heldur varnarbandalaginu innan skilgreinds hlutverks síns: Að verja, frekar en gera árás.


mbl.is Spennuþrunginn fundur NATO í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 11.7.2018 kl. 14:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 11.7.2018 kl. 14:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

 

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 11.7.2018 kl. 14:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.

Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.

Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.

Yfirlýsingar Pútíns eru til að skapa og halda eigin vinsældum í Rússlandi, eins og stórkarlalegar yfirlýsingar Trumps í Bandaríkjunum.

Bandaríkin og Rússland eru alltof öflug herveldi til að heyja styrjaldir við hvort annað og það hvarflar ekki að þeim, frekar en að fara í stríð við Kína.

Þorsteinn Briem, 11.7.2018 kl. 14:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki vorum við í varnar eða hernaðarbandalagi þegar bretar ákváðu að hernema landið og ameríkanar tóku svo við. Við höfum ekkert um þetta að segja hvort sem við erum í eða utan þessa bandalags. Rússar kæmust aldrei upp með að hernema þetta land og þeir eru ekki svo vitlausir að láta ser detta það í hug. Vera okkar í nato kemur því máli lítið við.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.7.2018 kl. 05:26

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef Íslendingar ætla sér að vera utan varnarbandalags þurfa þeir líka að taka upp rótttæka hlutleysisstefnu að hætti Sviss. Geta Íslendingar það?

Geir Ágústsson, 13.7.2018 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband