Rafrettan er að bjarga lífum

Þetta hafa margir vitað lengi en núna eru gögnin að koma í ljós: Rafrettur, sem eru a.m.k. 95% skaðminni en sígarettur, eru að bjarga lífum.

Einhverjir malda samt í móinn og vilja gera rafrettuna dýrari eða óaðgengilegri eða bæði. Þeir beita fyrir sér allskyns rökum, svo sem að í gufu rafrettunnar geti leynst þungmálmar og önnur snefilefni. En hvað með útblástur bíla? Hvað gufar upp úr sterkum hreinsiefnum? Hvað lendir á fingrum okkar í daglegu amstri og endar í munninum? Manneskjur þola alveg litla skammta af allskonar efnum. Eða á að banna bíla næst?

Rafrettur eiga að vera eins löglegar, ódýrar og aðgengilegar og hægt er ef ætlunin er í raun og veru sú að draga úr notkun tóbaks. 

Rafrettur eiga að fá að leysa það verkefni sem yfirvöldum hefur mistekist að leysa. 


mbl.is Gríðarleg aukning í notkun rafretta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjorlega sammala.

En thvi midur erum vid Islendingar svo illa stodd, ad a

okkar Althingi virdist einungis komast thangad illa

gefid folkl og vinnur ollum hondum ad thvi ad eydileggja

fyrir almenning og thjod med sinum vodaverkum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.6.2018 kl. 19:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að flestir Alþingismenn séu gáfað fólk, jafnvel yfir meðallagi gáfað. Nokkrir hlutir virðast samt hrjá þá meira en hinn venjulega mann:

- Þetta er fólk sem hefur annaðhvort alist upp við of mikið hrós eða of lítið. Sumir haga sér eins og frekir krakkar sem eru vanir því að fá nammi ef þeir góla nógu hátt á mömmu sína - þessir þingmenn stökkva á alla hljóðnema og básúna skoðanir sínar á sundurlausan hátt en gjarnan með reiðitón.. Aðrir virðast vera vanir því að fá hvorki hrós né nammi sama hvað þeir leggja mikið á sig og búast því ekki við að neinn nenni að hlusta á þá - þessir þingmenn vinna bara sína vinnu í sal og í nefndum og koma skoðunum sínum áleiðis með formlegum boðleiðum.

- Margir telja sig, í ljósi gáfna sinna (eins og þeir sjá það), geta haft vit fyrir öðrum afleiðingalaust. "Hey, sjáðu mig, ég komast inn á þing, það vilja allir fá fyrirmælin frá mér!"

- Þingstörf geta reynt á taugar og þolinmæði. Það þarf að ræða allt og ákveða í samstarfi við aðra. Þetta fer í taugarnar á freku börnunum. Þingstörf eru oft sett á hliðina vegna þess.

- Íslendingum er tamt að láta hræða sig og styðja við bakið á þeim sem tala fyrir verstu hugsanlegu afleiðingum þess að fólk fái að ráða sér og sjálfsaflafé sínu sjálft

Geir Ágústsson, 29.6.2018 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband