Best að segja ekkert

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig listamönnum og hönnuðum líður í umhverfi þrúgandi pólitískrar rétthugsunar. Hafa margir ekki hreinlega gefist upp á að gera eitthvað með innihaldi? Eru ekki allir farnir að gera einhver óskiljanleg tákn og merki sem þýða ekkert, standa ekki fyrir neitt og misskiljast ekki af neinum? 

Því hvað í ósköpunum er að því að segja að stúlkur hrópi ekki? Það má túlka þetta sem beitta pólitíska gagnrýni á feðraveldið svokallaða. Þá má túlka þetta sem áskorun að vera kurteis og reyna frekar að vanda mál sitt en hækka róminn. Það má túlka þetta sem skot á karlkynið - að karlar hrópi eins og apar á meðan kvenfólk talar saman.

En nei, þess í stað er þetta túlkað sem: Kvenfólk má ekki tjá skoðun sína.

Ég vissi ekki að Danir væru svona viðkvæmir. Í sömu búð og tekur núna boli úr umferð eru seldir karlmannssokkar þar sem er skrifað, undir iljunum, að konan eigi að færa manni sínum bjór (texti sem sést ekki nema maðurinn liggi afslappaður uppi í sófa með tærnar út í loftið). Er mótmælabylgja væntanleg vegna þess?

Kannski hafa foreldrar gleymt því að þótt eitthvað sé til sölu fyrir börn þá þurfi ekki að kaupa það. Kannski hafa þeir gleymt því að það er þeirra hlutverk að tala við börn sín um það sem gengur á úti í hinum stóra heimili. Kannski nenna foreldrar ekki að kenna börnum sínum gagnrýnið hugarfar. 

Eða hvað?


mbl.is Hætta sölu á umdeildum stuttermabol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt. Ef þér líkar ekki eitthvað, kauptu það þá ekki. Pólítísk rétthugsun á Vesturlöndum er allt að drepa, líka á Íslandi þar sem femínistarnir með transfólkið í eftirdragi hafa tekið völdin.

Ég myndi vilja sjá i sölu boli með áletranir eins og: Boys don't cry og There are only 2 genders og einnig boli með mynd af sitjandi beinagrind með áletruninni: Still waiting for feminists to fight for women's rights in Islam.

En auðvitað er þeim foreldrum, sem fyrirlíta skoðanakúgun frjálst að prenta áletranir sjálfum á boli handa börnum sínum. Það myndi (vonandi) reita rétttrúnaðarliðið til reiði en það myndi ekki geta gert neitt við því.

The left is entering a new phase of ideological agitation - no longer trying to win the debate but stopping debate altogether, banishing from public discourse any and all opposition.

The proper word for that is totalitarianism.

- Charles Krauthammer (1950-2018), American columnist and Pulitzer Prize winner

Pétur D. (IP-tala skráð) 27.6.2018 kl. 12:59

2 identicon

Á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar starfa 11 manns við m.a. að fylgjast með að starfsmenn Reykjavíkurborgar láti ekki í ljós skoðanir sem ekki eru samkvæmt pólitískri rétthugsun og já starfsmenn hafa verið áminntir fyrir að láta skoðun í ljós

Svo er líka til Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sem dundar sér við ýmislegt

borgari (IP-tala skráð) 27.6.2018 kl. 17:53

3 identicon

Borgari, þetta datt mér í hug.

Og ég er viss um að það hafi verið þetta Mann"réttinda"ráð sem réðst á Sveinbjörgu árið 2014 þegar hún fór fram á íbúalýðræði.

Pétur D. (IP-tala skráð) 27.6.2018 kl. 18:22

4 identicon

Geir. Big Brother glopal-stórfyrirtækin fella þá smáu, svo þeir geti sölsað undir sig allt jarðríkið.

Og öll ólíku klæðin verða seld í einni alþjóðaeinokunar-"heildsölu"-"samkeppnis"-"smásöluverslun", sem að sjálfsögðu telur sig í heiðarlegri "samkeppni" á heims-einokunarmarkaðinum?

Það er ekki satt sem sagt hefur verið, að fötin og útlitið skapi manninn/konuna.

Og algjört aukaatriði í raun hverju fólk klæðist. Gildir bæði í Danmörku og á Íslandi. Og út um allan heim.

Aðalatriðið er að það sé heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Klæðnaðurinn utan um líkamann er í raun algjört aukaatriði, í stóra samhenginu.

Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama!

Ef ég man rétt, þá var eitthvert heilsuráð Reykjavíkur-(eitthvað), (man ekki nafnið á ráðinu rétt), með skilaboð í fjölmiðli, um að taka B-SÚPER vítamín úr umferð, vegna þess að það væri of mikið af B-6 vítamíni í hlutfalli við önnur B-vítamín í blöndunni?

Ég varð mjög undrandi á þessum fjölmiðluðu og undarlegu skilaboðum.

Því ég hef skilið það svo að hlutföll B-vítamína í þessari B-SÚPER blöndu, séu börnum og unglingum með athyglisbrest mjög góð og vel samsett, og hjálpleg?

Það þarf eftirlit með þessari Reykjavíkur-heilbrigðis(eitthvað), sem virðist bulla tómt og óábyrgt kjaftæði út í suma fjölmiðla, á ábyrgðarlausan og óútskýrðan hátt?

Eða kannski eru það bara enn einu sinni marklausir fjölmiðlar sem skálda, bulla og ljúga?

Ég mæli með B-SÚPER!

Það er einstaklingsbundið hvað mikið hver og einn þarf af hvaða vítamínum. Og glæpsamlegt af einhverjum "heilbrigðis-ráðum" Reykjavíkurborgar, að koma með svona innköllun og bann-fullyrðingar í fjölmiðlum um B-SUPER! Hvaða læknir eða næringarfræðingur ber ábyrgð á svona lygabulli?

Hvar er eftirlitið með svona óábyrgu og skaðlegu bulli heilbrigðisfullyrðinga hjá Reykjavíkurborg?

Vantar kannski klæðalitla dópista á götur Reykjavíkur-borgarinnar, sem ánetjast götudópinu rán-dýra og ólöglega, vegna vítamín/steinefna-skorts?

Ungt heilbrigðiskerfis-svikið fólk með tilheyrandi athyglisbrest og orkuskort? Og götusalarnir siðblindusjúku og ólöglegu græða á þeim?

Hvað hefur heilbrigðisráð Reykjavíkur með svona VÍTAMÍN-INNKÖLLUN að gera? Klæðalausir bullandi svika keisarar fá að banna og innkalla án ábyrgðar, í fjölmiðlum? 

Skortur á einhverju efni leiðir til fíknar í það efni, og fíknar í orku vegna efnaskorts!

Við þurfum ekki skortsframkallandi ráð heilbrigðis(eitthvað) í Reykjavík. Nógu slæmt er ástandið fyrir, þótt ekki sé verið að kerfis-banna næringarefni sem hjálpa og fyrirbyggja! 

Klæðalausir skurð-yfirmoksturslækna-keisararnir tjá sig aldrei um alvöru skortsmál sjúklinga?

Er þeim kannski sama um allt nema peninga í boði siðblindunnar bankaspilltu?

Siðblindir skurðgráðu yfirlæknar af ýmsum gráðu-tegundum, eru margir mjög hættulega græðgisjúkir valdamenn í samfélögum heimsins í dag! Sloppurinn hvíti,(nakið keisarans skálkaskjól) bjargar þeim gráðumönnum ekki lengur fyrir siðblindunnar og græðginnar horn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2018 kl. 23:35

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að hið stranga lyfjaeftirlit nútímans er runnið undan rifjum stóru lyfjafyrirtækjana.

Geir Ágústsson, 28.6.2018 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband