Mánudagur, 11. júní 2018
Rass fjöldamorðingja sleiktur
Leiðtogi Norður-Kóreu er, og hefur verið undanfarna áratugi (óháð persónu), siðblindur og ósvífinn fjöldamorðingi.
(Ef þú ert að hugsa að Donald Trump sé engu skárri þá skjátlast þér.)
Heimsbyggðin hefur ekki vitað hvað hún á að gera við fangelsið og þrælabúðirnar sem Norður-Kórea er í heild sinni. Þar lifir lítill hópur í vellystingum og aðrir við örbirgð að því marki sem þeir mega yfirleitt vera á lífi.
Í Norður-Kóreu hafa menn passað sig vel á því að forðast myndun sæmilega efnaðrar og sjálfbjarga miðstéttar.
Menn fá allt (lesist: ekkert) ókeypis en mega um leið ekki klóra sér í rassgatinu án leyfis. Fólk grætur þegar því er sagt að gráta og hlær þegar því er sagt að hlægja.
Núna ferðast leiðtogi þessa ofvaxna fangelsis og leyfir fólki að sleikja á sér rassgatið.
Kannski eru meintar umræður við þennan mann snjallræði til að lokka hann úr greni sínu. það kemur í ljós. Kannski tekst loksins að opna á umræður um framtíð þrælabúðanna illræmdu. Kannski verður leiðtoganum viðurstyggilega mútað til að koma sér úr veginum og leyfa kúguðum þegnum hans að ná sambandi við umheiminn.
Vonandi gerist eitthvað. Norður-Kórea er svartasti blettur Jarðarinnar, bókstaflega.
Ráðherra náði einstakri sjálfu með Kim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið til í þessu hjá þér. - Svo má líta á þetta líka með því hugarfari, að það sé einstakt, og þá sérstaklega með tilliti til þess sem þú telur upp, að ekki sé seinna vænna AÐ NÁ mynd af kvikindinu (og reyndar sjálfum sér í leiðinni) því enginn veit hvernig þetta endar með hann (og Trump). - Þetta jafngildir því (næstum) að ná sjálfu með Lenín, Stalín, Gaddafi, Saddam Hussein eða bara Hitler. Að sjálfsögðu er þetta merkilegt...en getur verið með ýmsum formerkjum samt.
Már Elíson, 11.6.2018 kl. 21:41
"You'r fired" er vonandi það eina sem Trumpið hefur að segja við þetta viðurstyggilega skítseiði. Annað væri alger geggjun, svo absúrd er þessi fundur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.6.2018 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.