Þriðjudagur, 5. júní 2018
Ónei, lög um eitthvað!
Það er sjaldan von á góðu þegar þingmenn ræða um að setja löggjöf um eitthvað, jafnvel þótt bara sé talað um að gera eitthvað óskýrt skýrt eða óljóst ljóst.
Löggjöf hefur yfirleitt í för með sér einhvers konar leyfisveitingu, eftirlit, skatta og skilyrði.
Nú má vel vera að vatnsgufa með snefilefnum eigi heima í löggjöfinni. Danir stóðust ekki mátið og settu löggjöf um vatnsgufu með snefilefnum, en sú löggjöf var hófstillt. Hún fólst fyrst og fremst í því að halda slíkri vatnsgufu frá svæðum þar sem börn eru á ferð (svona til að þau fái ekki vatnsgufuna ofan í útblástur frá bílum og reykháfum, ryk frá jörðinni og uppgufun frá sápum og hreinsiefnum). Punktur. Mun íslensk löggjöf láta staðar numið við það eða ganga miklu lengra? Íslendingar eru vanir að gerast kaþólskari en páfinn þegar kemur að því að apa upp löggjöf eftir öðrum. Verður einhver breyting á því?
Annars er vert að minna á að rafretturnar hafa hjálpað mörgum að hætta tóbaksneyslunni og leiða ekki til þess að unglingar leiðist út í tóbaksneyslu.
Fengu 69 umsagnir um rafrettur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að gefa lög, hef ég tekið eftir, er eins og að gefa kynsjúkdóm. Báðir aðilar virðast hafa gaman af ferlinu, en þyggjandinn verður alltaf fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna, og þá er það ekki aftur tekið.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.6.2018 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.