Jordan Peterson, einsmannsher

Það hefur vonandi ekki farið framhjá mjög mörgum að kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan B. Peterson er staddur á Íslandi til að halda tvo fyrirlestra sem um hálft prósent Íslendinga á miða á.

Sá fyrri var í gær og sá seinni er í dag.

En hver er þessi maður og hvað er svona merkilegt við hvað hann er að segja?

Til að komast að því geta menn kynnt sér gríðarlega efnismikla Youtube-rás hans, eða lesið bækurnar hans

Örstutta útgáfan er sú að maðurinn er að segja hluti - hátt og skýrt - sem nútímaleg umræðuhefð hefur lokað á, á einn eða annan hátt.

Hann er að benda á vanlíðan margra einstaklinga.

Hann er að berjast við pólitískan rétttrúnað.

Hann er að hafna afneitun á því sem er raunverulegt, t.d. líffræðilegum kynjum og muninum á körlum og konum.

Hann er að útskýra ýmislegt með notkun vísindanna, t.d. áhrif mismunandi persónuleikaeinkenna á t.d. laun og velgengni almennt.

Hann er að kenna fólki einföld en áhrifarík ráð til að ná markmiðum sínum.

Hann hvetur fólk til að fylla líf sitt af því sem skiptir máli frekar en að eltast við léttúð og stundargleði.

Ég hvet alla til að kynna sér boðskap hans. Góð byrjun (en að vísu ekki æsispennandi) fæst í þessu myndbandi:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband