Fimmtudagur, 31. maí 2018
Bröltið í Bandaríkjunum
Auðvitað eiga Bandaríkin að koma sér út úr öllum ríkjum með herdeildir sínar. Her á að verja landamæri, punktur. Vilji menn skerast í leikinn, t.d. þegar einhver yfirvöld brytja niður eigin þegna, á slíkt aldrei að leiða til varanlegs hernáms.
Um leið þarf að leggja meiri áherslu á að þjóðir eða þjóðarbrot fái að ráða sér sjálf, jafnvel þótt slíkt þýði uppskipting núverandi ríkja. Kúrdar eiga að fá sitt eigið ríki með bitum af Tyrklandi, Írak, Íran og Sýrlandi. Í Afríku þarf að brjóta upp fjölmörg landamæri frá nýlendutímabilinu og sameina þjóðir sem lifa sitt hvorum megin við landamæri innan nýrra landamæra.
Í Bandaríkjunum eru margir ósáttir við að Donald Trump sé forseti. Viðkomandi á að geta aflað stuðnings fyrir því að ríki hans lýsi yfir sjálfstæði og um leið aðskilnaði frá bandaríska alríkinu.
Sundrun eða uppskipting er oft besta sameiningaraflið.
Vill að Bandaríkjaher yfirgefi landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.