Fyrirsjánleiki er góður en kemur hann í veg fyrir bruðl?

Nú er lagt til að kjararáð verði lagt niður og að í staðinn komist á skipulegra ferli.

Þetta er sennilega góð hugmynd en ég efast um að hún leiði til lækkunar á launakostnaði ríkisins.

Í fyrsta lagi skammtar hið opinbera sjálfu sér alltaf ríkulega, a.m.k. í efstu lögunum. Það er hætt við að túlkanir á launaþróun verði alltaf ríkisstarfsmönnum í hag. Ef almenn laun hækka um 5% þá hækka ríkisstarfsmenn um 5%. Leiði verðbólga til þess að kaupmáttur á almennum vinnumarkaði lækki mun það ekki gilda um ríkisstarfsmennina - þeir fá einfaldlega sínar launahækkanir ofan á uppbót vegna verðbólgu.

Í öðru lagi hafa ríkisstarfsmenn talið sjálfum sér í trú um að þeir séu ómissandi. Þeir eru jú dómarar, yfirmenn og embættismenn sem fari með trúnaðargögn! Þarf ekki að verðlauna svona fólk ríkulega og tryggja að það hætti ekki í vinnunni sinni? 

Í þriðja lagi er báknið svo bólgið að það er engin leið að halda aftur af frekari vexti þess. Það er alltaf einhver starfsstéttin á leið í verkfall eða býr við útrunna kjarasamninga. Þeir sem heyra nú undir kjararáð munu ekki sætta sig við að fá minna en aðrir, sama hver það er.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir að launakostnaður ríkisins bólgni út á hverju ári er að fækka ríkisstarfsmönnum. Mestu hagvaxtarskeið vestrænna ríkja hafa verið á tímum hógværrar skattheimtu (nær 20% en 50%), minni reglugerða, frjálsari viðskipta og minna ríkisvalds. Með öðrum orðum: Þegar opinberir starfsmenn voru færri og gerðu minna.


mbl.is Leggja til að kjararáð verði lagt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband