Umbúðir minnka matarsóun

Ef það verður gert dýrara eða erfiðara að nota einnota umbúðir mun matarsóun aukast.

Sérstaklega á þetta við um plast sem er bæði þunnt og fyrirferðarlítið og andar ekki (heldur fersku súrefni frá matvælum).

Sé ætlunin sú að minnka rusl í sjónum er nærtækast að beina því til fátækra ríkja (þeirra sem menga mest) að taka upp óheflaðan kapítalisma svo íbúar þar verði nógu ríkir til að verða pjattaðir og krefjast hreinna umhverfis.


mbl.is ESB vill banna einnota plast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála.  Við sjáum skelfilegar myndir erlendis frá, þar sem heilu fljótin eru þakin plastrusli sem rennur beint til sjávar.  Hérlendis nýtast plastumbúðir vel til þess að varðveita matvælin og halda þeim heilnæmum.  Þær umbúðir fara svo beint í ruslatunnuna - sem sorpfyrirtækin hljóta að farga á sem heppilegastan hátt. En er það ekki venjan að hengja bakara fyrir smið - ef sá fyrrnefni er auð-í-náanlegri?

Kolbrún Hilmars, 30.5.2018 kl. 15:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er einfaldlega búið að finna mál þar sem þingmenn geta slegið sig til riddara. Innihaldið er ekkert. Tilgangurinn er enginn. Árangurinn verður enginn. Evrópa heldur áfram að hengja lóð á sig á meðan margir aðrir heimshlutar svífa til himna í velmegun. 

Geir Ágústsson, 31.5.2018 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband