Ekki er allt nám verðmætaskapandi

Það virðist vera að renna upp fyrir fleirum að ekki er allt nám verðmætaskapandi, a.m.k. ekki í þeim skilningi að nemandinn lærir neitt sem eykur verðmæti vinnu hans.

(Þetta er svolítið sérstakt í tilviki opinberra starfsmanna sem mennta sig sérhæft inn í ríkiseinokun, t.d. kennarar og ljósmæður. Þar togast ekki á sömu öfl framboðs og eftirspurnar því ríkisvaldið eignast - ef svo má segja - viðkomandi starfsmann, því hann hefur ekki úr svo miklu að moða með sína menntun.)

Þar með er ekki sagt að námið hafi verið tímasóun. Smiður sem nennir ekki að vinna úti lengur getur tekið kennararéttindi og fengið þægilega innivinnu. Vörubílstjóri sem nennir ekki að keyra bíl allan daginn getur tekið leikskólakennaranám og komist í fyrirsjáanlegri dagskrá.

Sumt nám er algjör óþarfi fyrir marga sem taka það. Tökum til dæmis venjulegan grunnskólakennara. Hann kann öll fögin. Hann kann að eiga við krakka. Hann kann að tjá sig. Hvað lærir hann í margra ára kennaranámi? Hann lærir á allskyns ferla og örugglega eitthvað um sálfræði og einelti og athyglisbrest. Varð hann betri kennari við það? Er ekki nóg að hafa 2-3 sérhæfða starfsmenn í hverjum skóla sem kunna á sértilvikin og leyfa kennurum að vera kennarar? Ég spyr af einlægni.

Kannski varð hið langa kennaranám bara til þess að svipta hann starfsreynslu og tekjum sem gerir það að verkum að viðkomandi er ólmur að fá hærri laun sem hið opinbera vill samt ekki greiða honum. Hvað gerir viðkomandi þá? Hættir og finnur aðra vinnu? Þá reyndist kennaranámið virkilega vera tímasóun og auðvitað sóun á fé skattgreiðenda.

Það er alveg hægt að mennta sig án þess að setjast á skólabekk og gleypa forsoðnar kenningar. Margir taka reglulega námskeið. Sumir nota frítíma sinn til að læra eitthvað nýtt. Sumir eru alltaf að lesa sér til um hitt og þetta. Nám er ekki hið sama og skólaganga, og skólaganga er ekki alltaf nám.

Nú þegar búið er að skera á tengsl náms og verðmætasköpunar er kannski komið tækifæri til að endurhugsa hlutverk hins opinbera í skólakerfinu?


mbl.is Ekki samband milli launa og menntunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband