Hjólreiðavinir, aldraðir og sköllóttir semja

Þegar frumvarp til laga um fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík voru til umræðu sagði einn stuðningsmanna frumvarpsins eftirfarandi:

Fagna því ef að grasrótarsamtök bjóða fram krafta sína í þessa samfélagsþjónustu, ef að hjólreiðavinir, aldraðir, sköllóttir, hverjir sem það eru, kjósa að bjóða fram sín baráttumál, og því tekið fagnandi, og það er lægri þröskuldur og við fáum breiðari og fjölbreyttari sveitarstjórnir eftir því sem þær eru fjölskipaðri að þessu leyti.

Núna hafa vonandi allir fengið sinn borgarfulltrúa: Hjólreiðavinir, aldraðir og sköllóttir. Það sem tekur nú við er að sköllóttir og aldraðir þurfa að setja sig inn í grunnskólamál, hjólreiðavinir inn í holræsamál og allir þurfa auðvitað að hafa skoðun á skipulagsmálum, íþróttamálum og velferðarmálum.

Einsflokksframboð þurfa skyndilega að mynda sér skoðun á allskyns málaflokkum án þess að hafa velt þeim mikið fyrir sér áður.

Þessi ringulreið verður vonandi ekki til þess að skaða borgina of mikið.

Ég legg til að borgin fari strax fram á að borgarfulltrúum verði fækkað aftur og jafnvel í færri en 15. 


mbl.is Allir að tala við alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband