Litlir smákóngar með litlu stimplana sína

Það að byggja hús og tengja við rafmagn, vatn, skolp og aðra innviði er ekki óþekkt verkefni.  Raunar á að vera hægt að byggja hús með öllu tilheyrandi nokkuð fyrirsjáanlega á meðan menn lenda ekki á verðmætum fornleifum í jörðinni eða klöpp þar sem búist var við sandi og leir.

Verktakar hafa yfirleitt ágæta hugmynd um hvað kostar að byggja hús. Verktökum sem gengur vel halda áfram að byggja. Aðrir fara á hausinn. Á Íslandi eru til mörg byggingafélög sem eru góð í því að byggja hús.

Svo virðist sem stærsti óvissuþátturinn sé orðinn sá mannlegi.

Verktakar virðast ekki geta fengið nauðsynleg leyfi fyrirfram. Um þau þarf að sækja jafnóðum og hætta á að lenda í löngum biðtíma. Einhver smákóngurinn á einhverri skrifstofunni frestar því að stimpla plaggið. Það veitir honum sennilega ánægju. Hann bætir við kröfurnar eða sleppir því. Ræsið á að vera hérna en ekki þarna. Teikningarnar eru allt í einu ófullnægjandi. Það á að nota annað efni í einangrun. 

Það er alltaf hætta á að lenda á fornleifum í jörðinni eða klöpp. Sú hætta virðist samt vera orðin minni en að lenda á alltof valdamiklum skriffinni í ofvaxinni stjórnsýslu.


mbl.is Gerir nýju íbúðirnar dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo bíða "fjárfestarnir" í hrönnum eftir því að læsa klónum í þessar eignir. Það skiptir þá ekki neinu máli þó að þeir hafi biðið 11 mánuðum skemur. Að stjórnarformaður Eyktar skuli láta hafa sig í svona vitleysis hjal er óskiljanlegt.

thin (IP-tala skráð) 8.5.2018 kl. 08:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Svona heimatilbúnar hindranir skipta alla máli. Maðurinn sem reynir að reisa einbýlishúsið sitt gæti alveg eins lent í klónum á kerfinu. Ég þekki mann innréttaði fiskbúð í Reykjavík og endaði á að sprengja allar áætlanir af því eitt yfirvaldið gat ekki verið sammála öðru yfirvaldi um hluti sem lágu fyrir á teikningum allan tímann. Svona stjórnkerfis - og eftirlitsflækjur skaða alla. 

Geir Ágústsson, 8.5.2018 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband