GREYIÐ sveitastjórnarfólkið!

Aukið álag á sveitarstjórnarfólk með fleiri og flóknari verkefnum gæti átt þátt í því að tæp 60% þeirra snúa ekki aftur að loknum kosningum hverju sinni. Eða svo er okkur sagt.

Kannski er þetta ekki rétt skýring. Kannski er rétt skýring sú að flokkarnir sjálfir séu sífellt að henda úti reynslumesta fólkinu sínu í von um að eitthvað annað andlit selji sama boðskap betur.

Sé þetta hins vegar rétt skýring er erfitt að verjast hlátri.

Hver bað sveitarstjórnirnar um að taka að sér öll þessu flóknu og erfiðu verkefni?

Lögin kveða á um sumt en alls ekki allt. Sveitarstjórnir hafa í mörgum tilvikum bara sjálf ákveðið að taka að sér stór og flókin verkefni, oft með því að traðka á einkaaðilum.

Er ekki hægt að skila þessum verkefnum aftur?

Er ekki hægt að úthýsa í mun meiri mæli? Eða lækka skatta og koma sveitarstjórnum hreinlega alveg út úr mörgum af hinum erfiðu og flóknu verkefnum?

Það er hægt en er ekki gert. Af hverju? Jú af því sveitarstjórnarfólk er margt valdagráðugt, og vill skipta sér af miklu meira en það þarf skv. lögum. Besta dæmi er sennilega hið ótakmarkaða vald sveitarfélaga til að skipuleggja svæði eða sleppa því. Með skipulagsvaldinu má loka veitingastöðum, leiguherbergjum og bílaumferð. 

Sé einhver áhugi á að nýta krafta sveitarstjórnarmanna á skynsamlegan hátt þarf að fækka verkefnum þess.


mbl.is Mikil endurnýjun í sveitarstjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verktakar velja bara þá bita sem gefa mestan gróða og eru skemmtilegastir allt hitt er skilið eftir handa venjulegum starfsmönnum að sinna

Borgari (IP-tala skráð) 7.5.2018 kl. 18:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Af hverju mætir þú í vinnuna?

Af hverju er ekki hægt að græða á því að byggja hús í Rvk nema það sé lúxusíbúð?

Geir Ágústsson, 7.5.2018 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband