Vextir og vitleysa

Hvað eru réttir vextir?

Lágir vextir? Þeir auðvelda vissulega lántöku en draga um leið úr sparnaði.

Háir vextir? Þeir tryggja ákveðið aðhald og það að fjárfestingar séu úthugsaðar en gera vissulega lántökur erfiðari.

Á að stuðla að lágri en stöðugri verðbólgu? Það þenur vissulega út hagkerfið en eykur ekki verðmætasköpun. 

Á að heimila almenna verðhjöðnun, þ.e. að halda peningamagni í umferð föstu og leyfa bættri framleiðni að leiða til lækkandi verðlags? Það kemur útlánendum vel og skuldurum illa. Kjósendur sem skulda eru fleiri en kjósendur sem lána út. 

Á að miða vexti á Íslandi við vexti erlendis? Af hverju?

Ríkisvaldið á ekki að koma nálægt fjármálamörkuðum og Seðlabanka Íslands á að leggja niður. Þá verða spurningar um vexti, lántökur, verðlag og peningaprentun að verkefni hins frjálsa markaðar þar sem framboð og eftirspurn takast á, verðlag aðlagar sig að breyttum aðstæðum og stjórnmálamenn fá næði til að skrifa allskyns hvítbækur. 


mbl.is Sagði krónuna auka vaxtakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu er það krónan sem veldur háum vöxtum. Algjört frelsi á fjármagnsmarkaði myndi valda enn hærri vöxtum.

Þetta er vegna þess að þá skortir allt aðhald sem seðlabankinn veitir til að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Það eru nefnilega þessar sveiflur sem eiga stærstan þátt í háum vöxtum. 

Jafn lítill gjaldmiðill og krónan mun aldrei njóta mikils trausts vegna þessara sveiflna sem þegar verst lætur valda hruni. Þess vegna er nauðsynlegt að bjóða hærri vexti til að koma í veg fyrir að of mikið fé streymi úr landi.

Krónan kostar okkur hundruð milljarða á ári. Sá kostnaður lendir þó ekki á auðmönnum sem þvert á móti geta hagnast stórlega á gengissveiflunum.

Almenningur blæðir. Hann getur þó ekki kvartað meðan hann hafnar leiðinni til að bæta ástandið. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.5.2018 kl. 18:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Íslendingum er yfirleitt kynntir tveir valkostir:

- Að halda úti eigin peningaprentun hins íslenska ríkisvalds

- Að gangast undir peningaprentunarvald erlents ríkisvalds, eða ríkjasambands

Þriðji möguleikinn er til staðar: Að hið íslenska ríkið hætti að halda úti eigin gjaldmiðli. Um leið þarf að gera notkun annarra gjaldmiðla frjálsari og heimila einkaaðilum að koma inn á markað peningaframleiðslu. Ríkið getur svo bara gert kröfur um að fá skattgreiðslur á ýmsan hátt. Slíkt er ekki fáheyrt né flókið. 

Geir Ágústsson, 4.5.2018 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband