Ríkið komi sér úr veginum

Hvað stuðlar að nýsköpun?

Opinberar nefndir? 

Opinberir styrkir?

Opinber nýsköpunarstefna?

Það held ég ekki. Auðvitað má borga manni til að finna upp hluti en það hefur fyrst og fremst þann tilgang að kaupa atkvæði handa stjórnmálamönnum.

Fyrirtæki og einstaklingar stunda nýsköpun - áhættusama, óvissa, tímafreka og krefjandi nýsköpun sem felur jafnvel í sér tekjutap og skuldsetningu - því í henni liggur gróðavon.

Össur, CCP, Skaginn X og Marel eyða stórum fjárhæðum í nýsköpun til að tryggja stöðu sína á samkeppnismörkuðum.

Ríkisvaldið skattleggur þessi fyrirtæki hægri og vinstri. Slíkt dregur úr nýsköpun þeirra.

Ríkisvaldið reynir um leið að styðja aðra til nýsköpunar, t.d. með styrkjum og undanþágum, en um leið og hún tekst upp tekur við full skattheimta sem mörg nýsköpunarfyrirtæki ná aldrei að ráða við, og þau deyja.

Það besta sem ríkisvaldið getur gert til að stuðla að nýsköpun er að fækka reglum, lækka skatta, fækka hindrunum eins og leyfisveitingum og ýmsum skráningum, og koma sér úr veginum.


mbl.is Hefja mótun nýsköpunarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband