Föstudagur, 27. apríl 2018
Hvað svo?
Þegar kerfi er meingallað og virkar ekki nema með stanslausu viðhaldi er ekki víst að neyðarviðgerð á einu tannhjóli hjálpi til lengri tíma. Skömmu seinna kemur önnur bilun upp sem þarf neyðaviðgerð. Bráðum er allt kerfið í neyðarástandi. Á endanum hrynur það.
Allir vilja fá hærri laun fyrir vinnu sína. Á frjálsum markaði er þetta vandamál leyst með samningum einstaklinga við vinnuveitendur. Telji einhver sig eiga skilið hærri laun getur hann skipt um vinnu. Eigi hann hærri laun skilið mun hann fá þau annars staðar. Eigi hann ekki hærri laun skilið kemst hann fljótlega að því í launaviðræðum.
Innan ríkiseinokunarinnar gilda allt önnur lögmál. Þar fær fólk borgað eftir starfsaldri, fjölda námskeiða og starfsheitum. Þar eru engir viðskiptavinir að borga fyrir aðgang að besta starfsfólkinu. Fólk fær handahófskennt úthlutað sérfræðingum. Sumir eru góðir og aðrir slæmir en allir vinna út frá sama kjarasamningi.
Góðar ljósmæður eiga skilið góð laun. Lélegar ljósmæður eiga skilið lélegri laun. Ef heilbrigðisráðherra getur komið á slíku fyrirkomulagi hefur hann sinnt starfi sínu.
![]() |
Þurfti að leysa málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Gott að búið er að leysa vandann.
Allir fæddir borgar á Icelandi"$" verða svo hreinlega að geta búið í húsnæði sem heldur vatni, snjó og vindum. Siðmenntaðra samfélög byggjast á að forða fólki frá steypuglæpa-verktökum dauða-okursins.
Eins og til dæmis: Icelads"$" Aðalverktaka-mafían steypu-steinkalda og siðblinda. SA kúgunarveldi Íslands fæddist ekki í gær.
Einstaklingar alls samfélagsins eru þessi tannhjól sem þú talar um. Í því felst siðferðislega lögverjandi lýðræðið, og nota tjáningarfrelsið og meðfædda frelsið einungis til góðs, fyrir allt samfélagið. En ekki bara til góðs fyrir klíkuklúbb ,,SA mafíunnar" glæpsamlegu og siðblindu.
Upplýst og heiðarleg umræða með réttlætanlegum rökum samfélags-mennskunnar og friðarins, er eina leiðin til að sið-mennta fólk og ríki.
Kærleikurinn greiðir götu góðu orkunnar. Hatrið, öfundin, og sjúkleg græðgisiðblinda greiðir afvegaleiðingar-götu illu orkunnar.
Sú orka sem við hvert og eitt erum fær um að næra með orðum okkar, verkum, óskum (bænum), og gjörðum, verður farvegur hvers og eins.
Og þar með farvegur samfélagsins í heild sinni. Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama er nauðsynlegt grunnstef í farvegs-ferð góðu orkunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa því miður í of mörgum tilfellum svikið læknaeiðinn samviskulaust, og gert út á græðginnar farveg illu og sjúkra misnotuðu orkuna. Og hvað hafa lækna/lyfjayfirvöld (sem nú orðið eru jafn hættuleg og undirheima-lyfsalar), sér til málsbóta? Í þessari meðvirku yfirlæknasvikaeiðs-vegferð sinni í gegnum áratugina og jafnvel aldirnar?
Svarið liggur hjá þeim sem stjórna læknasvikunum lögmanna/dómstólavörðu, og siðlausri græðginni sem þeir hafa leitt áfram hér á jörðinni! Sem segjast verja siðmenntað réttlæti, en verja í raun of margir siðlaust óréttlæti glæpayfirmafíu-lækna/lyfjasvikafyrirtækja jarðar.
Það er ekki, og verður aldrei, einungis eins manns/konu verk að stýra öllum tannhjólum tilverunnar á Icelandi"S", né á allri jörðinni. Svo mikið skil ég núorðið, þótt ég skilji oft á tíðum frekar fátt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2018 kl. 14:14
Það er ekkert mál að vera í samfélagi tannhjóla sem vinna saman. Manni vantar skó og selur vinnu sína við að veiða fisk til að kaupa vinnu annars sem saumar skó. Nágranna vantar egg en getur dag einn hjálpað manni með smá mjólkurdreitil. Enginn er eyland nema sætta sig við þá fátækt og einveru sem fylgir slíkri tilvist.
Ljósmæður þjóna fólki en bara óbeint. Fólk borgar skatta sem fara í hít sem borgar ljósmæðrum. Þessi aftenging er slæm fyrir alla, sérstaklega duglegar ljósmæður.
Sá sem vinnur ókeypis hefur ekki efni á nauðsynjum. Sá sem græðir er að heilla viðskiptavina sína meira en sá sem tapar.
Geir Ágústsson, 29.4.2018 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.