Samkeppniseftirlitið er nauðsynlegt því ríkið hamlar samkeppni

Af hverju er þörf á samkeppniseftirliti?

Það er af því að ríkisvaldið takmarkar marga möguleika á samkeppni.

Ríkið heldur t.d. úti ýmsum rekstri í beinni samkeppni við einkaaðila. RÚV er hér gott dæmi. Það er samkeppnishamlandi.

Ríkið krefst líka ýmislegs sem kæfir samkeppni í fæðingu. Textun erlends sjónvarpsefnis er dæmi um slíkt. Af hverju þarf að texta allt sem íslenskir aðilar senda út eða endurvarpa, en ekki allt sem finnst á netinu með nokkrum músasmellum?

Ríkið heldur úti reglugerðasafni sem verndar fyrirtæki fyrir of mikilli samkeppni frá nýjum aðilum. Bankarnir eru hér gott dæmi. Þeir eru himinlifandi með reglugerðafrumskóginn sem umlykur þá. 

Ríkið takmarkar nýsköpun, bannar ákveðið orðalag í auglýsingum, flækist fyrir framkvæmdum, kemur í veg fyrir samruna fyrirtækja og dregur úr hraða þeirra breytinga sem markaðurinn er að reyna koma á. 

Ef ríkið hættir að keppa við einkaaðila og hættir að flækjast fyrir fyrirtækjum á frjálsum markaði væri engin þörf á samkeppniseftirliti.

Leggjum Samkeppniseftirlitið niður samhliða afnámi stórra lagabálka og reglugerðabunka.


mbl.is Samkeppniseftirlitið svarar Ara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband