Fimmtudagur, 26. apríl 2018
Pílukast með bundið fyrir augun
Það er skiljanlegt að menn geri áætlanir sem standast ekki. Það er jú ástæða fyrir því að sósíalismi/kommúnismi ganga ekki upp því þá er algjörlega treyst á áætlanir og ekki á aðlögun að síbreytilegum heimi.
Stundum er samt eins og áætlanir séu settar saman með pílukasti þar sem þátttakendur eru með bundið fyrir augun.
Milljarður í plús! Úbbs, þeir reyndust þrír.
Tveir milljarðar í mínus! Úbbs, þeir reyndust 15!
Sem betur fer eru fleiri og fleiri byrjaðir að benda á að svona áætlanagerð gengur ekki upp og um leið að það dugi ekki að hlaða skuldum á opinberan rekstur í blússandi uppsveiflu.
Fyrirtæki endurmeta áætlanir sínar oft á ári og reyna í sífellu að aðlaga útgjöld að tekjum. Hið opinbera aðlagar áætlanir að kosningum og aðlagar bara útgjöldin upp kosningaloforðum.
Því minna sem hið opinbera gerir, því betra. Einkavæðum allt.
![]() |
Afkoman milljörðum umfram áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.