Viðskiptafréttirnar sem vantar

Það vantar ekki fréttir af bólförum Bandaríkjaforseta eða flökti á hlutabréfamörkuðum. Hins vegar er til fullt af fréttum sem íslenskir fjölmiðlar (og raunar fæstir fjölmiðlar hvar sem er) segja ekki frá.

Fyrir þær fréttir sem vantar er best að heimsækja ZeroHedge.com reglulega.

Þar er t.d. frétt og samantekt um að það sé byrjað að hægjast á evrópska hagkerfinu, og að sá hægagangur sé leiddur áfram af Þýskalandi. Hvað gerir evrópski seðlabankinn þá? Prentar peninga, kaupir skuldabréf og reynir að þrýsta vöxtum niður? Hvað verður þá um evruna? Hún er í harðri samkeppni við bandaríska dollarann og japanska jenið um að verða verðlaus sem fyrst en það vill enginn vinna slíka samkeppni.

Ekki er ástandið betra í Bandaríkjunum. Meira að segja opinberar stofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af efnahagsástandinu og horfum þess og þá er mikið sagt. Hvað gera menn þá? Láta seðlabankann prenta peninga, kaupa skuldabréf og reyna þrýsta vöxtum niður? Hvað verður þá um dollarann? Hann er í harðri samkeppni við evruna og japanska jenið um að verða verðlaus sem fyrst en það vill enginn vinna slíka samkeppni.

Heimshagkerfið stendur á næfurþunnum ís. Viðskiptahöft eru byrjuð að aukast. Tortryggni fer vaxandi í stjórnmálunum. Menn stunda lítið æfingarstríð í Sýrlandi sem gæti alveg brotist út í stærri átök. Kjósendur kjósa aðila sem lofa öllu fögru fyrir alla en er um leið byggt á hagfræði sem stenst enga skoðun. 

Það er meiriháttar hrun í vændum. Peningabólan árið 2008 mun blikna í samanburðinum. 

Ekki safna skuldum nema til að koma þaki yfir höfuðið á þér og kannski til að eignast bíl. Ekki eyða öllum launum þínum. Ekki spara í íslenskri krónu. Ekki kjósa stjórnmálamenn sem vilja eyða meira af peningunum þínum. Ekki treysta á að fá mikið úr lífeyrissjóði þínum. Ekki vera án varaáætlunar.

Og ekki láta þögn fjölmiðla um óveðursskýin sem hrannast upp blekkja þig.


mbl.is Viðskiptaafgangur mun ekki nægja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ef lífeyrissjóðirnir hafa meira fé undir höndum en það sem þarf til fjárfesting a Íslandi þá eru gjöldin of há. Sjóðirnir hafa tekjur í íslenskum krónum og eiga því að fjárfesta í íslenskum krónum. Því annars stuðla þeir að falli krónunar. Stundum bera menn lífeyrissjóðona saman við norska olíusjóðinn og segja að hann fjárfesti eingöngu erlendis, en hann hefur allar sínar tekjur í erlendum gjaldeyri og því væri jafn mikið glapræði að breyta þeim tekjum strax í norskar krónur og það er mikið glapræði að breyta 15% af tekjum íslendinga í erlendan gjaldmiðil og fella þar með krónuna.

Sigurjón Jónsson, 20.4.2018 kl. 08:16

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur eru alveg áhugalausir um lífeyrissjóðabáknið sem stefnir óðfluga í öngstræti. Sennilega vegna þess hvað oft heyrist klisjan: Við erum með besta lífeyrissjóðakerfi í veröldinni. (Já svona eins og kvóta og fiskveiðistjórnunarkerfið)

Þórir Kjartansson, 20.4.2018 kl. 08:33

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er ótrúlegt hverju menn geta slett fram um lífeyrissjóðina.

Hvor þeir hafi tekjur í þessari eða hinni mynt er algerlega án þýðingar. Fullt af fólki vinnur við útflutningsgreinar og það fólk greiðir í lífeyrissjóðina.

Heimilin í landinu (sem eiga lífeyrissjóðina) eru stærsti nettólánveitandinn í hagkerfinu okkar; þ.e. bankainnistæður þeirra og lífeyrissjóðir. Ef heimilin missa vinnuna þá er framboð af peningum til fjárfestina og atvinnusköpunar svo gott sem ekkert og ríkissjóður missir alþjóðlega lánshæfni, því skattatekjur hans koma allar frá atvinnustarfsemi. Engar aðrar tekjur eru til í landinu. Engar.

Samkvæmt þessu sem hér er fært fram þá mega til dæmis verslanir ekki breyta um verð þegar harðnar á dalnum. Ekki lækka þau til að komast áfram.

Gengið er gírkassi hagkerfisins. Þegar hagkerfið þarf að komast upp brekkur og yfir fjöll, þá er skipt um gír. Hagkerfið skiptir um verðmiða á sér. Sennilega skilja bara athafnamenn þessa jöfnu, því svona heimspeki um að hafa bara eitt skot í byssunni, er fjandsamleg allri verðmætasköpun. Gengið skaffar okkur annað skot í byssuna ef illa tekst til. 

Ef menn kjósa að lifa ekki í hagkerfinu og með því, þá stendur geimurinn þeim alltaf til boða. En hvernig menn sem afneita efnahagslegum staðreyndum lífsins á jörðinni komast þangað, er svo annað mál.

Lífeyrissjóður er ekki bákn. Hann getur ekki verið bákn vegna þess að hann er í eigu heimilanna. Þeir eru yfirbygging heimilanna og þar með þakið yfir lífi fólks sem hefur ekki launatekjur lengur. Annars er það bara skattagaddur hins opinbera bákns sem bíður og étur með húð og hári allt sem heimilin hafa nurlað saman. Allir sem vinna í sjóðunum eru bara umsjónarmenn. Þeir eru ekki bákn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2018 kl. 13:42

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Lífeyrissjóður sem vill varðveita kaupmátt peninga sinna til lengri tíma ætti að kaupa gull. 

Geir Ágústsson, 20.4.2018 kl. 14:37

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Akkúrat Geir. 

Sjóðsfélagar gætu þá fengið vinnu við að flytja gullstangir úr einni bankahvelfingunni í aðra. Svo þegar kaupmáttur allra er orðinn nægilega lágur vegna skorts á verðmætasköpun, þá gætu þeir borðað gullstangir sjóðsins í morgunmat, því til lengri tíma litið eru þeir hvort sem er allir dauðir.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2018 kl. 17:21

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar, er til einhver sem segir nei við gulli sem gjsldmiðli? Hvað með hlutabréfi í Icelandair í skugga Kötlugoss?

Geir Ágústsson, 20.4.2018 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband