Leiðrétting: Engin ræktun var stöðvuð

Í fréttum er þetta helst:

Umfangsmikil kannabisræktun var stöðvuð í Þykkvabæ í vikunni og hald lagt á 322 plöntur í blóma, 16 kíló af kannabislaufum og sjö milljónir í reiðufé. 

Ég vil koma á framfæri leiðréttingu: Engin ræktun var stöðvuð nema í besta falli til skamms tíma. Á öðrum stað spretta upp plöntur í staðinn fyrir þær sem lögreglan hirti. Þegar hinar 322 plöntur hverfa af markaðinum hækkar verð á kannabis aðeins og sendir þau skilaboð til annarra að það sé orðið enn arðbærara en áður að rækta kannabis. 

Hins vegar gæti lögreglunni hafa tekist að framkalla ofbeldi með aðgerðum sínum. Með því að banna eiturlyf er verið að gera seljendur, dreifingaraðila og kaupendur þeirra að glæpamönnum. Glæpamenn nota ekki innheimtuþjónustur og dómstóla til að rukka. Nei, þeir nota hnúajárn og járnklippur. Glæpamenn skrifa ekki greinar í blöðin og kvarta yfir vörunni og hvetja fólk til að fara með viðskipti sín annað. Nei, þeir kaupa hana jafnvel þótt hún sé eitruð og selja hana án innihaldslýsinga eða gæðavottunar. Glæpamenn verðleggja ekki eftir framboði og eftirspurn heldur eftir áhættunni við að stunda viðskipti þar sem lögreglan getur hirt allan lager þinn og svipt þig frelsinu. Þetta snarhækkar verðlag og gerir það að verkum að margir viðskiptavinir þurfa að stunda arðbær lögbrot til að fjármagna neysluna. 

Engin ræktun var stöðvuð en kannski bættist eitthvað við af öðrum glæpum.


mbl.is Umfangsmikil ræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband