Nú hlakkar í stóru útgerðunum

Stóru útgerðirnar brosa allan hringinn þessi misserin. Ýmsir aðilar eru á fullu að berjast fyrir málstað þeirra með ýmsum hætti.

Sumir leggja til hærri álögur á fiskveiðar. Stóru útgerðirnar geta hagrætt sig í kringum þær. Þær litlu deyja.

Verkföll hreinsa út þá minnstu á markaðinum. Stóru útgerðirnar eiga stærri sjóði til að bregðast við slíku.

Hið sterka gengi kemur illa við alla en stóru útgerðirnar eru með rekstur í mörgum löndum og því ekki eins berskjaldaðar. 

Skertar aflaheimildir hækka verðið á þeim sem eftir eru og má selja eða leigja á enn hærra verði en áður. 

Allskyns byggðakvótar og slíkt er aukin samkeppni við litlu útgerðirnar út á landi. Þær verða gjaldþrota. Þeir stóru lifa af.

Vissulega er það svo að þeir sem tala upp hagsmuni stóru útgerðanna halda að þeir séu að tala upp hagsmuni allra hinna, en svo er ekki. Stóru útgerðirnar brosa allan hringinn.


mbl.is Fiskiðjan í Ólafsvík gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fráleitt að miða veiðigjaldið við afkomu lítilla fyrirtækja. Veiðigjaldið á að sjálfsögðu að taka mið af greininni í heild.

Það er svo hægt að koma til móts við minni fyrirtæki á annan hátt. Ef við gefum okkur að eðlilegt veiðigjald gefi 20 milljarða viðbótartekjur í ríkissjóð er td hægt að nota tvo milljarða af þeim til að aðstoða minni fyrirtæki. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.3.2018 kl. 17:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stóru útgerðirnar hafa einnig fjárhagslegt bolmagn umfram aðrar til að hagræða í rekstri og tæknivæða vinnsluna. Ný skip eru nú hagkvæmari í rekstri en nokkru sinni fyrr og aflinn er fullunninn og fullnýttur um borð sem eykur aflaverðmæti úr hverju tonni verulega. Nánast engin vinnsla er í landi og miklu færri hendur þarf til að vinna aflann.

Litlu útgeðirnar eru því ekki samkeppnishæfar lengur. Verkföll og launahækkanir hjá fiskverkafólki hafa lítil sem engin áhrif á stóru útgeðirnar, en laffæra þær litlu. Það má því sgja að verkalýðsfelög vinni með stóru útgerðunum.

Menn geta svo deilt um hvort þetta er illt eða gott. Ég held að jákvæðu hliðarnar séu fleiri í efnahagslegu tilliti. Iðnaðurinn er að breytast til hins betra. Samþjöppun og einokun þeirra stæstu, er þó eitthvað sem hið opinbera getur hamlað gegn að einhverju leyti.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2018 kl. 18:42

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stóru útgerðirnar geta verið að tapa á fiskvinnslunni, en halda sjó með mörgum öðrum greinum útvegs. Vegna hækkandi gengi krónunnar eiga æ fleiri fyrirtæki í erfiðleikum. Hátæknifyrirtæki flytja starfsemina erlendis og lítil ferðaþjónustu fyrirtæki, aðallega út á landi eru rekin með tapi. Held að enginn brosi þegar hann sér hvert stefnir. Viðskiptahalli eykst. Hér er rekin svissnesk fjármálastefna og gengi krónunnar ívið hærra en fyrir hrun.

Sigurður Antonsson, 26.3.2018 kl. 20:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðskiptajöfnuður er jákvæður um 93 milljarða samkvæmt síðustu útreikningum Sigurður.

Hvað í ósköpunum áttu við með Svissnenskri fjármalastefnu? 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2018 kl. 00:15

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég get ekki séð þetta bros Geir, broskallar með tvípunkti og sviga eiga fátt skylt við raunveruleikann.

Jón Steinar, ég skil ekki hvernig þú færð þessa fullyrðingu til að ganga upp:

Ný skip eru nú hagkvæmari í rekstri en nokkru sinni fyrr og aflinn er fullunninn og fullnýttur um borð sem eykur aflaverðmæti úr hverju tonni verulega. Nánast engin vinnsla er í landi og miklu færri hendur þarf til að vinna aflann.

Það er einn nýr frystitogari á veiðum hér við land. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin misseri enda er rekstur þeirra mun erfiðari en þeirra sem ísa fisk um borð. Nánast engin vinnsla í landi... greinilega langt síðan þú hefur litið á landið því þótt vinnslunum hafi fækkað þá er verið að vinna töluvert meiri fisk í heildina en fyrir 20 árum síðan. Sem betur fer þá er það gert í æ ríkara mæli með véltækni en ekki í höndum.

Viðskiptajöfnuður er eitt, vöruskiptajöfnuður annað. Þú lifir á vöruskiptum, hitt fékk viðurnefnið froða um árið.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.3.2018 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband