Frjálslyndur armur VG?

Jóhanna Sigurðardóttir átti í vandræðum með einstaklinga sem fylgdu stefnu VG.

Katrín Jakobsdóttir á í vandræðum með einstaklinga sem vilja í raun vera í stjórnarandstöðu og eru sífellt í leit að þingmálum þar sem þeir geta kosið á annan hátt en sjálfstæðismenn. Það væri best fyrir alla að sömu þingmenn skipti yfir í stjórnarandstöðuflokk eða gerist óháðir. 

Í Viðreisn vilja menn líka vera í stjórnarandstöðu og kjósa þar jafnvel gegn eigin málum úr tíð fyrri ríkisstjórnar.

Samfylkingin blómstrar í stjórnarandstöðu.

Það er gott að vera í stjórnarandstöðu á Íslandi. Það er allt að því létt. Menn geta sagt hvað sem er og enginn blaðamaður eltir þá uppi og krefst rökstuðnings. Svona hefur þetta lengi verið og er alls ekki bundið við núverandi ríkisstjórn.

Í barbararíkinu Danmörku koma margir flokkar, innan og utan ríkisstjórnar, oft að málum - sérstaklega þeim stóru og flóknu - og reyna að ná samstöðu. Stundum næst samkomulag þvert á flokka þannig að t.d. hluti stjórnarflokka er með og hluti ekki. 

En á Íslandi kýs stjórnarandstaðan gegn ríkisstjórn í stórum og flóknum málum, en með öllum útgjaldahugmyndum. 

En ég spyr: Hvernig skilgreina menn frjálslyndan arm innan VG?


mbl.is Hvað yrði um flokkinn þá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Andrés marði það inn á nokkrum atkvæðum að verða uppbótarþingmaður. Hann er líka evrópusambandssinni, sem er þvert á stefnu VG. Hann fór mikinn þegar framsóknarmenn vildu slíta ESB viðræðum. Hann er augljóslega í röngum flokki. Sama má segja um Rósu Björk. Ef þau þrífast ekki með þeim málefnum sem flokkur þeirra stendur fyrir ættu þau að stofna klofningsframboð eins og evrópusinnaðir sjálfstæðismenn gerðu með viðreisn. Nú, eða ganga í viðreisn.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2018 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband