Glæru-Dagur enn á kreiki

Ef marka má það efni sem kemur úr Ráðhúsi Reykjavíkur eru vegir í frábæru ástandi, leikskólarými í boði, rekstur borgarinnar í jafnvægi og íbúðir að opnast fyrir fólk af ýmsu tagi.

Ekkert af þessu stenst samt neina skoðun. 

Þegar nánar er athugað er allt þetta á áætlunum. Þessar áætlanir eru samt af ýmsum ástæðum ekki komnar af teikniborðinu. Sumar eru fastar eru nefndum, ráðum og öðru slíku. Aðrar eru vísvitandi ekki á leið út í raunveruleikann en kjósendur þurfa samt að vita af þeim. 

Þetta skiptir samt meirihluta kjósenda ekki máli. Fyrir því eru margar ástæður.

Sumir eru einfaldlega sáttir. Þetta er fólk sem er búið að koma undir sig fótunum, er með stöðugar tekjur og börnin eru á leikskóla eða í skóla. 

Sumir þola ekki aðra valkosti en borgarstjórnarflokkana og mundu aldrei kjósa þá jafnvel þótt ráðhúsinu yrði breytt í stóran bálköst, mataðan með skattfé.

Sumir lenda aldrei í vandræðum vegna vegakerfis, húsnæðismarkaðs eða leikskóla, svo eitthvað sé nefnt, og sjá ekki fram á að þurfa borga skuldir borgarinnar þegar gjalddaginn á þeim fellur. Þetta fólk velur bara þá sem segja réttu setningarnar.

Sumir treysta engum betur en öðrum en velja bara núverandi ástand, til öryggis. Hvað ættu aðrir flokkar svo sem að gera öðruvísi?

Samanlagt fylla ofangreindir hópar fólks um 50% af íbúum Reykjavíkur. Aðrir - t.d. ungt fólk í húsnæðisleit, ungt fólk sem er fast heima með barn á leikskólaaldri og ökumenn með ónýta dempara - eru mjóróma raddir sem má einfaldlega leiða hjá sér.

Vandræði Reykvíkinga eru heimatilbúin og þekkjast ekki í mörgum nágrannasveitarfélögum. Verði Reykvíkingum að góðu. 


mbl.is Mannsæmandi laun og bættar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Þetta snýst um andans illu, og andans góðu orkuna.

Stríð allra þúsundanna aldanna!

Enginn er undanþeginn því að verja einungis góðu orkuna. Ekki einu sinni vísindalæknar jarðarinnar eru undanþegnir þeirri forlaganna eiðsvörnu tryggð við einungis góðu orkuna.

Trúar-bragða-blekkingar breyta ekki grunni alheimsins forlaganna verðmæta mælingum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2018 kl. 20:11

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kostulegt að horfa upp á Samfylkinguna kosta kosningabaráttu sína úr borgarsjóði. Einhver hefði einhverntíman kallað það siðlaust og jafnvel spillt eftir því hver á í lut.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2018 kl. 00:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Anna Sigríður kominn á astralplanið. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2018 kl. 00:06

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Núverandi borgarstjórn er greinilega líka á astralplaninu... 

Kolbrún Hilmars, 23.3.2018 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband