Miðvikudagur, 7. mars 2018
Launamunur hverra?
Blaðamenn hafa lengi látið plata sig til að tala um launamun á milli kynjanna. Það er vandlega innpökkuð blekkingarstarfsemi sem fleiri og fleiri eru byrjaðir að sjá í gegnum.
Það er ekki launamunur á milli kynjanna. Það er launamunur á einstaklingum en kynferði útskýrir þann launamun ekki. Það sem útskýrir hann er sérstakt persónuleikaeinkenni sem á ensku útleggst "agreeableness", og má skilgreina svo:
Agreeableness (friendly/compassionate vs. challenging/detached). A tendency to be compassionate and cooperative rather than suspicious and antagonistic towards others. It is also a measure of one's trusting and helpful nature, and whether a person is generally well-tempered or not. High agreeableness is often seen as naive or submissive. Low agreeableness personalities are often competitive or challenging people, which can be seen as argumentativeness or untrustworthiness.
Þetta er persónuleikaeinkenni sem forðast átök, vill að allir séu vinir og að það sé góður liðsandi. Að rífast og slást um hærri laun fellur ekki að þessum óskum.
Konur hafa að jafnaði meira af þessu persónuleikaeinkenni en karlar.
Þeir sem hafa meira af þessu persónuleikaeinkenni en aðrir hafa að jafnaði lægri laun.
Kannski blaðamenn vitkist einn daginn og hætti að kokgleypa og endurbirta áróður.
Dregur úr launamun kynjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú heldur því einmitt fram að kynferði útskýri launamun kynjanna.
Þorsteinn Briem, 7.3.2018 kl. 12:30
28.5.2014:
Óútskýrður munur á launum kynjanna - Karlkyns læknar á Landspítalanum með hærri laun en konur
Þorsteinn Briem, 7.3.2018 kl. 12:34
20.2.2009:
"Konur voru með 17% lægri laun en karlar í fyrirtækjum hér á Íslandi, sem tóku þátt í launakönnun ParX í september.
Eftir að margvíslegar forsendur höfðu verið teknar með í reikninginn stóð eftir að konur voru með rúmlega 7% lægri laun en karlar án þess að aðrar skýringar fyndust á því en kynferði."
Þorsteinn Briem, 7.3.2018 kl. 12:35
Svo er önnur blekking í þessu, sem er vitlausust af öllu, en það er þegar enginn greinarmunur er gerður á launum og tekjum. Fólk getur verið með jafnhá laun en misjafnar tekjur eftir framlegð og tíma. Minnir einmitt að deilur á spítölum semSteini tekur hér til í fyrstu athugasemdum sínum af væntanlega 50 sem eftir koma.
Kannski er það líka eitt persónueinkennið að hafa ekki rökræna hugsun eða þá vera haldinn lamandi hugsanaleti, sem forðar fólki frá að skilja einföldustu hugtök og og orsakasamhengi.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2018 kl. 12:45
"...Konur hafa að jafnaði meira af þessu persónuleikaeinkenni en karlar. Þeir sem hafa meira af þessu persónuleikaeinkenni en aðrir hafa að jafnaði lægri laun..." Ergo, það er launamunur á milli kynjanna. Og persónuleikaeinkennin réttlæta ekki þann launamun. Þeir sem rífast og slást um hærri laun eru ekki endilega betri eða hæfari starfsmenn. Og það er í eðli atvinnurekenda að greiða sem lægst laun, sanngjörn laun eru ekki til í þeirra leikkerfi. Því verður til, og er til, launamunur sem byggist á ómálefnalegum ástæðum, eins og kyni.
Þó hægt sé að finna ástæðu fyrir einhverju þá er það ekki réttlæting á því. Þú hefðir eins geta sagt: Það er ekki launamunur á milli kynþátta. Það er launamunur á einstaklingum en kynþáttur útskýrir þann launamun ekki. Það sem útskýrir hann er sérstakt litarefni í húð sem á ensku útleggst "melanin". Blökkumenn hafa að jafnaði meira af þessu litarefni en hvítir. Þeir sem hafa meira af þessu litarefni en aðrir hafa að jafnaði lægri laun.
Gústi (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 15:55
Málið er flókið. Síðuhöfundur er að einfalda það meira en einfalda má.
Ætla að skilja þetta eftir hérna: Fólk getur glatt sig við að hlýða á þessa næstum 40 ára gömlu umræðu.
https://www.youtube.com/watch?v=v_pQ7KXv0o0
Eggert (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 16:11
Glerþak kvenna, hannað og smíðað af þeim sjálfum, er velþekkt innan viðskiptafræðanna. Konur eru einfaldlega ofurseldar estrogeni (flestar) meðan karlar ganga testosteron- svipugöngin (eftir testosteron bað í móðurkviði).
Þessi líffræðilegi mismunur veldur því að margar konur hafa ekki "pung" til að krefjast launahaækkana meðan flestir karlar hafa "pung" til að heimta leiðréttingu.
Konur sem neita að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd eru annað hvort femínistar eða kjánar, nema hvort tveggja sé.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 18:12
Persónuleikar hafa mikil áhrif á okkur, val okkar, hegðun og atferli.
Þeir ákvarða hins vegar ekki örlög okkar.
Viðkunalegur kvenmaður á ekki að þurfa sætta sig við lægri laun en markaðslaun þótt hann vilji forðast átök. Það er hægt að mana sig upp í flest, tímabundið, þótt það stríði gegn eðli manns.
Kynfærunum breytir hann hins vegar ekki svo glatt.
Svo finnst mér talað mikið niður til kvenna í þessari umræðu. Margir vilja einfaldlega vinna stutta vinnudaga, forðast yfirmannsstöður og faglega ábyrgð og rækta þess í stað vini og fjölskyldu. Kannski eru konur í meirihluta í þessum hópi. Er eitthvað að því? Þarf allt að mælast í krónum og aurum?
Geir Ágústsson, 7.3.2018 kl. 19:40
Það eru sömu laun fyrir sömu vinnu held ég .Kona sem er strætóbílstjóri eða kennari fær nákvæmlega sömu laun og karl í sömu vinnu.Sum vel launuð vinna eins og pípulagnir og sjómennska er unnið nær eingöngu af körlum.
Hörður Halldórsson, 7.3.2018 kl. 19:40
Geir. Bríet var vel stæð og góð baráttukona með stórt hjarta, sem barðist fyrir því að fátækir og réttindalausir þrælandi karlmenn og réttindalausar konur fengju kosningarétt.
Jafnrétti var hennar baráttumál.
Læknavísindin komust upp með það í allt of marga áratugi, að ljúga því að jarðarheiminum vestræna, að stelpur og konur væru ekki með röskun sem kallast ADHD? Og sviku þar með allar konurnar um greiningar, læknishjálp og vandaða lyfjameðferð, sem bitnaði auðvitað verst á börnum þeirra læknasviknu kvenna!
Það þótti líklega, af þeirri ljúgandi vísinda-yfirlæknamafíu heimsins, alveg sjálfsagt að sérréttinda-karlmennirnir fengu kannski greiningu og vandaða ófalska lyfjahjálp, en ekki konurnar og börnin?
Og það viðhorf afhjúpar ólögverjandi villimennskuna sem stýrir yfirlækna og lyfjamafíu-veldi vestrænna ríkja! Þeir yfirlæknar og lyfjasvika-sölumenn hafa ekki enn bitið úr nálinni með þessi vísindalæknasvik Villta Vestursins og Villta Vest Norræna lyfjasvika-stjórnsýslunnar!
Þyrnum stráð valdaníðsvegferð hörkunnar karlaveldis-stýringar, skilningsleysis, og kúgunar gegn manneskjulegum og mildum körlum, manneskjulegum og mildum konum, og börnum, er sögufræg staðreynd um græðginnar sjúklega villimennsku á jörðinni.
Staðreyndir ójafnréttlætis árþúsundanna eru raunverulegar. Ekki upploginn skáldskapur! Löngu tímabært að allir átti sig á raunveruleikanum óréttláta og valdníðandi í jarðlífs heiminum.
Kannski er ekkert hægt að gera í því óréttlæti til bóta, en það er hægt að segja frá óréttlætinu, sem lögmenn, læknar og dómsstólar hafa varið á valdníðandi og villimannslegan hátt. "Siðmenntuð, vestræn, og lögmannavarin glæpamafíu spilling"?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 21:50
Steini gaman alltaf af þér. Það er engin munur finnandi á launamun milli karla og kvenna. Öll stéttarfélög semja við atvinnurekendur á þessum nótum. Það er hinsvegar launamunur meðal karlmanna innan sumra fyrirtækja þá helst vegna ársskalla og og þetta er líka sama hjá konum. Síðu höfundur hefir því rétt fyrir sér og skrítið hvernig femínistar og verkalýðsfrömuðir ná að blekkja fólk ár eftir ár með þessari tuggu. Konur hinsvegar eru með lægri laun samtals vegna t.d. vegna fjölskyldu aðstæðna.
Valdimar Samúelsson, 8.3.2018 kl. 14:15
Er alveg sammála höfundi í þessu máli, "jafnrétti" er blekkingarmál sem æ fleiri eru að komast að.
Sem dæmi, ég klæði mig í kufl og tala um "spaghetti" skrímslið og verð hundsaður fyrir vikið. Fólk heldur mig klikaðan, með "spaghetti" skrímsl á heilanum og vill ekki veita mér vinnu. Ég fer á bæinn, og heimta "jafnréttindi".
Ég er ekki á höttunum, eftir "jafnrétti", heldur er á höttunum eftir "forréttindum". Ég klæði mig í kufl, til að stinga við stúf í samfélaginu ... ég tala um "spaghetti" skrímslið, til að stofna til "deilna". Ég nota mér pólitík, til að komast áfram ... en ekki "dugnaðinn". Ég er ekki að reyna að fá betri laun, með að sýna af mér dugnað ... heldur er ég að nota hótanir, til að neyða aðra til að veita mér betri laun.
Örn Einar Hansen, 11.3.2018 kl. 19:37
Nokkuð rétt Bjarne.Þetta er allt leikaraskapur og bluff.
Valdimar Samúelsson, 12.3.2018 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.