Þá lýkur vonandi þessi þreytandi máli

Loksins kom eitthvað óþreifanlegt út úr margra mánaða kvabbi yfir fullkomlega eðlilegri stjórnsýslu (að því er virðist). Núna verður lögð fram vantrauststillaga, þingmenn kjósa og málið vonandi leitt til lykta í eitt skipti fyrir öll, á einn eða annan hátt.

Það hlýtur að vera runnið upp fyrir öllum að allt þetta mál er bara leið stjórnarandstöðu til að klekkja á stjórnarflokkunum og að það hefur enginn raunverulegan áhuga á málinu sem slíku.

Menn geta svo í framhaldinu hafið raunverulega og efnislega umræðu á því hvernig skipa beri dómara við íslenska dómstóla. 

Almenningur og fyrirtæki ættu svo að veita því aukna athygli að það eru til valkostir við innræktað dómaraveldi Íslands. Eða hverjum datt svo sem í hug að ríkiseinokun á úrlausn deilumála væri betri en ríkiseinokun á einhverju öðru?


mbl.is Leggja fram vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hæstiréttur gaf ókjörnum ráðgjöfum alvald við skipan dómara, sem vekur spurningar um til hvers við höfum ráðherra sem ekki hefur úrslitavald í þessu.

Það ætti að áfría þessu máli lengra því domarar hér sitja báðum megin borðsins í málinu og engin leið að vænta hlutleysis.

Þessi vantrausttillaga er sett fram með hraði áður en full níðurstaða fæst og áður en umboðsmaður alþingis athugar verklagið við störf ráðgjafanna, sem virðist vera eitthvað "fishy" af honum að skilja. Eina markmið krata hér er að halda upllausnarástandi í stjórn landsins og fella ríkistjornir af engu tilefni í von um að komast að völdum. Þeir þola engum öðrum að hafa völd.

Takist þeim þetta núna, þá held ég að þjöðin taki sig saman og þurrki þessa brjálæðinga út.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2018 kl. 10:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, það er athyglisvert að heimta allskyns rannsóknir en ana svo út í vantrauststillögu í hvínandi hvelli. Markmiðið var kannski heldur aldrei að bæta stjórnsýsluna, bara vekja á sér athygli.

Kosturinn er samt sá að hér gefst þingmönnum kost á að kjósa um málið. Það er alltof ajsldan kosið um umdeild mál á Íslandi. Þingmenn keppast við að forðast atkvæðagreiðslur með því að skipa nefndir, setja í nefnd, þvælast með málið og reyna að hlaupa frá því. Gott dæmi eru ítrekuð áfengisfrumvörp undanfarinna ára. Þingmenn á móti vita að sagan mun gera þá að athlægi þegar atkvæði þeirra hafa verið skráð niður í eitt skipti fyrir öll og rýmkuð áfengislöggjöf seinna (óumflýjanlega) verður orðin venjulegt ástand. Í stað þess að þurfa kjósa reyna sömu þingmenn að tefja málið og þvæla og vona að það dagi uppi. 

Geir Ágústsson, 6.3.2018 kl. 11:33

3 identicon

Þegar menn neita að viðurkenna augljós mistök. Gera ekkert til að leiðrétta þau. Gera ríkið skaðabótaskylt. Hundsa hæstaréttardóma og niðurstöður úr sambærilegum málum fyrir EFTA og dómstól Evrópubandalagsins. Skapa ástæður til ógildingar allra mála sem Landsréttur dæmir og réttaróvissu meðan beðið er niðurstöðu frá EFTA og dómstól Evrópubandalagsins. Þá er vantrauststillaga bara eitt af fyrstu skrefunum og mælikvarði á hvað þingmenn sætta sig við mikið klúður og einkavinavæðingu ráðherra. Og hvort hægt sé að þvinga þingmenn vinstri grænna til að greiða atkvæði eftir óskum sjálfstæðisflokksins í andstöðu við egin sannfæringu. Hvort eitthvað bein sé eftir í vinstri grænum nefum.

Gústi (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 13:20

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mig grunar að vantrauststillagan sé ekki öll þar sem hún er séð. Eg held að hún hafi verið sett fram til að losa þessa rugludalla úr því horni sem þeir hafa málað sig inní. Þeir vona vafalaust að tillagan verði felld og málið sofni þar með. Þetta er farið að snúast um mannorð þeirra sjálfra en ekki dómsmálaráðherra og það er kominn flótti og örvænting í plottliðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2018 kl. 18:32

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er eins og við manninn mælt: Vantraustið var fellt og þetta mál horfið af síðum allra fjölmiðla (nema Stundarinnar, sem er jú alltaf til í að flæma kvenfólk úr ábyrgðarstörfum ef möguleiki er á því).

Geir Ágústsson, 7.3.2018 kl. 08:26

6 identicon

Það er eins og við manninn mælt: Vantraustið var fellt og ekkert fjallað um þetta mál í nótt á síðum fjölmiðla. En morguninn heilsar með útvarpsviðtölum og umfjöllun um þetta mál og greinilegt er að þetta var skref en ekki allt ferðalagið og verður fyrirsjáanlega á dagskrá næstu misserin.

Sennilega verður þetta áberandi átakamál á landsfundi Vinstri Grænna í haust og ekki víst að formaðurinn komi vel úr þeim slag. Þar er stór hópur sem ekki er ánægður með stjórnarsamstarfið og mun notfæra sér þennan undirlægjuhátt.

Og aldrei hefur lögfræðingastéttin fengið annað eins upp í hendurnar. Landsréttur sem átti að létta á dómskerfinu verður að bagga þar sem hvert mál verður lifandi næstu árin og Hæstiréttur þarf að fjalla um hæfi dómara fyrir fyrirtöku og ógildingarkröfur eftir dómsuppkvaðningu. Og allir bíða svo spenntir eftir niðurstöðum erlendis frá sem gætu gert hæstarétti að ógilda alla dóma Landsréttar. Landsréttur hefur starfað í rúma tvo mánuði og þetta er rétt að byrja.

Gústi (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 09:27

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég vona að fólk taki frekar sönsum og kannski lesi nokkur orð eftir einn af yfirvegaðri þingmönnum landsins:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/06/leid_i_leikjafraedi_gagnvart_rikisstjorninni/

Geir Ágústsson, 7.3.2018 kl. 09:38

8 identicon

Birg­ir Ármanns­son er varla hægt að kalla hlutlausan og það flokkast ekki sem yfirvegun þegar rökin eru persónuleg túlkun sem er í andstöðu við dóm Hæstaréttar og ágiskanir um uppgerð þingmanna stjórnarandstöðunnar. Þá mætti eins benda á það að einhverjir þingmenn stjórnarinnar voru sammála stjórnarandstöðunni þó þeir hafi greitt atkvæði eftir forskrift stjórnarinnar. En það er víst sama hvað menn bulla, þeir sem eru sammála sjá það sem yfirvegun og skynsamleg rök.

Gústi (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband