Vindorkuver rísi ekki. Punktur.

Vindorka er ekki ókeypis þegar hún gefur sig. Til að fanga hana þarf gríðarleg mannvirki og engu minna af köplum og vélbúnaði en fyrir annars konar orkuframleiðslu. Vindmyllurnar verða heldur ekki stórar nema verða dýrar, flóknar, viðhaldskrefjandi og stingur í augu þeirra sem horfa á landslagið.

En af hverju þessi gríðarlegi áhugi á vindorku?

Sum ríki, eins og Danmörk, eru auðlindasnauð. Fyrir þau eru freistandi að auka sjálfsþurftarbúskap sinn í orkuframleiðslu til að verða ekki eins háð pólitískum vindum, t.d. samskiptum við gasríkt Rússland. Eltingaleikur þessara ríkja við vindorku hefur samt ekki reynst nein gullnáma. Sveiflurnar í orkuframboðinu eru miklar og menn þurfa að setja sig inn í flókna spákaupmennsku á varaafli annars staðar frá til að tryggja nægt rafmagn. Norðmenn kaupa t.d. ódýra vindorku frá Danmörku þegar vel blæs og selja í staðinn dýra vatnsorku til Danmerkur þegar lognið herjar á aumingja Danina.

Önnur ríki eða fyrirtæki hafa fallið fyrir þeirri kenningu að koltvísýringur sé að tortíma loftslaginu. Slíkur ótti er ástæðulaus eins og menn eru kannski byrjaðir að sjá eftir veturinn á norðurhveli Jarðar undanfarna mánuði.

Enn önnur ríki eða fyrirtæki stunda hreina veðmálsstarfsemi - telja að eftirspurn eftir vindmyllum sé að fara springa út og vilja græða þegar það gerist. Það mun ekki gerast. Enginn setur upp vindmyllugarð nema á ríkisstyrkjum eða til að tapa fé en græða græna ímynd.

Vindmyllur eru hentugar til margra hluta en aðstæður þurfa að vera frekar sérstakar til að þær standi undir sér sem fjárfesting. 

Hættum þessum eltingaleik við vindmyllur. Ef menn vilja bæta loftgæðin á að auka framboð af olíu og gasi og láta það keppa við bruna skítugra kola.


mbl.is Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sum ríki, eins og Danmörk, eru auðlindasnauð."

"Denmark has considerable sources of oil and natural gas in the North Sea and ranks as number 32 in the world among net exporters of crude oil and was producing 259,980 barrels of crude oil a day in 2009.

Denmark is a long-time leader in wind energy and 25-28% of electricity demand is supplied through wind turbines."

Og Danir eru mesta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 23.2.2018 kl. 19:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafbréf frá Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, 7.2.2018:

"Loksins er veturinn kominn hingað og við höfum fengið snjó!


Nær allan veturinn hafa verið hér plús 3 til mínus 2 gráður og snjór einungis í eina til tvær vikur."

Þorsteinn Briem, 23.2.2018 kl. 19:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 11.12.2017 kl. 23:26 (að íslenskum tíma):

"Hér í Búdapest hefur yfirleitt verið hlýtt nú í haust og vetur, ellefu stiga hiti í allan dag og enn núna á miðnætti, og þrettán stigum spáð á morgun."

Þorsteinn Briem, 23.2.2018 kl. 19:48

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vindorka, er eins og höfundur segir "óhagkvæm" ... fyrir utan óhagkvæmi, þarf til hennar meiri "eiturefni", en í venjulegan bíl.  Það þarf mikið af batteríum til að geima orkuna sem úr þeim kemur, og ekki hægt að halda uppi stöðugri framleiðslu.  Öll batterí, eru eintóm eiturefni ... allt frá REM, til blý og þaðan af til þeirrar sýru sem notuð er ... hvort sem um er að ræða einfaldari, eða flóknari batterí.

Hvað varðar olíuframleiðslu Danmerkur, þá er Danmörk nr. 63, og Svíþjóð 40. yfir þá sem brenna olíu.  En Danmörk, eins og Svíþjóð brennir mun meira af olíu en þeir framleiða.  Danmörk, framleiðir minna og minna, en neytir jafn mikið eða meir ... olían tilheirir líka Grænlandi í raun, og ekki dönum. Hún mun verða uppþurrinn, innan 20 ára.  Sama á við Noreg, Svíþjóð og England.

Einu ríkin sem brenna minna, eru Rússland og Saudi Arabia.  Í raun, er Rùssland eina ríki veraldar, sem getur farið í stríð. Ef til styrjaldar kæmi, yrði Evrópa uppþurrin af orku, innan þriggja mánaða og lifði ekki af harðan vetur.  Bandaríkin næðu að halda sér eitthvað lengur, en eftir 6 mánuði myndi samfélagið hrynja.  Þeir gætu nýtt sér auðlindir Kanada manna, ef til þess kæmi og haldið velli ...

Örn Einar Hansen, 23.2.2018 kl. 20:51

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi hérna fullyrðing er röng eins og annað í greininni hjá höfundi.

"Önnur ríki eða fyrirtæki hafa fallið fyrir þeirri kenningu að koltvísýringur sé að tortíma loftslaginu. Slíkur ótti er ástæðulaus eins og menn eru kannski byrjaðir að sjá eftir veturinn á norðurhveli Jarðar undanfarna mánuði."

Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er eitthvað að ef fólk afneitar þessum vísindum. Slík afneitun á staðreyndum og vísindum er stórhættuleg og mun valda fjörtjóni til lengri tíma. Höfundur þessar greinar viljandi ruglar saman veðurfari og loftslagi.

Jón Frímann Jónsson, 23.2.2018 kl. 22:08

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þakka fyrir lífleg viðbrögð við skrifum mínum.

Danmörk er leirklessa sem hörfandi jökull ísaldar dró út úr Norður-Þýskalandi. Olíuframleiðsla þeirra í heild jafnast á við eitt stórt og gott olíuvinnslusvæði í Brasilíu eða Vestur-Afríku. Tekjur ríkissjóðs af olíuvinnslu skipta ekki miklu máli í hinu stóra samhengi. Danir tengjast raforkukerfi meginlandsins og jafna út sínar sveiflur með allskyns kaupsamningum sem sumir segja að sé eintómur taprekstur.

Danir eru viðskiptaþjóð fyrst og fremst, og verða uppiskroppa með allt í hvelli ef þeir stunda ekki frjáls viðskipti við sem flesta. Um leið gengur þeim vel. Af því þeir eru viðskiptaþjóð.

Geir Ágústsson, 23.2.2018 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband