Ringulreið í ráðhúsinu

Það er sama hvernig stjórnmálin í Reykjavíkurborg eru skoðuð: Niðurstaðan er ein stór ringulreið.

Borgarstjórnarfulltrúum á að fjölga og búa þannig til pláss fyrir enn fleiri smáflokka. Það er út af fyrir sig ekki slæmt en þegar allir standa fast á einhverju einu gæluverkefni eða sérmáli er erfitt að ræða stóru málin.

Meirihluti fjögurra flokka virðist ekki geta orðið sammála um neitt nema aukin útgjöld og fleiri gæluverkefni á meðan stjórnarandstaða fjögurra flokka virðist ekki hafa neitt annað til málanna að leggja en einhver önnur gæluverkefni. Vissulega benda sumir flokkar á að borgin er að keyra sig í þrot en slíkar ábendingar drukkna í umræðum um samgöngumannvirki og mæður sem eru fastar heima því útsvarið dugir ekki til að útvega þeim dagvistarpláss.

Það er ekki skrýtið að íbúum nágrannasveitarfélagana er að fjölga mun hraðar en í höfuðborginni. Það heitir að kjósa með fótunum og er mikilvægt aðhaldstæki borgaranna gagnvart yfirvöldum. Það sýnir líka hvað er hættulegt að sameina sveitarfélög of mikið og yfir of stór svæði því þá er erfiðara að kjósa með fótunum og veita þannig yfirvöldum aðhald.

Og af sömu ástæðu er mikilvægt að byrja af alvöru að ræða leiðir sem auðvelda uppskiptingu sveitarfélaga í önnur og minni sveitarfélög eins og ég ræði í þessari grein frá 2014.

Ég vona að sem flestir frambjóðendur í Reykjavík átti sig á því að vandamál borgarinnar er röng forgangsröðun. Það á að vera hægt að sinna allri lögbundinni grunnþjónustu mjög vel fyrir mun lægri skatta og á sama tíma greiða niður skuldir og minnka fjölda opinberra starfsmanna. Skattgreiðendur eru ekki rollur sem má rýja inn að skinni og leyfa þeim svo að frjósa úti. Þeir eiga betur skilið. 


mbl.is Borgarstjórnarmeirihlutinn heldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rúmlega þriðjungur landsmanna býr í Reykjavík og hafa væntanlega kosið það með fótunum.

Flestir sem starfa á höfuðborgasvæðinu vinna í Reykjavík og ekki er nú mikil atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi, þannig að Seltirningar sækja alls kyns atvinnu og þjónustu til Reykjavíkur.

Það er því auðvelt að hafa útsvarið lægra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík þar sem sífellt er verið að auka þjónustu og atvinnu fyrir þá sem búa á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Í Reykjavík búa einnig þúsundir manna sem ekki eiga þar lögheimili og þeim fjölgar sífellt, til að mynda erlendum ferðamönnum, erlendum starfsmönnum starfsmannaleiga og námsmönnum af landsbyggðinni.

Allir vita að sjálfsögðu að gríðarlega mikið hefur verið byggt í Reykjavík undanfarin ár, þúsundir íbúða og atvinnuhúsnæði, til að mynda hundruð hótela og gistiheimila.

Og vegna stóraukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli er einnig verið að byggja gríðarlega mikið í Reykjanesbæ, þar sem lóðir eru ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu en útsvarið hærra.

15.1.2018:

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík

"Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 3.6.2018:

"Það var athyglisvert minnisblaðið sem byggingafulltrúi lét gera á dögunum og við lögðum fram í borgarráði í vikunni um þéttingu byggðar.

Í stuttu máli gerði hann greiningu og samanburð á byggingarhraða á þéttingarreitum annars vegar og óbyggðu landi hins vegar.

Greiningin leiddi í ljós að hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum í Reykjavík.

Ástæðan er sú að oft eru stórir og öflugir verktakar að verki og vel gengur að fjármagna og selja íbúðarhúsnæði á þéttingarreitum sem hvetur til hraðari uppbyggingar.

Einkum var horft á byggingarhraða að fokheldi byggingar. Ef eingöngu var litið til uppbyggingar fjölbýlis var meðalbyggingartími að fokheldi á þéttingarsvæðum 1,6 ár en 1,7 ár á byggingarsvæðum í úthverfum.

Hér eru lögð til grundvallar 93 verkefni sem voru í gangi á umræddu tímabili.

Ef horft er á öll byggingarverkefnin sem voru til skoðunar, alls 157, bæði fjölbýli og sérbýli, er meðalbyggingartíminn um 1,7 ár í úthverfum en 1,5 á þéttingarreitum."

Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 17:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 19.1.2018:

"Aldrei hefur verið úthlutað lóðum fyrir eins margar íbúðir í Reykjavík og á síðasta ári.

Alls var úthlutað lóðum fyrir 1.711 íbúðir, sem hittir svo skemmtilega á að er sama tala og heildarfjöldi íbúða á Seltjarnarnesi í árslok 2016.

Aðalfréttin er þó að af þessum 1.711 íbúðum munu 1.422 verða reistar af félögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Þetta eru stúdentar, félög aldraðra, verkalýðsfélög, búseturéttarfélög og margir fleiri.

Samstarf við félög sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni er einmitt lykilatriði í að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari og er hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar.

Hér er svo listi yfir úthlutanirnar."

Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 17:49

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Eitthvað fær borgin í skatta af öllum þessum fyrirtækjum sínum, að því marki að samtök sumra þeirra kvarta sáran.

Ég þekki vel orð borgarstjóra sem vissulega hefur ekki staðið í vegi fyrir öllu. Hann safnar samt skuldum í góðæri og innheimtir hæstu mögulegu skatta.

Geir Ágústsson, 8.2.2018 kl. 18:07

4 identicon

Það hafa verið stórar fréttir í vikunni um hversu heilbrigt það sé fyrir alla að taka þátt í verkefni Borgarinnar um að stytta vinnuvikuna en svo kemur þetta í dag

Í greinargerð með tillögunni segir að fjölmörg dæmi séu um það innan borgarkerfisins að starfsmenn hafi ráðið sig í aukavinnu hjá nágrannasveitarfélögum eða öðrum aðilum samhliða starfi sínu hjá Reykjavíkurborg „þar sem þeim hefur ekki verið heimilt að sinna slíku starfi samhliða aðalstarfi hjá Reykjavíkurborg ef samanlagður starfstími fer fram yfir 100%“.

Hvað er 100% starf?

Grímur (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband