Föstudagur, 2. febrúar 2018
Sveigjanleiki nauðsynlegur
Engin tvö fyrirtæki eru eins. Af hverju semja þá starfsmenn margra fyrirtækja sameiginlega um kjör sín?
Fyrirtækjum er bannað með lögum að eiga svokallað samráð sín á milli. Launafólk er hins vegar hvatt til að eiga samráð sín á milli. Fyrirtæki geta ekki samið við eigin starfsmenn um laun. Nei, hagsmunasamtök fyrirtækja semja við hagsmunasamtök launþega. Fyrir vikið á hvert og eitt fyrirtæki erfiðara með að aðlaga launakostnað að rekstri sínum.
Fyrirtæki sem sjá ekki fram á að geta greitt laun og skilað hagnaði leita annarra leiða. Sum senda starfsemi erlendis. Önnur leggja hreinlega niður óarðbæra starfsemi. Leiðirnar eru margar þegar sú leið að semja beint við starfsmenn sína lokast.
Eftir hrunið 2008 gripu margar verkfræðistofur til þess ráðs að semja við starfsmenn sína um lækkað starfshlutfall. Það var gert til að geta forðað starfsmönnum frá uppsögnum og týna þannig reynslu þeirra. Þegar árferðið batnaði var lítill vandi að auka starfshlutfallið aftur. Þetta var hægt því hægt var að semja milliliðalaust. Þetta er svigrúm sem mörg fyrirtæki hafa ekki. Þá er eina úrræðið að koma starfsmönnunum út úr fyrirtækinu.
Norræn hagkerfi hafa lengið geta aðlagast breyttum aðstæðum með miklum sveigjanleika á atvinnumarkaði - það er bæði létt að ráða og reka. Eru Íslendingar að missa þessa aðlögunarhæfni?
Iðnaður að fara í harða lendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Fyrirtæki á Íslandi eru skikkuð til að borga ólögverjandi hátt hlutfall launa starfsfólks til ólöglegra lífeyrissjóða, og í skattaránshítina óskiljanlegu.
Útborguð laun á Íslandi eru ólögverjandi skatta og lífeyrissjóðarænd. Heimsveldis-mafíubankinn er ekki verjandi né mennskt fyrirbrigði!
Í dag eru ekki til löglegir lífeyrissjóðir á Íslandi.
Það eru nokkur misseri síðan lífeyrissjóðir breyttust á einhvern "yfirnáttúrulegan" hátt í fjárfestingasjóði? Algjörlega ólögleg rányrkja hér á Íslandi!
Hækkun launa er í raun bara hækkun til skattræningja og ólöglegra fjárfestingasjóða. En ekki hækkun launa til verkafólks í alls konar stéttum.
Nýjasti brandarinn er að Bitcoin sé ekki "öruggur" gjaldmiðill?
Sumir trúa því ennþá að spilakassarnir í kauphöllinni séu að áhættuspila með raunverulegar og öruggar innistæður?
Kauphöllin á Íslandi er að spila með innistæðulausar tölur frá peningafalsandi netbönkum. Höfuðstöðvarnar eru stundum kallaðar "Seðlabanki"? Seðla-banki?
Tölvufalsandi bankabólu spilavítiskassa kauphallar "gróði"?
Hvað er að hagfræðingum heimsins, sem láta hafa sig út í þá óverjandi lögleysisvitleysu að tala falsaða og innistæðulausa netpeninga upp og niður, fyrir heimsveldis mafíu-bankaræningjana?
Ég spyr?
En ég reikna alls ekki með einu eða neinu lögverjandi, siðferðislegu né heiðarlegu svari frá nokkrum jarðneskum lifandi manni. Þetta dæmi er einfaldlega of stórt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2018 kl. 16:10
Anna Sigríður, hvernig væri að koma einhverju "formi" á þetta hjal?
Í fyrsta lagi, getur þú og aðrir þér líkir kennt sjálfum ykkur um. 2008, var ráðist á Barþjónanna ... en þjóðinn hafði lifað í peningafylleríi frá árinu fyrir 2000.
Enginn Íslendingur, er saklaus af hruninu 2008. Allir tóku þátt í verðbréfaspilinu, þetta var meira að segja vinsæll leikur.
Ertu ekki bara að klaga yfir þessu, af því að "peningana" þraut? Allt er þetta bankamönnunum að kenna, af því þú fékkst ekkert í skóinn um Jólin?
Núna, stendur þú frammi fyrir öðru Vandamáli. Ísland er Lýðræði, og til þess að tryggja að "lýðurinn", sem heitir "Vulgus" á latínu. Til að tryggja að "vulgus" landsins geti ekki breitt neinu, þá er verið að sjá til þess að til séu nógu margir ólíkir hópar og ólíkir stjórnmálaflokkar. Svo að þjóðinn geti aldrei komist að samkomulagi. TIl og með, þarf að flytja inn fleiri "fólkshópa", svo þetta littla sker ... geti nú státað sig í rifrildi, á borð við mið-austurlönd, og aldrei náð samkomulagi um neitt sem skiptir máli.
Hvernig væri, að skoða leikinn sem verið er að spila ... ekki leikinn, sem búið er að "tapa".
Örn Einar Hansen, 2.2.2018 kl. 18:20
Og ekki batnar það núna þegar fyrirtæki þurfa ofan í kaupið að eyða milljónum í að innleiða jafnlaunavottunarstaðal upp á 40 blaðsíður með alls kyns óþörfum kröfum.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2018 kl. 19:00
Bjarne Örn. Gætir þú kannski kennt mér lífsreglurnar réttu, sem þú þekkir og kannt betur en ég?
Það er verkefni lífsins að kenna öðrum það sem maður sjálfur telur sig hafa reynslu af og kunna.
Sjaldan hef ég verið áhyggjulausari heldur en þessa dagana, vegna þess að ég ætlast alls ekki til að nokkur maður borgi fyrir mínar fyrri syndir. Og með hverjum deginum sem líður, þá nálgast ég útfarar-markiðið hér á jörðinni. Og það er tilhlökkunar vert markmið.
Skilur þú hvað ég er að segja, Bjarne Örn Hansen?
Gætir þú í góðmennsku þinni ausið visku úr vitringsbrunni þínum, svo vitleysingurinn ég geti lært eitthvað þroskandi af visku þinni, áður en ég fer yfir móðuna miklu?
Góður Guð almáttugur blessi þig Bjarne Örn Hansen, og okkur allskonar mis-vitringana hér á jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2018 kl. 19:55
Anna Sigríður, nei það get ég ekki ... væri þá betur á komið hjá mér, en er ... en ég veit þó, að það er sjálfum mér að kenna að ég fékk ekkert í skóinn um Jólinn.
Örn Einar Hansen, 2.2.2018 kl. 20:00
Bjarne Örn. Þann 17 Desember 1974, þegar ég var 14 ára, fékk ég þá frétt "í skóinn", að pabbi minn væri dáinn.
Ég óska engum að fá þannig "gjöf" í skóinn. Hvorki á jólunum né á öðrum tímapunkti.
Sumt verður ekki verðmetið í peningum. Ég bið um fyrirgefningu fyrir það, að ég fæddist ekki á rétta viðurkennda pólitíska staðnum, í réttri pólitískri ætt, hér á Íslandi.
Guð blessi þig og alla aðra hér á Íslandi og víðar, Bjarne Örn Hansen.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2018 kl. 20:25
Fyrirtæki geta samið við starfsmenn um laun og vinnutíma. Starfshlutfall er að öllu leiti samningsatriði milli fyrirtækis og starfsmanns. Hagsmunasamtök fyrirtækja og hagsmunasamtök launþega semja um lágmarks laun. Allir kjarasamningar eru samningar um lágmörk. Þau lágmörk skilgreina eiginlega hvort um launamann sé að ræða eða þræl, og þrælahald er bannað.
Gústi (IP-tala skráð) 3.2.2018 kl. 04:57
Getur fyrirtækið Oddi samið um taxta, t.d. á næturvinnu, sem eru aðrir en kjarasamningar gera ráð fyrir?
Einu sinni sagði mér kona að yfirmaður hennar hefði sagt við hana: Við viljum gjarnan hækka kaupið þitt en málið er að þú ert nú þegar í hæsta taxta í þínum launaflokki. Það er því ekkert hægt að gera.
Kannski var yfirmaðurinn óheiðarlegur. Konan véfengdi samt ekki orð hans. Hún hefði kannski átt að ráðfæra sig við einhvern?
Geir Ágústsson, 3.2.2018 kl. 14:00
Annars má segja að lög um lágmarkslaun séu um leið lög um lágmarksatvinnuleysi. Þegar hart er í ári hafa fyrirtæki rekið sig á að það er erfitt að eiga við samtök launþega um lækkun launa. Þau segja því bara upp starfsfólki sem um leið þýðir töpuð reynsla og þekking. Þetta er bara raunveruleiki margra fyrirtækja. Þetta er meðal annarra ástæða þess að niðursveiflur í hagkerfinu þýða mikið atvinnuleysi þótt það sé nóg af verkum sem þarf að vinna. Og þeir sem lenda verst í launum um lágmarkslaun eru innflytjendur og ungt fólk sem fær ekki að spreyta sig á lægri launum í von um að sanna sig og fá ráðningu á hærri launum. Lög um lágmarkslaun voru jú fundin upp á śinum tíma til að vernda ákveðnar faggreinar fyrir samkeppni, t.d. frá innflytjendum.
Geir Ágústsson, 3.2.2018 kl. 14:04
Já, fyrirtækið Oddi getur samið um taxta sem eru aðrir en kjarasamningar gera ráð fyrir. Þeir geta bara ekki samið um lægri taxta og minni réttindi en þau lágmörk sem kjarasamningar tryggja.
Gústi (IP-tala skráð) 3.2.2018 kl. 14:14
Og við höfum reynslu af því hvernig fyrirtæki fara með ungt fólk og innflytjendur séu ekki lög og samningar sem stöðva þau og tryggja lágmarks laun og réttindi. Í dag fer drjúgur tími verkalýðsfélaga í að slást við fyrirtæki sem leita allra leiða til að svíkja ungt fólk og innflytjendur.
Fyrir nokkrum árum síðan þurfti að setja ný lög og skerpa á eldri þegar mörg fyrirtæki tóku að ráða þessa hópa sem verktaka. Greiðslurnar jöfnuðust á við lágmarkslaun en það voru engin áunnin réttindi, enginn veikindaréttur, ekkert orlof, ekkert vaktaálag, ekkert greitt í lífeyrissjóði, vinnutími óreglulegur, engar tryggingar, ekki réttur á atvinnuleysisbótum o.s.frv.
Sé það raunveruleiki margra fyrirtækja að þau geti ekki starfað nema stunda þrælahaldið sem þig dreymir, þá viljum við ekki þau fyrirtæki.
Gústi (IP-tala skráð) 3.2.2018 kl. 15:09
Samningar hagsmunasamtaka fyrirtækja og hagsmunasamtaka launþega eru samningar. Þeir eru ekki meitlaðir í stein og má alltaf endurskoða skapist eitthvað neyðarástand. En meðan svo er ekki þá viljum við ekki að fyrirtækin hagi sér gagnvart starfsmönnum eins og svo sé. Reynslan sýnir að hegðunarmynstur fyrirtækja er þannig að samningar um lágmarks laun og réttindi verkafólks á fullan rétt á sér.
Gústi (IP-tala skráð) 3.2.2018 kl. 16:02
Gústi. Skattur og "lífeyrissjóðir" (ólöglegir fjárfestingasjóðir) ræna of miklu upp úr launaumslaginu, áður en nettó kaupið lendir í höndum verkafólksins.
Það ræður ekkert heiðarlega rekið fyrirtæki við svona skatta og fjárfestingasjóða rán faldavaldsins, af fyrirtækjum og launaþiggjandi verkafólki í alls konar stéttum.
Meira að segja ég, sem ekki hef nokkurt fjármálavit, skil hversu óverjandi ósanngjarnt þetta opinbera ræningja-skatta-lífeyrissjóða (fjárfestingasjóða) kerfi er fyrir fyrirtæki og launþega.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2018 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.