Borgarlína eða bíll - röng uppstilling

Auðvitað mun Borgarlínan ekki minnka umferð að ráði. Þeir sem nota bíl gera það af mörgum ástæðum, ekki bara til að drepa stóran hluta tíma síns í umferðinni. Margar þessara ástæða koma því ekkert við að strætóar, lestir og hjólastígar geta komið manni sjálfum líkamlega frá einum stað til annars (verslunarferðir, skutl með krakkana, leiðangur í ÁTVR).

(Í framhjáhlaupi má kannski nefna að það gæti minnkað umferð um einhver brot af prósenti að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Þá þyrfti fólk síður að fara í sérstakan bíltúr til að krækja í bjórkippu.)

Sé raunverulegur ásetningur að liðka til fyrir umferðinni án þess að þekja borgina í malbiki eru til margar aðrar leiðir en rándýrar línur sem ryðja bara annarri umferð inn á færri akreinar. 

Sumar þessara leiða blasa við (heimila Uber og aðrar leigubílaþjónustur eða svokallaðar farveitureinkavæðing strætó og opnun á frekari aðkomu einkaaðila að skutli, lækkun skatta á bifreiðar og eldsneyti og upptaka vegatolla í staðinn sem yrðu verðlagðir eftir eftirspurn). Aðrar þurfa að koma í ljós með samspili fyrirtækja og fólks á frjálsum markaði. 

Ferðalangar í vegakerfinu hafa gríðarlega greiðslugetu eins og sést á hárri skattlagningu á bifreiðar og eldsneyti og háum rekstrarkostnaði bíla. Um leið hafa þeir mikla þolinmæði eins og sést á því að þeir skafa frekar bíl og moka innkeyrslu en hoppa í strætó, og þola frekar umferðarteppur en rólegheitin í strætó. Þetta er milljarðamarkaður sem mörg fyrirtæki yrðu ólm að koma inn á. Reykjavík gæti kennt heiminum í eitt skipti fyrir öll hvernig má sameina dreifða byggð af ódýru húsnæði og sveigjanlegar samgöngur á takmörkuðu vegakerfi. Hvernig? Það mun markaðurinn leiða í ljós.

Það mistókst að miðstýra iðnaðarframleiðslu í Sovétríkjunum. Miðstýring umferðar hefur ekki gengið betur, mun ekki ganga betur og á að gefast upp á að reyna fjarstýra frá ráðhúsinu.


mbl.is Segir áhrif borgarlínu ofmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun alltaf segja nei takk við vegatollum, frekar kýs ég skattinn á bensínið, vegatollar gera ekkert annað en að tefja umferð, hvalfjarðargöngin eru besta dæmið því til sönnunar. Ég hef séð vegatolla hlið í danmörku t.d. alveg það sama, tefur umferð.

Já það eru til sjálfvirk rukkunar apparöt, t.d. eins og er notað í hvalfjarðargöngunum og það tefur umferð líka.

Halldór (IP-tala skráð) 1.2.2018 kl. 09:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það getur verið pirrandi að borga fyrir hvert skipti (eins og í Bónus) miðað við að hafa bara borgað sitt árgjald og geta vinkað hæ og látið kort snerta skynjara til að fá aðgöngu (eins og í ræktinni). 

En það getur líka kostað margfalt meira að borga árgjald en borga í hvert skipti. Árgjald verðlaunar þá sem eru sífellt á ferðinni inn og út á kostnað þeirra sem fara sjaldnar út úr húsi. 

Í tilviki vegakerfisins eru ökumenn verðlaunaðir fyrir að keyra sem mest og hafa engan hvata til að sameinast um ökutæki.

Ég hef ótalmörgumsinnum ferðast til Þrándheims í Noregi vegna vinnu. Þar keyra leigubílar á fullum hraða í gegnum tollahlið á göngum. Ég hef notað bílastæðahús í Danmörku þar sem skynjari les númeraplötu þína við akstur inn. Menn ráða því svo hvort þeir borgi í sjálfsala eða loggi sig inn á heimasíðu við heimkomu og geri upp eða bíði bara rólegir eftir sektinni.

Geir Ágústsson, 1.2.2018 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband