Miðvikudagur, 31. janúar 2018
Hver á að ráða?
Ekki ætla ég að tjá mig mikið um lagatæknileg atriði í ráðningarferlinu í kringum Landsdóm.
Ég spyr hins vegar: Vilja menn að kjörnir fulltrúar, eða aðilar ríkisstjórnar sem starfar fyrir þingmeirihluta, ráði, eða einhver annar?
Það voru einhverjir sem kusu þingmennina og þingmenn velja ráðherra (sem yfirleitt eru þingmenn líka). Um embættismennina, nefndirnar, sérfræðingana og skýrsluhöfundana gildir önnur saga.
Þeir sem kusu þingmennina vildu hafa áhrif á það hvernig landinu er stjórnað.
Mér finnst eins og sífellt sé gert minna úr umboði þingmanna til að hafa áhrif á mál ríkisins. Hvernig stendur á því? Vantreysta menn þingmönnum? Falla menn kylliflatir fyrir því þegar einhver kallar sig sérfræðing?
Persónulega vona ég að dómsmálaráðherra standi af sér storminn sem er búið að þyrla upp í vatnsglasinu því hún er einn af mínum eftirlætisþingmönnum. Það kemur því þó ekki við að almennt finnst mér sífellt verið að taka fyrir hendurnar á kjörnum fulltrúum og þeir oft settir til hliðar þegar einhver er búinn að semja skýrslu eða álitsgerð. Það er slæmt og dregur úr vægi lýðræðisins.
Eða til hvers voru menn þá að kjósa? Svo pappírana frá Brussel megi stimpla?
Ég tek auðvitað ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú dettur í sama drullupoll hérna og Sigríður Andersen. Þetta mál snýst ekki um meirihlutalýðræði. Ekki einu sinni um fulltrúalýðræði. Málið snýst um að fara eftir lögum við skipan dómara. Með þeirri skipan mála sem nú gildir var einmitt aðaltilgangurinn að koma í veg fyrir afskipti ráðherra af vali óháðrar nendar um hæfustu umsækjendur óháð stjórnmálaskoðunum!
Sigríður kaus að fara gegn þessu ferli og skipa minna hæfa dómara til lífstíðar við Landsrétt. Afleiðingarnar verða áframhaldandi ólga, umrót og vantraust gagnvart þrígreiningu valdsins.
Hvernig getur þú varið þessa valdníðslu með vísan í kosningarnar? Þessar 8.143 hræður sem kusu D listann í Reykjavík Suður voru ekki að kjása ráðherra í ríkisstjórn.
Hvers vegna í ósköpunum fer alltaf öll pólitísk umræða út um víðan völl?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2018 kl. 10:50
Minna hæfir, að mati hvers?
Alþingi samþykkti ráðningu dómara með lögum. Er það ólöglegt?
Ráðherra taldi sig greinilega vera fara að lögum með því að leggja til aðra kandídata en einhver nefnd skipuð dómurum, sem vildi greinilega ráða því hverjir kæmust í dómaraklíkuna á Íslandi sem enginn þorir orðið að styggja við (með fáum en veigamiklum undantekningum).
Kannski væri hreinlegast bara að breyta lögum um skipan dómara með eftirfarandi hætti: "Dómarar skulu skipaðir af öðrum dómurum. Ekki er heimilt fyrir dómsmálaráðherra, Alþingi eða aðra utanaðkomandi að hafa afskipti af því ferli. Skattgreiðendur skulu þó fá að borga laun dómara."
Geir Ágústsson, 31.1.2018 kl. 11:38
Geir, samkvæmt lögum er það hæfnisnefnd sem ákvarðar hæfni umsækjenda og gerir tillögur um skipan í laus embætti sem byggir á þessu hæfnismati. Alþingismenn geta breytt útaf þessu mati en ekki ráðherrann sem slíkur.
Ef ráðherrann er ósammála þessu ferli á hún að leggja til breytingar á ferlinu en ekki ganga gegn því sem á að vera óháð mat hæfnisnefndar um skipan dómara.
Það sem Sigríður gerði helgast af þessari áratugalöngu hefð sjálfstæðisflokksins að láta annarlegar hvatir eins og nepotisma, vinagreiða og flokkshollutu stjórna gerðum sínum. Val hennar á Arnfríði Einarsdóttur, Jóni Finnbjörnssyni og Ásmundi Helgasyni staðfestir þessa óheilbrigðu og andþjóðfélagslegu stjórnmálahefð fjórflokksins.
Vantraustið á dómstólana helgast af vanhæfi dómara sem hafa verið skipaðir pólitískt en ekki faglega í gegnum árin. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að viðurkenna þetta eins og við er að búast. Hans hugmyndafræði byggir á völdum. Þeir sem hafa dómarana í sínu liði geta nánast komist upp með allt. Líka að bera ábyrgð á kerfishruni eins og hér varð 2008!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2018 kl. 12:14
"Alþingi samþykkti ráðningu dómara með lögum. Er það ólöglegt?"
Nei það er ekki ólöglegt en óvandað svo ekki sé meira sagt. Auðvitað átti að bera upp nöfn hvers og eins umsækjanda til synjunar eða staðfestingar. Enda er ég ekki í hópi þeirra sem telja að Sigríður hefði átt að segja af sér vegna dómaramálsins. Ábyrgðin á því klúðri lá hjá Alþingi og það Alþingi var leyst upp.
Hins vegar er það kristaltært að persónan Sigríður Andersen er ekki hæf í ráðherraembætti vegna valdhroka og rörsýni. Að hún hafi verið gerð að ráðherra í þessu ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur skrifast alfarið á ábyrgð Bjara Benediktssonar sem þurfti að sætta stríðandi fylkingar innan eigin flokks og valdi að fórna trúverðugleika mikilvægasta ráðuneyti landsins. Í því skjóli skákar Sigríður Andersen og kann ekki að skammast sín.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2018 kl. 12:31
Dómararnir sem dæmdu Sigríði voru allir með tölu vanhæfir í málinu enda snérist málið um það hvort þeir sjálfir fengju að ráða vini og vandamenn i störf við landsdó eða sitjandi Dómsmálráðherra fengi að ráða sína vini.
Guðmundur Jónsson, 31.1.2018 kl. 12:59
Úff, það þarf þrennt að gerast:
- Það þarf að leysa upp alla dóma og velja alla dómara upp á nýtt
- Það þarf að breyta lögum þannig að menn geti í auknum mæli fengið bindandi úrskurði frá svokölluðum gerðardómum
- Það þarf að skýra betur lög um skipan dómara sem minnka völd dómara og auka völd kjörinna fulltrúa (þá fyrst og fremst þingmanna)
Geir Ágústsson, 31.1.2018 kl. 13:07
Ókey Geir. En hvers vegna ertu þá að verja vinkonu þína og skoðanasystur úr Andríki?
Dómarar ættu ekki að vera æviráðnir heldur skipaðir. Það væri til mikilla bóta held ég. Ráðherra ætti að fara með það skipunarvald í samráði við meirihluta Alþingis hverju sinni.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2018 kl. 13:22
Ég held mikið upp á Sigríði. Hér er ein ástæða:
http://www.visir.is/g/2015150618991/thingmonnum-stillt-upp-vid-vegg-i-oskamali-sumra
Í þessu tiltekna dómaramáli sýnist mér bara vera uppi sama staða og hjá kunningja mínum sem reyndi að innrétta fiskbúð í Reykjavík: Einn armur hins opinbera sagði A (Alþingi kaus / "ræsið á að vera hérna"), og annar sagði B (dómstólar kveða á um skaðabótaskyldu / "ræsið á að vera þarna"). Ég trúi því í einlægni að Sigríður hafi ekki viljandi brotið lög eða á einhvern hátt unnið á óheiðarlegan hátt þótt hún hafi ekki látið leiðbeiningar nefndar (sem sumir kalla fyrirmæli) stjórna sér að öllu leyti.
Geir Ágústsson, 31.1.2018 kl. 13:47
Mér sýnist þvert á móti að reglugerð 620/210
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=3731a968-ae36-40a1-a169-070fc1f34e24,
tryggi eins og best verður séð, faglegt mat á umsækjendum. Ráðherra hefur aðkomu að ferlinu bæði í upphafi og einnig þegar hann fær umsagnir hæfnisnefndar í hendur. Þetta ferli er skýrt og afsakar ekki flumbrugang ráðherrans. Hún hefur ekki sýnt fram á að mat hæfnisnefndarinnar hafi verið vanreyfað og þess vegna átti hún ekki að breyta þeirri niðurstöðu!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2018 kl. 14:08
Það er auðvitað alveg ljóst að ráðherrann hefur heimild til að víkja frá tillögu valnefndar og þá er það Alþingis að staðfesta það. Ráðherrann braut því engin lög með því að gera þetta.
Það sem Hæstiréttur gerði athugasemd við var að rökstuðningurinn fyrir breytingunni hefði ekki verið nógu ítarlegur. Þetta gerir málið svolítið erfitt því ráðherrann hefur afar nauman tíma til að vinna málið eftir að það kemur frá nefndinni sem, nota bene, skilaði tillögum sínum ákaflega seint.
Það er einfaldlega rangt að ráðherra sé bundinn af tillögum nefndarinnar. Hann er það alls ekki og það er alveg skýrt í lögunum. En það þarf að lagfæra ferlið þannig að ráðherrann hafi meiri tíma til að yfirfara tillögurnar. Ráðherrann hefur nefnilega sýnt fram á að annars vegar var ekki stuðningur á þingi við tillögur nefndarinnar og hins vegar að rökstuðningurinn fyrir þessum tillögum var ákaflega veikur.
Það sem er hér um að ræða á endanum er að hópur frekra karla í lögmanna- og dómarastétt sættir sig ekki við að stjórnvöld og þing hafi síðasta orðið við skipun dómara. Því skila þeir tillögum um nákvæmlega jafn marga umsækjendur og ráða á, jafnvel þótt fjölmargir fleiri séu hæfir og hanga yfir verkefninu fram á síðustu stundu til að reyna að koma í veg fyrir að stjórnvöld geri breytingar.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2018 kl. 21:02
Þorsteinn,
Takk fyrir upplýsandi athugasemd. Þú segir hluti sem ég hef ekki rekist á áður.
Það fer að verða morgunljóst að það eru margir maðkar í mysunni í íslensku dómarasamfélagi.
Geir Ágústsson, 1.2.2018 kl. 04:29
Geir. Ráðuneytisstjóri Innanríkisráðuneytisins skrifaði undir uppreista æru plaggið hans Róberts D.
Ragnhildur Helgadóttir heitir hún. Kannski vissi hún ekkert hvað hún var að skrifa undir, ráðuneytisstjórinn? Annað eins hefur nú gerst á spillta Íslandi.
Ég held ég hafi skilið það rétt að Innanríkisráðuneytið fyrrverandi, heiti í dag Dómsmálaráðuneyti.
Okkur var sagt að uppreistar barnaníðinga ærur og lögmannastarfsleyfi hafi orsakað stjórnarslit í September 2017. Ég trúi ekki ennþá, að það hafi verið ástæða stjórnarslitanna síðastliðið haust. Og er reyndar enn vissari nú en áður, að ástæða stjórnarslitanna hefur ekki enn komið opinberlega í ljós. Sumt er svo ljótt í stjórnsýslu Íslands, að það þolir illa dagsljós.
Lögmaður sem ekki fékk dómarastarf í nýjum dómsstól landsins, var í yfirkjörstjórn alþingiskosninganna þann 28 Október 2017? Sá lögmaður hefur nú fengið 700.000 krónur vegna þess að hann fékk ekki dómaraembætti í nýja dómsstólnum?
Kannski skilur einhver svona bull-leikrit og treystir sér til að verja og réttlæta ruglið?
Réttlæta og verja eldgömlu lögmanna og dómsstólaglæpavitleysuna á Íslandinu spillta.
Ég hvorki skil né vil réttlæta svona glæpstýringu gömlu dómsstóla og lögmanna-gengjanna, sem verja hvítflibbuð dópgengjabankarán og ólöglegar eignaupptökur án dóms og lögverjandi réttarhalda!
Hvítflibba-dópkónga-landsstjórn gamla gengisins!
Ég er óflokksbundin og skoðanir mínar eru einungis mínar.
En ekki skoðanir einhverra handrukkaragengja lögmanna-klíkubræðra, enda er ég fyrir löngu komin í ruslflokk, svona heilsufarslega séð, og lítill skaðamissir í mér þótt einhver dúndri mér yfir móðuna miklu.
Og ég er alls ekki að verja sjálfstæðisflokkinn, síður en svo. Sá flokkur hefur ekki hreint mjöl í öllum sínum pokahornum nú frekar en fyrri daga. Ekki frekar en aðrar klíkur.
En hvað í ósköpunum gefur fólki leyfi til að ráðast á einstaklinginn Sigríði Á. Andersen? Mitt í öllu þessu bull-leikriti fjölmiðlamafíukónganna heimsveldisstýrandi, rænandi, og ólöglega dæmandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2018 kl. 17:55
Fyrirgefið villu í athugasemd minni hér að ofan!
leiðrétting:
Ragnhildur Hjaltadóttir var nafn ráðuneytisstjóra Innanríkisráðuneytisins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2018 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.