Mánudagur, 15. janúar 2018
Vísitölur og vísindi
Þeir eru margir sem bæði í alvöru og að gamni sínu setja saman hinar ýmsu vísitölur til að gera þurr og leiðinleg vísindi svolítið meira kynæsandi.
Í hagfræðinni reyna til dæmis margir að gerast spámenn. Sumir spá hruni á hverju ári í mörg ár - jafnvel áratug - og þegar það skellur á segjast þeir hafa séð það fyrir (dæmi: Þorvaldur Gylfason). Aðrir benda á merki um hrun án þess að spá fyrir um tímasetningu þess. Enn aðrir fljótandi sofandi um á feigðarósi og sjá ekkert fyrir.
Hvað um það. Vísitala pilslengdar er voðalega krúttleg en um leið gagnslaus.
Vilji menn einfaldaðar vísitölur ættu menn að líta á hina svokölluðu vísitölu háhýsa. Í örstuttu og einfölduðu máli gengur hún út á að fylgjast með smíði háhýsa - gjarnan hæstu háhýsa heims. Til að reisa slík háhýsi þarf oft mikið lánsfé á lágum vöxtum. Það bendir svo til að mikið framboð sé á ódýru lánsfé. Yfirleitt er það svo til merkis um mikla peningaframleiðslu í nafni hagkerfisörvunar. Peningaprentun er eins og blástur á lofti í blöðru - gangi hún of lengi fyrir sig kemur hvellur. Og háhýsi rís.
Hagfræði þarf ekki að vera hundleiðinleg og um leið getur hún hjálpað manni að skilja heiminn aðeins betur og sérstaklega gallið sem vellur úr munni stjórnmálamanna og bankamanna.
![]() |
Er að koma kreppa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir. Guð almáttugur hjálpi þeim sem af fúsum og frjálsum vilja, verja óréttlæti og vísvitandi óheiðarleika sýslumanns-embættis-dómarans, sem gengur um með dómaranna "verndar"-hamarinn, og slær fólk til þöggunar.
Það er árið 2018?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2018 kl. 01:20
Anna,
Ég veit ekki hvort einhver sé beinlínis að reyna þakka niður í þeim sem benda á að keisarinn er nakinn (að heimshagkerfið standi á brauðfótum eilífrar peningaprentunar sem þolir ekki minnsta áreiti svo það hrynji í klessu, nákvæmlega eins og árið 2008 nema á mun stærri skala).
Ég held að það sem gæti kallast "mainstream" hagfræði sé einfaldlega blind fyrir því sem er að gerast.
"Mainstream" hagfræði eru fræðin á bak við seðlabankana, viðskiptabanka sem þurfa bara að geyma brot af því fé sem lagt er inn á þá, og stjórnvöld sem telja mikilvægara að framleiða svolitla verðbólgu en að leyfa almenningi að njóta lækkandi vöruverðs vegna aukinnar skilvirkni, nýrrar tækni eða bættra framleiðsluaðferða.
"Mainstream" hagfræði eru líka þau sem blaðamenn hafa lært í einhverjum mæli. Þess vegna tala þeir um að ekki hafi "tekist" að búa til verðbólgu á evrusvæðinu, í stað þess að segja að stórkostleg peningaprentun sé falin fyrir verðbólgumælingum af því hún er að koma fram þar sem vísitölur neysluverðs eru ekki nálægt, svo sem í hlutabréfum.
Það sem við getum gert er tvennt:
1) Mennta okkur!
Það er til ógrynni af stöðum á netinu þar sem er hægt að fræðast um hvað er raunverulega í gangi. Dæmi:
http://www.europac.com/research_analysis/commentary_view
https://www.zerohedge.com/
2) Verja okkur!
Ekki láta stjórnmálamenn plata þig til að auka neyslu þína eða skuldir. Þótt þeir telji óhætt að eyða meira og meira og meira og meira þá er það bara ekki svo. Ekki taka neyslulán eða bílalán. Húsnæðislán áttu að endurreikna miðað við að höfuðstóllinn sé að fara hækka um 30-50% á næstu 5 árum eða vextir að fara tvöfaldast í það minnsta, eða bæði. Er greiðslubyrðin þá orðin of mikil? Minnkaðu við þig.
Geir Ágústsson, 16.1.2018 kl. 08:21
Geir. Takk fyrir þessar ábendingar og fræðslu. Ég skil frekar fátt til hlítar.
En ég skil þó þá raunhagfræði, að ef ólíku gjaldmiðlanna skiptimyntin dugar ekki fyrir því sem á að heita viðskiptavöru-raunverðmæti, þá er verið að taka framtíðina að láni hjá börnum framtíðarinnar, án nokkurs raunverulegs veðs fyrir láninu.
Veikindi og starfsorka er það sem fólk hefur, til að standa við sínar skuldbindingar. Veikindi og töpuð starfsgeta kostar fólk möguleika til að standa við skuldbindingar sínar. Það er ömurleg staðreynd, sem ekki fær næga umfjöllun á Íslandi.
Sá sem hefur vinnufæra heilsu á sér margar óskir.
Sá sem ekki hefur vinnufæra heilsu á sér bara eina ósk.
Óskina um vinnufæra heilsu.
Sjúkdómavæðandi þöggunar-yfirlæknastýringin á Íslandi er óverjandi.
Heiðarlegir læknar eru sumir jafnvel beittir yfirvaldsins misbeitandi hótunum, þöggun, og sumir læknar jafnvel reknir úr starfi ef þeir segja frá svikum og glæpum.
Hæstiréttur Íslands hefur hingað til verið í óverjandi samvinnu við Landsspítala-yfirstjórnir, og við svikaglæpasamtökin sem kalla sig SÁÁ.
Þöggun sýslumannsembættis höfuðborgarsvæðisins á tjáningarfrelsi fjölmiðla Íslands fyrir haustsins kosningar er óverjandi. Þöggun á opinberu kerfisvikastarfseminni er rót alls ills, og viðheldur glæpasamfélags-embættunum ábyrgðarfríuðu.
Valdmisbeitandi þöggun er hundrað ára skref til baka!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2018 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.