Hvað með allskonar aðrar lausnir?

Umræðan um samgöngur í Reykjavík er komin í tvær skotgrafir: Breiðari vegi og fleiri fyrir einkabíla (fjölskyldubíla), eða gríðarlega aukningu á allskyns almenningssamgöngum svokölluðum (sá hluti almennings sem á ekki lítil börn eða á heima rétt hjá Bónus-verslun).

En það eru til svo margar aðrar aðferðir til að greiða fyrir umferðinni svo fólk komist leiðar sinnar, og það án þess að eiga rándýra lúxusíbúð í miðbænum.

Ein er sú að hrinda úr veginum aðgangshindrunum á markað hópferðabifreiða. Meðal annars á að hætta að niðurgreiða opinberan hópferðaakstur. Menn halda að eina leiðin til að koma fólki í hópferðabifreið sé að láta það plægja vind og regn og koma sér í biðskýli og bíða þar. Nei, bílar geta alveg sótt fólk upp að dyrum. Þannig fór stjúpsonur minn í skólann fyrsta árið hans í Danmörku: Var sóttur heim að dyrum. 

En er ekki flókið og tímafrekt að sækja fólk heim að dyrum? Kannski, en snjallir einkaaðilar hafa nú leyst flóknari verkefni en það!

Önnur er sú að opna á hvers kyns leigubílaakstur, t.d. Uber og Lyft. Kannski getur það orðið blandaður leigubíla- og hópbifreiðaakstur. Litlar og knáar rútur af nýrri gerðum eru með innbyggðri nettengingu, þægilegum sætum og loftræstingu sem ræður við öll skilyrði. Af hverju eru þær fráteknar fyrir ferðamenn í lopapeysum?

Síðan mætti hugleiða að selja vegakerfið og koma borginni út úr rekstri sem það ræður ekki við. Einkaaðilar verðleggja þá umferðina eftir eftirspurn. Slíkt yrði hvati í sjálfu sér að fjölmenna í færri bíla og minnka þannig umferðina. 

Ég veit að það er örugglega gaman fyrir stjórnmálamenn að skipuleggja tugmilljarða verkefni og fá þannig athygli og þá tilfinningu að þeir séu rosalega mikilvægir. Þeir gætu samt kannski hugleitt að láta það eiga sig og kaupa sér í staðinn SimCity til að spila á daginn. 


mbl.is Dagur: Við Sigmundur greinilega sammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband