Útreikningar blinda menn fyrir raunveruleikanum

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur í mörg ár verið á villigötum. Þar viðurkenna menn samt ekkert slíkt. Alltaf er vísað í útreikninga og því lofað að framtíðin sé björt. Skattgreiðendur þurfa bara að borga aðeins meira og þá verður allt gott!

Valið á ekki að standa á milli þess að bæta almenningssamgöngur annars vegar eða vegina hins vegar. Borginni hefur mistekist í báðu. Valið er á milli þess að halda áfram úti miðstýringu sem kostar morðfjár og skilar engu eða brjóta upp miðstýringuna og leyfa öðrum að prófa sig áfram með nýjar lausnir.

Og hvaða lausnir eru það?

Það veit ég ekki.

Ég sá heldur ekki fyrir þróun snjallsíma, þráðlausra háhraðatenginga, snjallúr, pappírsþunnar spjaldtölvur, leigubíla án leigubílastöðva, leiguhúsnæði án leigumiðlana eða 35 dollara tölvur.

Skoðum aðeins núverandi ástand samgangna. 

Skattgreiðendur eru mjólkaðir um mikið fé þegar þeir kaupa bíl og bensín. Þetta fé á að renna til viðhalds og uppbyggingar vegakerfisins en gerir ekki.

Skattgreiðendur eru að auki mjólkaðir um mikið fé til að reka almenningssamgöngur.

Skattgreiðendur sjá svo enn á eftir peningum sem fer í að halda úti stórum hópum manna sem þrífa, taka til, halda fundi og sækja ruslið. Þó fer eitthvað minna í þrif og viðhald nú en áður og sennilega meira í fundarhöld.

Og fyrir utan útsvarið greiða skattgreiðendur ýmis gjöld, t.d. sorphirðugjald og fasteignagjöld.

Það blasir við að barnafólk og fjölmargir aðrir hópar munu aldrei fórna bílnum. Börnum þarf að skutla í skóla og á æfingar, það þarf að versla inn í Bónus og skjótast svo í aðra búð eftir áfenginu, sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, skreppa til tannlæknis í hádegishléinu og svona má mjög lengi telja.

Það blasir við að núverandi leið til að rukka fyrir aðgang að vegakerfinu felur í sér ranga hvata. Allir vilja nota vegina á sama tíma: Á morgnana og síðdegis. Flestir vilja keyra í sínum eigin bíl fyrir hámarkssveigjanleika. 

Verðlagning bíómiða, leikhúsmiða, flugmiða og jafnvel nuddtíma er með öðrum hætti. Þar er rukkað eftir eftirspurn. Þannig komast allir í bíó og í flug þótt sumir þurfi að fljúga á óheppilegum tímum eða fara í bíó á öðrum tíma en föstudagskvöldi. 

Álögur á skattgreiðendur þarf að lækka, vegakerfið þarf að frelsa úr höndum hins opinbera, akstur á hvers kyns bifreiðum - stórum og smáum með mörgum eða fáum farþegum - þarf að gefa frjálsan og markaðurinn þarf að fá að spreyta sig. Það er alveg nóg af vegum og alveg nóg af ökutækjum. Að hinu opinbera mistakist að reikna út hvað þarf til að koma öllum þangað sem þeir vilja fara á ekki að koma á óvart. Og tilraunir til slíks á að stöðva. 


mbl.is Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Ég velti því fyrir mér hvort snjallúrin svokölluðu geti ekki skapað óþarfa kvíða hjá fólki, með tilheyrandi heilsufars hættulegum áhyggjum?

Ef snjallúrið sýnir t.d. einhver töluleg "hættumerki", þá stressast fólk og fær jafnvel raunverulegt hættulegt stress af áhyggjum sem "bilaða" snjallúrið greindi sem "hættu"?

Ég er hlynnt siðmenntaðri tækniþróun og eðlilegri framþróun, sem er raunverulega vönduð, og undir eftirliti vandaðra og traustra eftirlitsaðila og stofnana.

En ég sé því miður of mikið fyrir mér alla svikastarfsemina sem viðgengst í opinberum og valdníðandi risafyrirtækjum heimsins. Skrefin sem áttu einungis að færa fólk framávið, eru í mörgum tilfellum ábyrgðarlaus og kerfisvaldníðandi skref afturábak.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2018 kl. 22:42

2 identicon

Geir. Ef opinbert eftirlit með ríkisrænda og týnda allskonar skattpíningarsjóðnum er framfylgt af þeim stofnunum sem ríkisrændu skattgreiðendur, þá er engu treystandi hér á eyjunnar norðurtanganum í Atlantshafinu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2018 kl. 22:53

3 identicon

Sumt hefur ekkert með nútímans umræðuáherslur né þróunar útreikninga að gera. Eða hvað? Hef aldrei komið til Skotlands, en þó er eins og einn þáttur í sálartaug minni sé þaðan kominn? Og hellist yfir mig öðru hverju, og ég skil ekki hvers vegna?

Sumt mun maður víst ekki skilja til hlítar, í þessari jarðlífsferð.

Youtube: Scotland the brave (lyrics).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2018 kl. 00:10

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl Anna,

Takk fyrir hugleiðingar þínar um hin ýmsu mál. Það er ljóst að það brennur margt á þér og gott að þú fáir útrás fyrir það.

Vandaðir og traustir opinberir eftirlitsaðilar eru fáir og langt á milli þeirra. Af hverju ætti opinber eftirlitsmaður að framkvæma betri úttekt en fulltrúi neytendasamtaka, eða neytendur sjálfir, eða vottunaraðilar gæðakerfa eins og ISO? Það er ekki eins og hann missi vinnuna ef eftirlitið reynist gagnslaust. Hann getur jafnvel átt von á launahækkun því klúður hins opinbera eftirlits leiddu til ákalls um enn meira fé úr vösum skattgreiðenda í sama opinbera eftirlit!

Tek undir efasemdir þínar um tæknina að mörgu leyti. Sjálfur geng ég um með armbandsúr, minnisblokk og vasareikni jafnvel þótt ég sé með sæmilegan snjallsíma sem getur sýnt mér tímann, er hægt að skrá minnispunkta í og getur framkvæmt reikniaðgerðir. En hver veit, kannski er ég búinn að láta græða í mig örflögu sem bætir í mér minnið, les upp fyrir mig bækur og staðsetur mig á korti. Vonandi ekki samt. 

Geir Ágústsson, 17.1.2018 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband