Umhverfinu fórnað fyrir mengandi iðnað

Laxeldi í kvíum er mengandi iðnaður. Það deilir vonandi enginn um það.

Mengunin bitnar ekki bara á eigendum laxeldiskvíanna. Sýktur lax getur blandast villtum laxi og rýrt verðmæti laxveiðirétta á jörðum bænda. Mengun á hafsbotni getur haft áhrif á villta fiskistofna og þar með rýrt veiðirétt sjómanna. Mengun vegna vinnslu eldislax getur líka verið mikil. 

Það á ekki að vera undir ríkisvaldinu komið að ákveða hvar megi setja upp mengandi iðnað. Það á að vera mál landeigenda og þeirra sem eiga verðmæti bundin í óspilltum sjó og lífríki. 

Laxeldi er ekki sú gullkista sem stjórnmálamenn telja hana vera. Viðbúið er að verð á laxi falli mikið á næstu árum, meðal annars vegna aukins eldis á laxi í fjölmörgum ríkjum, t.d. Chile. Vinsældir eldislaxins sem mengandi afurðar eru líka óvissar. 

Á upphafsárum iðnbyltingarinnar reyndu bændur og aðrir land- og húseigendur að verja sig gegn sótinu sem vall upp úr reykháfum verksmiðjanna og höfðu sumir erindi sem erfiði, iðnjöfrum til mikilla vonbrigða. Ríkisvaldið ákvað þá að iðnaður væri mikilvægur og lét eignaréttinn víkja með tilvísun í einhvers konar heildarhagsmuni. Iðnaðurinn þurfti ekki að taka sig taki og takmarka sótmengunina. Áhrifin voru víða skelfileg á heilsu fólks og fyrir eignir margra. 

Á núna að gera sömu mistök með iðnað í sjó?


mbl.is „Óforsvaranlegt með öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við erum samir við okkur þegar kemur að því að henda öllum eggjunum í sömu körfuna. Laxeldið er nú alfa og omega allra efnahagsbóta, líkt og það hefur verið talið áður ásamt refa og minkarækt etc.

Allt er reiknað upp eftir rikjandi markaðsverði en aldrei hugsað út í það að viðbót þessarar stóriðju á markaði eykur framboðið og keyrir niður verð.

Nú er það að frétta að verð á eldislaxi hefur hrunið og eftirspurnin lítil. Færeyingar og fleiri eru eða eru á leið að loka laxeldistöðum af því að þær standa ekki undir sér. Þá er um að gera að taka stór lán og fara í enn eitt ævintýrið. Getur varla klikkað eða hvað? :)

Þessi þrýstingur á uppbyggingu og fjárfestingar eru að mestu frá Norðmönnum runnar og eru þeir í flestum tilfellum stæstu hluthafar. Ástæðan er að í noregi er þetta að verða eitt allsherjar disaster og sjúkdómar grasserandi í laxinum. Ísland er því varaskeifa Norðmanna í þessum efnum og við latum þá spila með okkur eins og fífl. Það þarf bara að veifa seðlum framan í landann og þá hverfur öll fyrirhyggja og rökhyggja út um gluggann.

Gömul saga og ný.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2018 kl. 16:06

2 identicon

Að hafna mengun manna og tilfallandi gróðurhúsaáhrifum í einu innslagi og benda svo á mengun af völdum laxeldis í öðru er hrópandi mótsögn. Ertu raunverulega vekfræðingur eða keytir þú teinið á netinu?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 10.1.2018 kl. 18:31

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gott hjá þér, Jón Steinar og alveg hárrétt. Og þú mættir alveg skoða nánar þenna streng sem Jón Steinar er að spila á, Geir.  Annars alltaf góðar greinar hjá þér.

Örn Einar Hansen, 10.1.2018 kl. 19:24

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sigþór, að hafna "mengun af völdum manna", er ekkert tengt mengunarmálum í hnotskurn. Heldur er "mengun af völdum manna", trúarlegs eðlis og er tengt Gamla Testamentinu ... þar sem því er haldið fram að "þeir" séu Guðir ...

Gamla T:
"I have said, Ye are gods; and all of you are children of the most High".

Nýja T:
"Jesus answered them, Is it not written in your law, I said, Ye are gods"

Örn Einar Hansen, 10.1.2018 kl. 19:33

5 identicon

Góð færsla hjá þér, Geir. Það furðar mig að sjókvíar fyrir laxeldi sé yfirleitt leyfilegt hér á landi. Í Noregi hefur komið mjög slæm reynsla á þetta, bæði eru allir fjarðarbotnar þar sem sjókvíar eru svo mengaðar af lífrænum úrgangi að ekkert líf þrífst þar (allt súrefni horfið) og auk þess er norskur eldislax svo fullur af laxalús, að innflutningur af lifandi norskum eldislax til Bandaríkjanna og Kanada er bannaður vegna sýkingarhættu fyrir villta Alaskalaxinn.

En slæm reynsla annarra þjóða á einhverjum iðnaði eða öðrum vefst ekkert fyrir misþroska bæjarfulltrúum og starfsmönnum Umhverfisstofnun sem eru hlynnt þessum óþverra. Allt sjávarlíf á eftir að fjara út í Eyjafirði, Patreksfirði og Tálknafirði.

Og Sigþór: Koltvíildi er EKKI mengunarvaldur. Koltvíildi hefur ENGIN hitunaráhrif á loftslagið, heldur er það bráðnauðsynlegt fyrir náttúruna, því meira, þess betra. Það er ENGIN hnattræn hlýnun af mannavöldum í gangi, en það sem er í gangi er hnattrænt hlýnunarsvindl (CAGW Hoax), sem hefur ekkert með náttúruvernd að gera, heldur er einskært peningaplokk og blekking. Þú munt kannski aldrei vitkast, Sigþór, en það er þitt eigið vandamál. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.1.2018 kl. 20:20

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Koltvíildi veldur hraðri súrnun hafanna, hvað sem öðru líður með tilheyrandi eyðingu kólarrifa og skelfisks. Það snertir okkur Íslendinga sem fiskveiðiþjóð.  

Koltvíildi er þegar orðið meira í andrúmsloftinu en hefur verið í milljónir ára og á eftir að vera margfalt meira. 

Þótt vatn sé "bráðnauðsynlegt fyrir náttúruna" er ekki þar með sagt að það sé rétt að drekkja öllu í vatni.

Ef það er "peningaplokk og blekking" í gangi eru það smámunir einir miðað við þær himinháu upphæðir peninga sem skamgræðgisæði hinna risastóru olíu- og kolaframleiðslufyrirtækja snýst um. 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2018 kl. 21:12

7 identicon

Meðan villtur lax er mikil hollustufæða verður ekki sama sagt um eldislax. Það er allavega mat helstu sérfræðinga á þessu sviði. Þeir mæla með að neyslu á eldislaxi sé mjög stillt í hóf.

Í þessu sambandi skiptir miklu máli á hverju laxinn er alinn auk þess sem lyf geta haft alvarleg áhrif. Það vantar allar upplýsingar um þetta varðandi íslenskan eldislax. Á hverju er íslenskur eldislax alinn og hvernig er eftirliti háttað? Eða er kannski ekkert eftirlit?

Á níunda áratug síðustu aldar var mikill uppgangur í laxeldi á Íslandi. Það endaði þó mjög illa. Eftir að óhemju fé hafði verið varið greinina fór allt að ganga á afturfótunum. Þá var Benedikt Jóhannesson, síðar fjármálaráðherra, fenginn til að leggja mat á framtíð greinarinnar og kvað upp yfir henni dauðadóm. Hvað hefur breyst síðan þá?

Það er óhugnanlegt að fylgjast með þeirri sprengingu sem hefur orðið og er fyrirhuguð í laxeldi. Þekkja Íslendingar ekki regluna um að góðir hlutir gerast hægt? Hætt er við þetta muni enda með ósköpum efnahagslega, umhverfislega og jafnvel heilsufarslega.

Löggjöf og öflugt eftirlit af hálfu ríkisins er að sjálfsögðu nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg og valdi víðtæku tjóni. Vernda þarf náttúruperlur og laxastofna gegn þeirri vá sem laxeldi getur verið og neytendur verða að fá tryggingu fyrir að varan sé boðleg.

Reynsla Norðmanna af laxeldi er svo slæm að regluverk þar hefur verið stóraukið með þeim afleiðingum að þeir flýja til Íslands. Í stað þess að líta á reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar er þeim tekið fagnandi. Skammtímasjónarmið og byggðapólitík er hér allsráðandi og ekkert hirt um áhrif til langrar framtíðar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.1.2018 kl. 21:50

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er sennilega við hæfi að taka fram að ég tel ekki losun koltvísýrings vera mengandi iðju, hvort sem sú losun á sér stað úr endaþörmum, eldfjöllum eða bifreiðum. Mörg önnur efni eru mengandi og hættuleg, þar á meðal sót með öllum sínum innihaldsefnum. 

Prófið felst kannski í því hvað er hægt að sanna fyrir dómstólum. Það hefur enginn húseigandi við strandlengju geta byggt upp málstað sem stenst sönnunarkröfur dómstóla og fjallar um að losun koltvísýrings ógni strandlengju hans. Það hefur engin eyja sokkið í sæ vegna hækkunar sjávarborðs. Magn koltvísýrings er frekar lágt ef eitthvað er - rétt um 400 ppm og frekar nær mörkum aldauða lífs á jörðinni (150 ppm) en hitt að ógna lífi.

Geir Ágústsson, 11.1.2018 kl. 07:09

9 identicon

Geir minn. Eitt sinn á árunum sem ég bjó í Noregi, þá leigði ég íbúð hjá góðri konu í Eikelandsosen í suðvestur Noregi. Sonur hennar var þá búinn að þróa og byrjaður að selja úrgangs safnþró undir laxeldiskvíarnar, svo hægt væri að safna og fjarlæga úrganginn undan sjókvíunum. Til að koma í veg fyrir mengun og sjúkdóma frá eldiskvíunum.

Þetta var strangheiðarleg, góð og klár gömul kona sem ég leigði íbúðina af á tímabilinu sem ég bjó í Eikelandsosen í Noregi. Sonur hennar og fjölskyldan með fyrirtækið á staðnum, voru ekta vandað og heilsteypt fólk, sem ég skynjaði að var 100% treystandi vegna heiðarleika, góðmennsku og skynsemi þeirra á allan hátt.

Á vegferð minni í lífinu hefur almættið kynnt fyrir mér svo margt ómetanlega hæfileikaríkt, heiðarlegt, virðingarvert og gott fólk. Sem ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst og lært margar góðar og göfugar lífsreglur af.

Þetta með laxeldið á Íslandi er efni í svo mikla langloku af mínum upplýstu skoðunum á þeim málum, að einfaldara er að vísa á netsíður fyrirtækisins í Eikelandsosen í Noregi, sem ég lærði svo mikið af, að kynnast aðstandendum þess fyrirtækis. Þeir sem eru sæmilega læsis á norðurlanda tungumálin geta lesið sig til um málið, á netsíðunum sem ég vísa hér á.

gúggla:

bolaks.no/author/admin

liftup.no

liftup.no/om-oss

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2018 kl. 23:23

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Landeigendurnir eiga ekki hafið og geta því tæpast bannað neinum að setja þar upp sjókvíar. Er þetta kannski markaðsbrestur, Geir? 

Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2018 kl. 00:08

11 identicon

Geir. Ég horfði eitt sinn á þátt Ingva Hrafns á ÍNN, þar sem hann tól viðtal við þá sem standa fyrir laxeldinu í Arnarfirði. Mér brá dálítið mikið, þegar kom fram í samtali þeirra að ekkert væri gert í að safna úrganginum sem kom frá fiskeldiskvíunum.

Ég hugsaði þá til Einars Holmefjord í Eikelandsosen, sem fyrir 15-20 árum síðan var að berjast við að þróa safnþró undir sjókvíaeldið, til að verjast mengun og sjúkdómum frá eldiskvíunum.

Það er jákvætt að byggja upp fiskeldi í kringum Ísland, ef farið er eftir öllum verjandi úrgangsmengunar og sjúkdómavörnum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2018 kl. 19:35

12 identicon

Ég hef líka heyrt að fóðrið sé ekki upp á marga fiska (afsakið orðalagið). Að hráefnið sé aðallega mulinn sláturúrgangur og annað ódýrt sorp. Þannig að það þarf að laga þetta líka.

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.1.2018 kl. 01:23

13 identicon

Ómar, þetta er því miður ekki rétt hjá þér.

Fyrir milljónum ára var mun meira koltvíildi í andrúmsloftinu, enda mikið meiri gróður þá en nú. Nú er magnið af CO2 komið að neðri þolmörkum. Meðalhiti jarðar hefur ekkert hækkað áratugum saman, en á miðöldum var mun hlýrra en nú. Höfin hafa ekki súrnað, kóralrifin hafa ekki minnkað, ísbjörnum og hreindýrum hefur ekki fækkað þrátt fyrir allar upplognu hrakspárnar, ísinn á Norðurheimskautinu minnkar á sumrin og eykst á veturna. Menn hafa engin áhrif á hitastig jarðar og heldur ekki koltvíildi, en það sem hefur áhrif á hitastig eru a) sólin, b) skýin og c) vatnsgufa í andrúmsloftinu.

Vind- og sólarorka eru því miður ekki að skila sér í hæfilega miklu magni til að geta komið í staðinn fyrir notkun olíu, og mun aldrei gera. Eina arðbæra endurnýjanlega orkan er eins og sú sem við erum svo heppin að hafa hér á landi: Vatnsorka og jarðhitaorka.

Ég las í Bændablaðinu að það ætti að kolefnisbinda andrúmsloftið hér á Íslandi með því að planta fullt af trjám. Að planta trjám á Íslandi er auðvitað lofsvert, en ég vona að það sé nógu mikið af koltvíildi eftir handa þessum trjám.

Annars las ég líka fyrir nokkrum mánuðum síðan í Bændablaðinu að skv. ESB er yfir 70% af raforku á Íslandi framleidd með kjarnorku(!) og jarðefnaeldsneyti(!). Þessari lygi er haldið á lofti til að geta halda áfram verzlunarsvindlinu með kolefniskvóta. Og hvorki ríkisstjórnin né aðrir þingmenn, sem eru eins og skilningssljóir óvitar mótmæla þessum svikum.

Hnattræna hlýnunarsvindlið snýst aðallega um tilfærslur á fjármunum yfir í vasa spilltra aðila og um pólítísk völd. Þeir sem halda svindlinu á lofti geta nefnilega fengið alls konar styrki, en þeir sem neita að trúa á bullshit, fá enga styrki. Skattgreiðendur borga óviljugir og það er það sem er peningaplokk.

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.1.2018 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband