Fimmtudagur, 28. desember 2017
Hlýtur að vera þreytandi að þurfa sífellt að ganga með betlistaf
Þungum áhyggjum af nú lýst yfir ástandi sjúkrabílaflotans. Biðlað er til yfirvalda um að gera eitthvað í því. Síðan má bara vonast til að einhver sé að hlusta og að einhver vilji borga.
Mikið hlýtur að vera þreytandi að vinna fyrir ríkið. Gjarnan er um að ræða starfsgreinar þar sem enginn annar atvinnurekandi er til staðar. Ríkiseinokunin er annaðhvort lögbundin og bein eða skrúfuð þannig saman að það er ekki lífvænlegt að standa í einkarekstri í samkeppni við hana.
Til að fá ný tæki og tól, launahækkanir, breytingar á skipuriti eða koma á einhverjum breytingum þarf sífellt að biðla og betla. Betlistafurinn er sífellt á lofti. Um leið er algjörlega óvíst að einhver sé að hlusta. Hið opinbera þarf ekki að óttast flótta starfsfólks til annarra rekstrareininga né flótta skjólstæðinga til samkeppnisaðila. Það eina sem virkar er að nota fjölmiðla og reyna beita pólitískum þrýstingi. Samt er ekkert gefið.
Einkaaðilar eru ekki jafnháðir betlistafnum. Þeir geta aðlagast aðstæðum og gera það, eða fara á hausinn. Neytendur ráða og þeir sem vilja þjóna þeim þurfa einfaldlega að standa sig eða snúa sér að einhverju öðru.
Einkavæðum allt.
Endurnýjun sjúkrabílaflotans aðkallandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Athugasemdir
Geir. Ég skil ekki stjórnsýlukerfi "ríkisins".
Einungis helmingur af svokölluðum "umsömdum" launum allskonar stétta verkafólks skilar sér í hið svokallaða launaumslag? Umslagið hefur verið skatta og lifeyrissjóða rænt? Lögmenn og dómstólar verja ránið?
"Réttarríkið" Ísland?
Skattaklóin rænir í réttlætisnafni þess að niðurgreiða opinbera kerfisins þjónustu? Og Lífeyrisránsjóða ólöglega klóin rænir í réttlætingarnafni þess að tryggja launþegum áhyggjulaust ævikvöld?
Í raunheimum er þetta þjónustuöryggi allt meir og minna svikið!
Þetta er í raun bara marklaust skatta/lífeyrissjóða-ræningjakerfi, sem stjórnar Íslandi.
Þrælarnir eru sviknir um opinberlega skylduðu-skattniðurgreiddu þjónustuna? Þrátt fyrir að helmingur úr launaumslaginu hafi farið í að tryggja þá þjónustu fyrir skattpeningana?
Og lífeyrisþegar eru sviknir um áhyggjulaust ævikvöld, þrátt fyrir að hafa á ólögverjandi hátt verið skyldaðir til að greiða í þann "áhyggjulausra ævikvölds-sjóð" af sínum brúttólaunum?
Snjóflóðavarnir bjarga varla skattrændum og sviknum launþegum, sem einungis fá helminginn af verkalýðsfélaganna/atvinnurekendanna umsömdu launakjörunum NETTÓ upp úr launaumslaginu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2017 kl. 16:57
Það er einföld ástæða fyrir því að ríkið veitir ekki þá þjónustu sem það lofar fyrir það fé sem það hirðir:
Það þarf þess ekki.
Aðhaldið svokallaða sem felst í því að kjósa á 4 ára fresti er svo gott sem gagnslaust. Hvernig á að vega og meta hundruð verka á margra missera tímabili á móti loforðaflaumi stjórnarandstæðinga? Það er ekki hægt.
Þessu er öðruvísi farið þegar menn versla við einkafyrirtæki. Ef osturinn í Bónus er myglaður, og Bónus neitar að skipta honum út eða endurgreiða, þá verslar þú í Krónunni næst, eða Iceland, eða Costco, eða Fjarðarkaupum, eða 10-11, eða á netinu, eða sleppir því að kaupa ost. Atkvæði þitt þarf að kaupa á hverjum einasta degi, oft á dag. Þetta er raunverulegt aðhald.
Því minna sem er í höndum hins opinbera, því minna er hægt að snuða okkur.
Geir Ágústsson, 28.12.2017 kl. 20:19
Já Geir. Hið opinbera og skattrænandi svikakerfi kemst upp að að svíkja þrælandi og skattrænda borgarana!
Það er samfélagslegt vandamál Íslands! Meðal annars vegna tilheyrandi fátæktar, vegna yfirlæknamafíu-herdeildar-svika og vanrækslu!
Ísland er eins og einn lítill rolludilkur, í heimsmafíunnar réttunum.
Almennings-aftökustjórarnir eru í almennings-réttar-miðjunni, og eru því miður marklausir miðstjórnar-hringborðs stjórar, sem ekki þekkja muninn á siðferðislegu réttlæti og siðblindra óréttlæti.
Við erum öll stödd í litlum alríkis-dilks-rollurétt heimsmafíunnar.
Og ef ein rollan í einum rolludilknum heimsmafíustýrða vogar sér að vera ósammála réttarstjórunum í marklausu miðjunnar innstu hringborðs stýringunni, ja, þá er sú rolla bara send í sláturhús heimsmafíu-siðblindingjanna? Samkvæmt "siðaðra réttar-ríkja" lögum og reglum?
Þökk sé almættinu algóða, sem mun á endanum frelsa mann frá þessu ómanneskjustýrða og siðlausa villimennskunnar jarðlífi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2017 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.